Felix rekur vinsælustu rásina á Youtube þar sem hann birtir myndbönd af sér að spila tölvuleiki. Tæplega 57 milljónir manna eru áskrifendur að rásinni hans.
PewDiePie hefur í gengum tíðina verið nokkuð umdeildar en hann skellti sér til Íslands á dögunum og var rétt í þessu að birtast myndband frá heimsókn hans til landsins.
Felix Kjellberg var til að mynda gríðarlega ánægður með nettenginguna hér á landi og sérstaklega hraðan sem hann fékk á hótelinu.
Felix skellti sér í hvalaskoðun, fór á hraðbát um sjóinn við Hörpuna, í þyrluflug og auðvitað í Bláa Lónið. Hann er greinilega alveg ástfanginn af Íslandi eins og sjá má hér að neðan.
Felix og kærastan hans Marzia voru hér á landi til að fagna sex ára sambandsafmæli. Sjálf er Marzia með sjö milljónir fylgjenda á YouTube og birtir hún einnig sitt eigið myndband.