Sjáðu síðasta blaðamannafund Conors og Mayweather Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. ágúst 2017 21:15 Box gegn MMA. Svona pósuðu kapparnir í kvöld. vísir/getty Conor McGregor og Floyd Mayweather voru merkilega kurteisir í kvöld á síðasta blaðamannafundi þeirra fyrir stóra bardagann. Báðir mættu í jakkafötum með sólgleraugu. Conor mætti rúmum klukkutíma of seint á fundinn en Mayweather lét það ekkert trufla sig. Segist vera ýmsu vanur. Það var miklu meiri ró yfir báðum köppum en á fyrri fundum. Hugurinn kominn í bardagann og engin ástæða til þess að vera með of mikil læti. Conor sagðist vera himinlifandi með æfingabúðirnar og sagðist vera klár í að keyra tólf lotur á fullu gasi. „Ég mun keyra í hann af fullum krafti og brjóta hann. Að fara í minni hanska voru mikil mistök af hans hálfu. Ég get ekki séð að hann lifi af tvær lotur eftir þessa breytingu,“ sagði Írinn borubrattur. „Ég mun útboxa hann í hans íþrótt. Ég mun rústa honum en hluti af mér verður sorgmæddur fyrir þeirra hönd því þeir hefðu aldrei átt að ná í mig.“ Hinn reynslumikli Mayweather var ótrúlega auðmjúkur. Þakkaði öðrum hvorum manni í heiminum og hrósaði meira að segja Conor í hástert. „Það má enginn efast um að ég tek þessu mjög alvarlega. Conor er frábær bardagamaður og mikill toppmaður. Hann er gríðarlegur keppnismaður og þetta verður alvöru bardagi,“ sagði Mayweather. „Ég er búinn í að vera í þessu í 21 ár og hef fengið öll högg sem til eru. Samt stend ég hér enn ósigraður. Þetta verður ekki auðvelt Conor. Það hafa menn komið með stórar sprengjur til mín en ég er með graníthöku. Mundu líka að ef þú getur kýlt verður þú að geta líka tekið á móti höggum.“ WBC-sambandið tilkynnti líka á fundinum í kvöld að sigurvegarinn fengi svokallað peningabelti sem er vel við hæfi. Alltaf eitthvað nýtt. Sjá má fundinn hér að neðan.Bardagi Conors og Mayweather fer fram á laugardag og bardaginn verður í beinni á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is. MMA Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Sjá meira
Conor McGregor og Floyd Mayweather voru merkilega kurteisir í kvöld á síðasta blaðamannafundi þeirra fyrir stóra bardagann. Báðir mættu í jakkafötum með sólgleraugu. Conor mætti rúmum klukkutíma of seint á fundinn en Mayweather lét það ekkert trufla sig. Segist vera ýmsu vanur. Það var miklu meiri ró yfir báðum köppum en á fyrri fundum. Hugurinn kominn í bardagann og engin ástæða til þess að vera með of mikil læti. Conor sagðist vera himinlifandi með æfingabúðirnar og sagðist vera klár í að keyra tólf lotur á fullu gasi. „Ég mun keyra í hann af fullum krafti og brjóta hann. Að fara í minni hanska voru mikil mistök af hans hálfu. Ég get ekki séð að hann lifi af tvær lotur eftir þessa breytingu,“ sagði Írinn borubrattur. „Ég mun útboxa hann í hans íþrótt. Ég mun rústa honum en hluti af mér verður sorgmæddur fyrir þeirra hönd því þeir hefðu aldrei átt að ná í mig.“ Hinn reynslumikli Mayweather var ótrúlega auðmjúkur. Þakkaði öðrum hvorum manni í heiminum og hrósaði meira að segja Conor í hástert. „Það má enginn efast um að ég tek þessu mjög alvarlega. Conor er frábær bardagamaður og mikill toppmaður. Hann er gríðarlegur keppnismaður og þetta verður alvöru bardagi,“ sagði Mayweather. „Ég er búinn í að vera í þessu í 21 ár og hef fengið öll högg sem til eru. Samt stend ég hér enn ósigraður. Þetta verður ekki auðvelt Conor. Það hafa menn komið með stórar sprengjur til mín en ég er með graníthöku. Mundu líka að ef þú getur kýlt verður þú að geta líka tekið á móti höggum.“ WBC-sambandið tilkynnti líka á fundinum í kvöld að sigurvegarinn fengi svokallað peningabelti sem er vel við hæfi. Alltaf eitthvað nýtt. Sjá má fundinn hér að neðan.Bardagi Conors og Mayweather fer fram á laugardag og bardaginn verður í beinni á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is.
MMA Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Sjá meira