Ríkasta fólkið í tæknigeiranum aldrei ríkara Sæunn Gísladóttir skrifar 24. ágúst 2017 06:00 Bill Gates stofnandi Microsoft er ríkasti maðurinn á lista Forbes. vísir/epa Samanlagðar eignir ríkustu tæknifrumkvöðla heims eru nú í fyrsta sinn yfir einni billjón Bandaríkjadala samkvæmt nýjum lista Forbes yfir ríkustu starfsmenn tæknifyrirtækja. Eignirnar hafa hækkað um 21 prósent milli ára. City A.M. greinir frá því að samtals eiga tæknifrumkvöðlar á borð við Bill Gates, Mark Zuckerberg og Jeff Bezos 1,08 billjónir dala, jafnvirði 114 billjóna króna. Gates, sem stofnaði Microsoft, er ríkastur og efstur á listanum en hann er metinn á 84,5 milljarða dala, þrátt fyrir að hafa gefið umtalsverðan hlut eigna sinna til góðgerðarmála síðustu áratugi. Bezos, stofnandi Amazon, fylgir fast á eftir með eignir metnar á 81,7 milljarða dala. Zuckerberg, stofnandi Facebook, er svo í þriðja sæti. Rekja má aukinn auð hópsins til þess að gengi hlutabréfa í tæknifyrirtækjum hefur almennt hækkað umtalsvert undanfarið. Á síðustu fjórtán mánuðum hefur gengi hlutabréfa í Facebook hækkað um 44 prósent, hlutabréf í Microsoft hækkað um 46 prósent og hlutabréf í Amazon um 27 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Samanlagðar eignir ríkustu tæknifrumkvöðla heims eru nú í fyrsta sinn yfir einni billjón Bandaríkjadala samkvæmt nýjum lista Forbes yfir ríkustu starfsmenn tæknifyrirtækja. Eignirnar hafa hækkað um 21 prósent milli ára. City A.M. greinir frá því að samtals eiga tæknifrumkvöðlar á borð við Bill Gates, Mark Zuckerberg og Jeff Bezos 1,08 billjónir dala, jafnvirði 114 billjóna króna. Gates, sem stofnaði Microsoft, er ríkastur og efstur á listanum en hann er metinn á 84,5 milljarða dala, þrátt fyrir að hafa gefið umtalsverðan hlut eigna sinna til góðgerðarmála síðustu áratugi. Bezos, stofnandi Amazon, fylgir fast á eftir með eignir metnar á 81,7 milljarða dala. Zuckerberg, stofnandi Facebook, er svo í þriðja sæti. Rekja má aukinn auð hópsins til þess að gengi hlutabréfa í tæknifyrirtækjum hefur almennt hækkað umtalsvert undanfarið. Á síðustu fjórtán mánuðum hefur gengi hlutabréfa í Facebook hækkað um 44 prósent, hlutabréf í Microsoft hækkað um 46 prósent og hlutabréf í Amazon um 27 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira