Lagði stresspakkann til hliðar Elín Albertsdóttir skrifar 24. ágúst 2017 09:30 Linda Pétursdóttir bætir heilsuna með daglegum gönguferðum með hundinum sínum um Álftanesið. Hún mælir með mjúkri hreyfingu við allra hæfi. Myndir úr einkasafni Eftir að hafa rekið líkamsræktarstöð fyrir konur í tuttugu ár hefur Linda Pétursdóttir tekið nýtt skref í lífinu. Með fram því heldur hún áfram að gefa fólki góð ráð um betri lífsstíl. Linda segist hafa staðið á krossgötum í lífinu þegar rekstri Baðhússins var hætt. „Ég tók þá ákvörðun að fara í nám við Háskólann á Bifröst og er hálfnuð í HHS eða heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði,“ segir hún. „Mig langaði að breyta til og mér fannst þetta heillandi nám. Það á kannski eftir að opna nýjar dyr. Ég stunda námið í fjarnámi sem krefst mikils sjálfsaga. Það hentar mér þó vel vegna dóttur minnar sem er í alþjóðaskólanum í Sjálandsskóla. Hún stundar sitt nám jafnt á íslensku og ensku og er altalandi á enska tungu,“ segir Linda en Ísabella, dóttir hennar, verður tólf ára á sunnudaginn.Álftanesið er fagurt og Linda segir að það sé eins og að stunda hugleiðslu að ganga meðfram sjónum.Bættur lífsstíll „Það er ákveðinn léttir að vera ekki lengur með áhyggjur af rekstri fyrirtækis. Hins vegar get ég ekki alveg sleppt heilsuræktinni og er með heimasíðuna mína lindap.is þar sem ég gef ýmis góð ráð. Að auki mun ég fljótlega opna sjö daga prógramm á heimasíðunni þar sem fólk getur fengið aðstoð við að fá aukna vellíðan í daglegu lífi og meiri lífsgæði. Þetta verður rafræn kennsla þar sem fólk fær í hendur áætlun til bættrar heilsu, þar á meðal um mataræði, vellíðan, sjálfsrækt, svefn, hreyfingu og hugleiðslu. Þetta er ekki megrunarprógramm heldur mun frekar ráðgjöf til þeirra sem vilja huga að eigin líkama og vellíðan. Góður svefn er til dæmis afar mikilvægur. Sjálf legg ég mikla áherslu á nægan svefn. Eftir langa reynslu í heilsurækt hef ég fundið hvað þessi aðferð gerir mér gott. Ég vonast til að fólk fylgi þessu sjö daga plani og finni sér nýjan og betri lífsstíl,“ segir Linda sem hefur verið að vinna að þessu vellíðunarprógrammi í allt sumar. „Ég veit að þetta prógramm hefur mjög góð áhrif á andlega heilsu.“Sleppir öfgum Þegar Linda er spurð um tímaleysi margra í önnum hversdagsins segist hún vel kannast við það. „Númer eitt er að fara að sofa á sama tíma og vakna á sama tíma. Það er virkilega mikilvægt að fá fullan svefn til að takast á við daginn. Ef við erum ekki úthvíld fer allt í vitleysu. Svo finnst mér áríðandi að vakna nokkru á undan öðrum á heimilinu og eiga þann tíma fyrir sjálfan sig. Ég hef tileinkað mér þetta og líður vel með að eiga minn tíma, til dæmis að fara út að ganga með hundinn. Ég er ekkert endilega að stressa mig á að þjóta í líkamsræktarstöð. Finnst yndislegt að velja mjúku leiðina og sleppa öfgunum. Það er gríðarlega hressandi að fara í göngutúr og verður mjög fljótt að vana. Ég fer út með hundinn tvisvar á dag. Geng sjö til átta kílómetra að jafnaði, með skrefamæli. Það er hvetjandi. Þetta heldur mér gangandi og gerir mér kleift að sitja við námið sem er erfitt, stanslaus vinna allan daginn.“Linda með dóttur sinni, Ísabellu, sem verður tólf ára á sunnudaginn, og hundinum Stjörnu.Tíminn vel nýttur Eins og allir vita er Linda mikill dýravinur. Hún borðar ekki kjöt en finnst fiskur góður en það er eina dýraafurðin sem hún neytir. „Ég passa upp á mataræðið og heilbrigt mataræði er grunnurinn að bættu lífi. Það er ekki nóg að vera í ræktinni ef maður hugsar ekkert um mataræðið,“ segir hún. „Það er hægt að halda sér í góðu formi ef maður sleppir óhollustu og stundar léttar hreyfingar með. Hver og einn þarf að finna sinn rétta farveg í heilsusamlegu lífi og öfgar eru ekki leið til langvarandi árangurs. Göngutúrarnir henta mjög vel og mér finnst þeir ekkert mál. Ég læt veðrið sjaldan stoppa mig,“ segir hún. „Að vera úti í náttúrunni og njóta hennar virkar eins og hugleiðsla fyrir mig. Sjálfsrækt hefur verið partur af minni daglegu rútínu til fjölda ára og ég set gjarnan slíkar hljóðbækur í símann og hlusta meðan ég geng, sömuleiðis hlusta ég á fyrirlestra frá skólanum.“ Linda segist vera hin svokallaða A-týpa. Hún fer oftast að sofa fyrir ellefu á kvöldin og á fætur um sexleytið, stundum fyrr. „Við mæðgur tökum engu að síður kósíkvöld um helgar, borðum ljúffengan mat, horfum á bíómynd og poppum. Það má að sjálfsögðu hafa það huggulegt líka,“ segir hún og bætir við að fólk þurfi fyrst og fremst að finna hvað henti því best. Linda segist byrja á því að fá sér heilsudrykk á morgnana, annaðhvort grænan eða prótíndrykk (uppskriftir á lindap.is). „Ég hef lagt mikla áherslu á heilbrigðan lífsstíl og það er orðið vani hjá mér að fylgja honum. Ég drekk mikið vatn, grænt te og fæ mér líka kaffi með kókosolíu.“Slæm liðagigtÞegar Linda er spurð um framtíðaráform, svarar hún. „Þú segir nokkuð. Ég hef ákveðið að halda áfram námi og fara í masterinn en ég heillaðist mjög af einu fagi í stjórnmálafræði sem heitir friðar- og átakafræði. Ég er að finna mig í náminu og finnst það virkilega áhugavert. Mér líður vel með að vera svona frjáls í dag en hefði aldrei dottið í hug fyrir nokkrum árum að ég ætti eftir að setjast aftur á skólabekk í löngu og fræðilegu háskólanámi. Ég er búin með minn stresspakka í lífinu og er núna í allt öðrum og afslappaðri gír,“ segir Linda sem býr ásamt dóttur sinni og hundi á Álftanesi. Síðan á hún kanadískan kærasta sem hún kýs að halda prívat í lífi sínu.Mæðgurnar Linda og Ísabella hafa gjarnan kósíkvöld um helgar, poppa og horfa á góða bíómynd.Á undanförnum árum hefur Linda verið talsvert í Kaliforníu auk þess sem hún bjó í nokkur ár í Kanada. Hún hefur sótt í hitann vegna liðagigtar sem hrjáir hana alla daga. „Kuldinn hefur mjög slæm áhrif á gigtina. Ég veit ekki hvernig þessi sjúkdómur hefði lagst á mig ef ég væri ekki svona dugleg að hugsa um heilsuna. Ég trúi því að heilbrigður lífsstíll hafi góð áhrif þótt ég finni fyrir liðagigtinni flesta daga ársins. Ég vakna gjarnan verkjuð og þarf því miður að sprauta mig á nokkurra daga fresti. Þegar ég er í miklum hita og þurru loftslagi líður mér best, allt að fjörutíu stiga hiti hentar mér vel,“ segir hún. Þeir sem vilja fylgjast með Lindu í daglegu lífi geta fylgt henni á Instagram: lindape og á SnapChat: lindape69. Þá er vert að kíkja á heimasíðuna hennar, lindap.is þar sem hægt er að finna ýmis góð ráð. Heilsa Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
Eftir að hafa rekið líkamsræktarstöð fyrir konur í tuttugu ár hefur Linda Pétursdóttir tekið nýtt skref í lífinu. Með fram því heldur hún áfram að gefa fólki góð ráð um betri lífsstíl. Linda segist hafa staðið á krossgötum í lífinu þegar rekstri Baðhússins var hætt. „Ég tók þá ákvörðun að fara í nám við Háskólann á Bifröst og er hálfnuð í HHS eða heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði,“ segir hún. „Mig langaði að breyta til og mér fannst þetta heillandi nám. Það á kannski eftir að opna nýjar dyr. Ég stunda námið í fjarnámi sem krefst mikils sjálfsaga. Það hentar mér þó vel vegna dóttur minnar sem er í alþjóðaskólanum í Sjálandsskóla. Hún stundar sitt nám jafnt á íslensku og ensku og er altalandi á enska tungu,“ segir Linda en Ísabella, dóttir hennar, verður tólf ára á sunnudaginn.Álftanesið er fagurt og Linda segir að það sé eins og að stunda hugleiðslu að ganga meðfram sjónum.Bættur lífsstíll „Það er ákveðinn léttir að vera ekki lengur með áhyggjur af rekstri fyrirtækis. Hins vegar get ég ekki alveg sleppt heilsuræktinni og er með heimasíðuna mína lindap.is þar sem ég gef ýmis góð ráð. Að auki mun ég fljótlega opna sjö daga prógramm á heimasíðunni þar sem fólk getur fengið aðstoð við að fá aukna vellíðan í daglegu lífi og meiri lífsgæði. Þetta verður rafræn kennsla þar sem fólk fær í hendur áætlun til bættrar heilsu, þar á meðal um mataræði, vellíðan, sjálfsrækt, svefn, hreyfingu og hugleiðslu. Þetta er ekki megrunarprógramm heldur mun frekar ráðgjöf til þeirra sem vilja huga að eigin líkama og vellíðan. Góður svefn er til dæmis afar mikilvægur. Sjálf legg ég mikla áherslu á nægan svefn. Eftir langa reynslu í heilsurækt hef ég fundið hvað þessi aðferð gerir mér gott. Ég vonast til að fólk fylgi þessu sjö daga plani og finni sér nýjan og betri lífsstíl,“ segir Linda sem hefur verið að vinna að þessu vellíðunarprógrammi í allt sumar. „Ég veit að þetta prógramm hefur mjög góð áhrif á andlega heilsu.“Sleppir öfgum Þegar Linda er spurð um tímaleysi margra í önnum hversdagsins segist hún vel kannast við það. „Númer eitt er að fara að sofa á sama tíma og vakna á sama tíma. Það er virkilega mikilvægt að fá fullan svefn til að takast á við daginn. Ef við erum ekki úthvíld fer allt í vitleysu. Svo finnst mér áríðandi að vakna nokkru á undan öðrum á heimilinu og eiga þann tíma fyrir sjálfan sig. Ég hef tileinkað mér þetta og líður vel með að eiga minn tíma, til dæmis að fara út að ganga með hundinn. Ég er ekkert endilega að stressa mig á að þjóta í líkamsræktarstöð. Finnst yndislegt að velja mjúku leiðina og sleppa öfgunum. Það er gríðarlega hressandi að fara í göngutúr og verður mjög fljótt að vana. Ég fer út með hundinn tvisvar á dag. Geng sjö til átta kílómetra að jafnaði, með skrefamæli. Það er hvetjandi. Þetta heldur mér gangandi og gerir mér kleift að sitja við námið sem er erfitt, stanslaus vinna allan daginn.