Kaupverð á Geysi liggi fyrir á næstu mánuðum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. ágúst 2017 06:00 Landeigendur vildu rukka inn á Geysissvæðið í trássi við ríkið. vísir/anton brink Ekki liggur fyrir hve hátt verð ríkið kemur til með að greiða fyrir kaup á Geysi. Vonast er til þess að matsmenn skili niðurstöðu sinni í október. Þá verður eitt ár liðið frá því að kaupsamningurinn var undirritaður.Hjörleifur B. Kvaran, lögmaður landeigendaVÍSIR/VALLIDeilt hafði verið um landsvæði við Geysi í nokkur ár en félag landeigenda vildi rukka gesti fyrir aðgang að hverasvæðinu. Á endanum varð það úr að samkomulag um kaup ríkisins var undirritað en landeigendur sögðu það hafa verið gert til að komast hjá eignarnámi. Kaupverð var háð mati matsmanna. Hvor aðili um sig tilnefndi einn mann í matsnefndina. Fyrir hönd ríkisins situr þar Sigurður Harðarson hagfræðingur en Vífill Oddsson verkfræðingur situr fyrir landeigendur. Sátt náðist um að Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður, yrði oddamaður í nefndinni. „Þetta hefur allt verið í eðlilegum farvegi. Ríkið skilaði inn greinargerð og ég skilaði inn annarri fyrir landeigendur,“ segir Hjörleifur B. Kvaran, lögmaður landeigenda. Báðum aðilum gafst síðan kostur á að skila inn athugasemdum við greinargerð hins. Matsmenn gengu um svæðið ásamt aðilum samningsins fyrr á árinu en málið hefur síðan tafist vegna sumarleyfa. „Við vonumst til að niðurstaða liggi fyrir ekki síðar en í október,“ segir Hjörleifur. Hann vill ekki upplýsa um innihald greinargerðanna enda ríki trúnaður um þær. Sætti annað hvort ríkið eða landeigendur sig ekki við niðurstöðu matsnefndarinnar verður hægt að skjóta henni til yfirmatsnefndar. Ákvörðun þeirrar nefndar verður hins vegar endanleg. Ekki er unnt að skjóta málinu til dómstóla. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Landeigendur við Geysi segjast neyddir til sölu Lögmaður landeigenda Geysis segir þá hafa verið tilneydda að selja ríkinu Geysissvæðið til að forðast eignarnám. Skiptar skoðanir eru innan félagsins. 8. október 2016 07:00 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagræðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira
Ekki liggur fyrir hve hátt verð ríkið kemur til með að greiða fyrir kaup á Geysi. Vonast er til þess að matsmenn skili niðurstöðu sinni í október. Þá verður eitt ár liðið frá því að kaupsamningurinn var undirritaður.Hjörleifur B. Kvaran, lögmaður landeigendaVÍSIR/VALLIDeilt hafði verið um landsvæði við Geysi í nokkur ár en félag landeigenda vildi rukka gesti fyrir aðgang að hverasvæðinu. Á endanum varð það úr að samkomulag um kaup ríkisins var undirritað en landeigendur sögðu það hafa verið gert til að komast hjá eignarnámi. Kaupverð var háð mati matsmanna. Hvor aðili um sig tilnefndi einn mann í matsnefndina. Fyrir hönd ríkisins situr þar Sigurður Harðarson hagfræðingur en Vífill Oddsson verkfræðingur situr fyrir landeigendur. Sátt náðist um að Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður, yrði oddamaður í nefndinni. „Þetta hefur allt verið í eðlilegum farvegi. Ríkið skilaði inn greinargerð og ég skilaði inn annarri fyrir landeigendur,“ segir Hjörleifur B. Kvaran, lögmaður landeigenda. Báðum aðilum gafst síðan kostur á að skila inn athugasemdum við greinargerð hins. Matsmenn gengu um svæðið ásamt aðilum samningsins fyrr á árinu en málið hefur síðan tafist vegna sumarleyfa. „Við vonumst til að niðurstaða liggi fyrir ekki síðar en í október,“ segir Hjörleifur. Hann vill ekki upplýsa um innihald greinargerðanna enda ríki trúnaður um þær. Sætti annað hvort ríkið eða landeigendur sig ekki við niðurstöðu matsnefndarinnar verður hægt að skjóta henni til yfirmatsnefndar. Ákvörðun þeirrar nefndar verður hins vegar endanleg. Ekki er unnt að skjóta málinu til dómstóla.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Landeigendur við Geysi segjast neyddir til sölu Lögmaður landeigenda Geysis segir þá hafa verið tilneydda að selja ríkinu Geysissvæðið til að forðast eignarnám. Skiptar skoðanir eru innan félagsins. 8. október 2016 07:00 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagræðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira
Landeigendur við Geysi segjast neyddir til sölu Lögmaður landeigenda Geysis segir þá hafa verið tilneydda að selja ríkinu Geysissvæðið til að forðast eignarnám. Skiptar skoðanir eru innan félagsins. 8. október 2016 07:00