Greina frá fyrstu orðum Madsen við lögreglu eftir að hann kom á land Atli Ísleifsson skrifar 24. ágúst 2017 13:40 Fyrstu orð Peter Madsen við fjölmiðla og lögreglu eftir að hann kom á land benda til að hann hafi sýnt spurningum um sænsku blaðakonuna lítinn áhuga. Vísir/EPA Danskir fjölmiðlar greina í dag frá fyrstu orðunum sem uppfinningamaðurinn Peter Madsen sagði við lögreglu eftir að hann kom á land í kjölfar þess að kafbátur hans sökk. Virðist sem að hann hafi haft meiri áhuga á að fá að vita kostnaðinn við að ná kafbátnum aftur upp af hafsbotni en að ræða um sænsku blaðakonuna Kim Wall. Kaupmannahafnarlögreglan staðfesti í gær að búkurinn sem fannst í sjónum suður af Amager á mánudaginn hafi verið Wall. Madsen er nú grunaður um morð, eftir að hafa áður verið grunaður um manndráp.Ekki með nafn hennar á hreinuFyrstu orð Madsen við fjölmiðla og lögreglu eftir að hann kom á land benda til að hann hafi verið sýnt spurningum um sænsku blaðakonuna lítinn áhuga. Ekstrabladet greinir frá þessu.Sjá einnig: Brotlending hins danska Geimflauga-MadsenÞegar lögreglumaður spyr Madsen um símaupplýsingar konunnar sem hafi verið með honum um borð svarar Madsen: „Þær eru í símanum mínum sem er á hafsbotni.“ „Þú ert ekki með nafn hennar á hreinu,“ spyr lögreglumaðurinn. „Sko, ég veit bara að hún heitir Kim. Ég kanna ekki bakgrunn blaðamanns sem spyr hvort hann megi taka viðtal,“ sagði Madsen. Madsen sagði að kafbáturinn hafi sokkið á þrjátíu sekúndum eftir að hann reyndi viðgerðir. Lögregla segir að bátnum hafi vísvitandi verið sökkt.Vísir/Epa Sökk á þrjátíu sekúndumMadsen fullyrti til að byrja með að hann hafi hleypt Wall frá borði klukkan 22:30 að kvöldi fimmtudagsins 10. ágúst, sama dag og þau höfðu farið saman í ferð um borð í bátnum. Wall hugðist skrifa um Madsen og kafbát hans. Síðar breytti hann þó framburði sínum og viðurkenndi að hafa varpað líki hennar frá borði. Fullyrðir hann að Wall hafi látið lífið eftir slys um borð í bátnum. Á hafnarbakkanum sagði Madsen við fréttamann danska TV 2 að bilun í kjölfestu kafbátsins hafi orðið til þess að hann hafi sokkið.Sjá einnig: Kafbátaferð sænsku blaðakonunnar sem lauk með hryllingiMadsen brosti til myndavélar TV 2 þegar hann útskýrði að ástandið hafi snarversnað eftir að hann hafi reynt að gera við bátinn. „Nautilus sökk á um þrjátíu sekúndum, ég náði ekki að loka hlerunum eða neitt. Það er nú samt gott, því annars hefði ég enn verið þarna niðri,“ sagði Madsen, en rannsókn hefur leitt í ljós að kafbátnum var sökkt vísvitandi. Í stað þess að ræða um konuna sem var saknað, hélt Madsen áfram að ræða um hvernig hann ætli að ná bátnum upp af hafsbotni, að hann sé tryggður og hvað hann telji að kostnaðurinn verði mikill.Tóku lífsýni úr tannbursta og hárburstaJens Møller, aðstoðarlögreglustjóri hjá Kaupmannahafnarlögreglunni, sagði á blaðamannafundi í gær að lögregla hafi tekið lífsýni úr tannbursta og hárbursta Wall til að bera kennsl á búkinn sem fannst í sjónum.Sjá einnig: Kim Wall: Einbeitt, metnaðarfull og hafði dálæti á vinnunniGöt höfðu verið stungin á lík Wall og málmstykki bundin við það í þeim tilgangi að fá það til að fara niður á hafsbotninn. Betina Hald Engmark, lögmaður Madsen, segir skjólstæðing sinn hafa ekkert að fela og að hann ætli sér að vera samvinnufús við rannsókn málsins. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Kafbátaferð sænsku blaðakonunnar sem lauk með hryllingi Atburðarásin í þessu hörmulega máli hefur um margt verið reyfarakennd. 22. ágúst 2017 12:55 Leita að fötum Kim Wall Lögregla í Kaupmannahöfn hefur biðlað til almennings um aðstoð við leit að fötum sænsku blaðakonunnar Kim Wall. 24. ágúst 2017 09:57 Kim Wall: Einbeitt, metnaðarfull og hafði dálæti á vinnunni Sænska blaðakonan Kim Wall varð einungis þrítug, en á ferli sínum sem blaðamaður starfaði hún meðal annars í Afríku, Asíu, Bandaríkjunum og Kyrrahafi. 23. ágúst 2017 10:20 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Danskir fjölmiðlar greina í dag frá fyrstu orðunum sem uppfinningamaðurinn Peter Madsen sagði við lögreglu eftir að hann kom á land í kjölfar þess að kafbátur hans sökk. Virðist sem að hann hafi haft meiri áhuga á að fá að vita kostnaðinn við að ná kafbátnum aftur upp af hafsbotni en að ræða um sænsku blaðakonuna Kim Wall. Kaupmannahafnarlögreglan staðfesti í gær að búkurinn sem fannst í sjónum suður af Amager á mánudaginn hafi verið Wall. Madsen er nú grunaður um morð, eftir að hafa áður verið grunaður um manndráp.Ekki með nafn hennar á hreinuFyrstu orð Madsen við fjölmiðla og lögreglu eftir að hann kom á land benda til að hann hafi verið sýnt spurningum um sænsku blaðakonuna lítinn áhuga. Ekstrabladet greinir frá þessu.Sjá einnig: Brotlending hins danska Geimflauga-MadsenÞegar lögreglumaður spyr Madsen um símaupplýsingar konunnar sem hafi verið með honum um borð svarar Madsen: „Þær eru í símanum mínum sem er á hafsbotni.“ „Þú ert ekki með nafn hennar á hreinu,“ spyr lögreglumaðurinn. „Sko, ég veit bara að hún heitir Kim. Ég kanna ekki bakgrunn blaðamanns sem spyr hvort hann megi taka viðtal,“ sagði Madsen. Madsen sagði að kafbáturinn hafi sokkið á þrjátíu sekúndum eftir að hann reyndi viðgerðir. Lögregla segir að bátnum hafi vísvitandi verið sökkt.Vísir/Epa Sökk á þrjátíu sekúndumMadsen fullyrti til að byrja með að hann hafi hleypt Wall frá borði klukkan 22:30 að kvöldi fimmtudagsins 10. ágúst, sama dag og þau höfðu farið saman í ferð um borð í bátnum. Wall hugðist skrifa um Madsen og kafbát hans. Síðar breytti hann þó framburði sínum og viðurkenndi að hafa varpað líki hennar frá borði. Fullyrðir hann að Wall hafi látið lífið eftir slys um borð í bátnum. Á hafnarbakkanum sagði Madsen við fréttamann danska TV 2 að bilun í kjölfestu kafbátsins hafi orðið til þess að hann hafi sokkið.Sjá einnig: Kafbátaferð sænsku blaðakonunnar sem lauk með hryllingiMadsen brosti til myndavélar TV 2 þegar hann útskýrði að ástandið hafi snarversnað eftir að hann hafi reynt að gera við bátinn. „Nautilus sökk á um þrjátíu sekúndum, ég náði ekki að loka hlerunum eða neitt. Það er nú samt gott, því annars hefði ég enn verið þarna niðri,“ sagði Madsen, en rannsókn hefur leitt í ljós að kafbátnum var sökkt vísvitandi. Í stað þess að ræða um konuna sem var saknað, hélt Madsen áfram að ræða um hvernig hann ætli að ná bátnum upp af hafsbotni, að hann sé tryggður og hvað hann telji að kostnaðurinn verði mikill.Tóku lífsýni úr tannbursta og hárburstaJens Møller, aðstoðarlögreglustjóri hjá Kaupmannahafnarlögreglunni, sagði á blaðamannafundi í gær að lögregla hafi tekið lífsýni úr tannbursta og hárbursta Wall til að bera kennsl á búkinn sem fannst í sjónum.Sjá einnig: Kim Wall: Einbeitt, metnaðarfull og hafði dálæti á vinnunniGöt höfðu verið stungin á lík Wall og málmstykki bundin við það í þeim tilgangi að fá það til að fara niður á hafsbotninn. Betina Hald Engmark, lögmaður Madsen, segir skjólstæðing sinn hafa ekkert að fela og að hann ætli sér að vera samvinnufús við rannsókn málsins.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Kafbátaferð sænsku blaðakonunnar sem lauk með hryllingi Atburðarásin í þessu hörmulega máli hefur um margt verið reyfarakennd. 22. ágúst 2017 12:55 Leita að fötum Kim Wall Lögregla í Kaupmannahöfn hefur biðlað til almennings um aðstoð við leit að fötum sænsku blaðakonunnar Kim Wall. 24. ágúst 2017 09:57 Kim Wall: Einbeitt, metnaðarfull og hafði dálæti á vinnunni Sænska blaðakonan Kim Wall varð einungis þrítug, en á ferli sínum sem blaðamaður starfaði hún meðal annars í Afríku, Asíu, Bandaríkjunum og Kyrrahafi. 23. ágúst 2017 10:20 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Kafbátaferð sænsku blaðakonunnar sem lauk með hryllingi Atburðarásin í þessu hörmulega máli hefur um margt verið reyfarakennd. 22. ágúst 2017 12:55
Leita að fötum Kim Wall Lögregla í Kaupmannahöfn hefur biðlað til almennings um aðstoð við leit að fötum sænsku blaðakonunnar Kim Wall. 24. ágúst 2017 09:57
Kim Wall: Einbeitt, metnaðarfull og hafði dálæti á vinnunni Sænska blaðakonan Kim Wall varð einungis þrítug, en á ferli sínum sem blaðamaður starfaði hún meðal annars í Afríku, Asíu, Bandaríkjunum og Kyrrahafi. 23. ágúst 2017 10:20