“Linda með dóttur sinni, Ísabellu, sem verður tólf ára á sunnudaginn, og hundinum Stjörnu.Tíminn vel nýttur Eins og allir vita er Linda mikill dýravinur. Hún borðar ekki kjöt en finnst fiskur góður en það er eina dýraafurðin sem hún neytir. „Ég passa upp á mataræðið og heilbrigt mataræði er grunnurinn að bættu lífi. Það er ekki nóg að vera í ræktinni ef maður hugsar ekkert um mataræðið,“ segir hún. „Það er hægt að halda sér í góðu formi ef maður sleppir óhollustu og stundar léttar hreyfingar með. Hver og einn þarf að finna sinn rétta farveg í heilsusamlegu lífi og öfgar eru ekki leið til langvarandi árangurs. Göngutúrarnir henta mjög vel og mér finnst þeir ekkert mál. Ég læt veðrið sjaldan stoppa mig,“ segir hún. „Að vera úti í náttúrunni og njóta hennar virkar eins og hugleiðsla fyrir mig. Sjálfsrækt hefur verið partur af minni daglegu rútínu til fjölda ára og ég set gjarnan slíkar hljóðbækur í símann og hlusta meðan ég geng, sömuleiðis hlusta ég á fyrirlestra frá skólanum.“ Linda segist vera hin svokallaða A-týpa. Hún fer oftast að sofa fyrir ellefu á kvöldin og á fætur um sexleytið, stundum fyrr. „Við mæðgur tökum engu að síður kósíkvöld um helgar, borðum ljúffengan mat, horfum á bíómynd og poppum. Það má að sjálfsögðu hafa það huggulegt líka,“ segir hún og bætir við að fólk þurfi fyrst og fremst að finna hvað henti því best. Linda segist byrja á því að fá sér heilsudrykk á morgnana, annaðhvort grænan eða prótíndrykk (uppskriftir á lindap.is). „Ég hef lagt mikla áherslu á heilbrigðan lífsstíl og það er orðið vani hjá mér að fylgja honum. Ég drekk mikið vatn, grænt te og fæ mér líka kaffi með kókosolíu.“Slæm liðagigtÞegar Linda er spurð um framtíðaráform, svarar hún. „Þú segir nokkuð. Ég hef ákveðið að halda áfram námi og fara í masterinn en ég heillaðist mjög af einu fagi í stjórnmálafræði sem heitir friðar- og átakafræði. Ég er að finna mig í náminu og finnst það virkilega áhugavert. Mér líður vel með að vera svona frjáls í dag en hefði aldrei dottið í hug fyrir nokkrum árum að ég ætti eftir að setjast aftur á skólabekk í löngu og fræðilegu háskólanámi. Ég er búin með minn stresspakka í lífinu og er núna í allt öðrum og afslappaðri gír,“ segir Linda sem býr ásamt dóttur sinni og hundi á Álftanesi. Síðan á hún kanadískan kærasta sem hún kýs að halda prívat í lífi sínu.Mæðgurnar Linda og Ísabella hafa gjarnan kósíkvöld um helgar, poppa og horfa á góða bíómynd.Á undanförnum árum hefur Linda verið talsvert í Kaliforníu auk þess sem hún bjó í nokkur ár í Kanada. Hún hefur sótt í hitann vegna liðagigtar sem hrjáir hana alla daga. „Kuldinn hefur mjög slæm áhrif á gigtina. Ég veit ekki hvernig þessi sjúkdómur hefði lagst á mig ef ég væri ekki svona dugleg að hugsa um heilsuna. Ég trúi því að heilbrigður lífsstíll hafi góð áhrif þótt ég finni fyrir liðagigtinni flesta daga ársins. Ég vakna gjarnan verkjuð og þarf því miður að sprauta mig á nokkurra daga fresti. Þegar ég er í miklum hita og þurru loftslagi líður mér best, allt að fjörutíu stiga hiti hentar mér vel,“ segir hún. Þeir sem vilja fylgjast með Lindu í daglegu lífi geta fylgt henni á Instagram: lindape og á SnapChat: lindape69. Þá er vert að kíkja á heimasíðuna hennar, lindap.is þar sem hægt er að finna ýmis góð ráð.
Heilsa Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira