Tíu vinsælustu vörurnar í tískuheiminum í dag Ritstjórn skrifar 23. ágúst 2017 20:00 Gucci er vinsælasta tískumerkið í heiminum í dag Glamour/Getty Business of Fashion og LYST birtu nýverið lista yfir mest seldu tísku-fatnað og fylgihluti í heiminum í dag. Það kemur ekki á óvart að Gucci sé á þessum lista, en hins vegar sér maður svart á hvítu hvað Gucci er vinsælt þar sem tískuhúsið á fjóra hluti af tíu. 1. Númer eitt á listanum eru Gucci sandalar. Miðað við aðra Gucci skó þá eru þessir sandalar í ódýrari kantinum, og kannski margir sem fá sér þessa sem sína fyrstu Gucci vöru. 2. Númer tvö eru Saint Laurent hælaskór, en þessir voru mjög áberandi á fólki á tískuvikunum og á tískubloggum. 3. Númer þrjú er Gucci en belti í þetta skiptið. Belti og aðrir smáhlutir eru oft vinsælir hjá þessum stóru lúxus-tískuhúsum. 4. Númer fjögur er Chloé Nile taska, en þessi er mjög falleg. Hún hefur einnig verið áberandi á samfélagsmiðlum og hjá tískubloggurum. 5. Númer fimm eru Givenchy sandalar, en þeir urðu fljótt vinsælir eftir að Kylie Jenner sást klæðast þeim. 6. Númer sex eru Comme Des Garcons Play x Converse strigaskór, þessir hafa verið til í mörg ár og eru alltaf jafn fínir. 7. Fyrsta flíkin á listanum er þessi fallegi Gucci kjóll. Melania Trump, Amal Clooney og Nicole Kidman hafa ítrekað sést í kjólnum sem hefur komið í nokkrum útfærslum síðustu ár. 8. Númer átta eru enn einu strigaskórnir, og aftur Gucci í þetta skiptið. Þessir hafa verið vinsælir hjá báðum kynjum. 9. Númer níu eru strigaskór frá Common Projects. Flottir og stílhreinir. 10. Númer tíu er kjóll frá Diane Von Furstenberg. Nú hafa þeir hætt framleiðslu á þessum kjól en líklegt er að þeir komi með hann aftur. Víst er að ef þú átt eitthvað af þessum vörum þá ertu svo sannarlega í tískunni. Mest lesið Gleymdu svarta litnum, hvítur er að taka yfir Glamour Inga leiðir byltingu í tískuheiminum Glamour Marc Jacobs lokaði tískuvikunni í New York með hvelli Glamour Bestu tískuaugnablik ársins 2016 Glamour Passa sig Glamour Jólagjafahandbók GLAMOUR: Fyrir hana Glamour Gerir nýja útgáfu af Trump derhúfunum Glamour Nike og H&M eru verðmætustu fatafyrirtækin Glamour Sigurvegarar bresku tískuverðlaunana Glamour Airbnb býður upp á sérstakar tísku ferðir Glamour
Business of Fashion og LYST birtu nýverið lista yfir mest seldu tísku-fatnað og fylgihluti í heiminum í dag. Það kemur ekki á óvart að Gucci sé á þessum lista, en hins vegar sér maður svart á hvítu hvað Gucci er vinsælt þar sem tískuhúsið á fjóra hluti af tíu. 1. Númer eitt á listanum eru Gucci sandalar. Miðað við aðra Gucci skó þá eru þessir sandalar í ódýrari kantinum, og kannski margir sem fá sér þessa sem sína fyrstu Gucci vöru. 2. Númer tvö eru Saint Laurent hælaskór, en þessir voru mjög áberandi á fólki á tískuvikunum og á tískubloggum. 3. Númer þrjú er Gucci en belti í þetta skiptið. Belti og aðrir smáhlutir eru oft vinsælir hjá þessum stóru lúxus-tískuhúsum. 4. Númer fjögur er Chloé Nile taska, en þessi er mjög falleg. Hún hefur einnig verið áberandi á samfélagsmiðlum og hjá tískubloggurum. 5. Númer fimm eru Givenchy sandalar, en þeir urðu fljótt vinsælir eftir að Kylie Jenner sást klæðast þeim. 6. Númer sex eru Comme Des Garcons Play x Converse strigaskór, þessir hafa verið til í mörg ár og eru alltaf jafn fínir. 7. Fyrsta flíkin á listanum er þessi fallegi Gucci kjóll. Melania Trump, Amal Clooney og Nicole Kidman hafa ítrekað sést í kjólnum sem hefur komið í nokkrum útfærslum síðustu ár. 8. Númer átta eru enn einu strigaskórnir, og aftur Gucci í þetta skiptið. Þessir hafa verið vinsælir hjá báðum kynjum. 9. Númer níu eru strigaskór frá Common Projects. Flottir og stílhreinir. 10. Númer tíu er kjóll frá Diane Von Furstenberg. Nú hafa þeir hætt framleiðslu á þessum kjól en líklegt er að þeir komi með hann aftur. Víst er að ef þú átt eitthvað af þessum vörum þá ertu svo sannarlega í tískunni.
Mest lesið Gleymdu svarta litnum, hvítur er að taka yfir Glamour Inga leiðir byltingu í tískuheiminum Glamour Marc Jacobs lokaði tískuvikunni í New York með hvelli Glamour Bestu tískuaugnablik ársins 2016 Glamour Passa sig Glamour Jólagjafahandbók GLAMOUR: Fyrir hana Glamour Gerir nýja útgáfu af Trump derhúfunum Glamour Nike og H&M eru verðmætustu fatafyrirtækin Glamour Sigurvegarar bresku tískuverðlaunana Glamour Airbnb býður upp á sérstakar tísku ferðir Glamour