Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Valur 2-3 | Valsmenn taka þrjú stig úr Vestmannaeyjum Gabríel Sighvatsson skrifar 27. ágúst 2017 15:45 Valsmenn sigruðu ÍBV á Hásteinsvelli í dag. vísir/stefán ÍBV tók á móti Val í dag í frestuðum leik í Pepsi-deild karla. Mikil rigning og rok settu strik í reikninginn í gær en í dag var blíðskaparveður. ÍBV vann góðan sigur í síðustu viku en Valur er besta liðið á Íslandi í dag og það sást á leik liðanna. Valsmenn fóru sáttir heim með 3 stig eftir 3-2 sigur í fjörugum leik.Af hverjur vann Valur? Valur spilaði flottan sóknarbolta og góðan varnarleik framan af. Þeir keyrðu á Eyjamenn fyrri helminginn af fyrri hálfleik og uppskáru 2 mörk. Eftir það voru þeir skynsamir, þeir voru þéttir til baka og héldu boltanum innan liðsins. Í upphafi seinni hálfleiks setja þeir eitt mark í viðbót sem kláraði leikinn. ÍBV á hrós skilið fyrir að ná að klóra í bakkann en í lokin var munurinn bara of mikill.Hverjir stóðu upp úr? Patrick Pedersen var maður leiksins, skoraði tvö mörk og lagði hitt upp. Hann hefur reynst Völsurum gulls ígildi eftir að hafa komið til þeirra í sumarglugganum og er hann einmitt það sem Valur þurfti. Dion Acoff átti aftur góðan leik og Orri Sigurður stóð vaktina vel í vörninni. Haukur Páll og Einar Karl á miðjunni voru þéttir en Einar var óheppinn að skora sjálfsmark. Þá var Sigurður Egill alltaf ógnandi á kantinum.Hvað gekk illa? Það er sama sagan hjá ÍBV, vörn liðsins er ekki nægilega góð. Þeir eru komnir með markaskorara í Gunnari Heiðari og í dag skora þeir tvö mörk en það er ekki nóg þegar liðið gefur andstæðingunum nánast mörkin. Miðjumennirnir skildu eftir of mikið svæði á tímum, og Derby var vafasamur, í besta falli, í markinu. Liðinu gengur yfirleitt illa eftir sigurleik og þarf að sýna stöðugleika í lokaleikjum sínum ef ekki á illa að fara.Hvað gerist næst? ÍBV á KR úti í næsta leik og verður það erfiður leikur. Eyjamenn eiga erfiðasta prógrammið eftir af liðunum í fallbaráttunni og þarf að treysta á að önnur lið misstígi sig. Að auki eru þeir með óhagstæða ÍBV markatölu. Valur heldur áfram göngu sinni í átt að meistaratitlinum. Þeir taka á móti Breiðablik í næsta leik og verður spennandi að sjá einvígi þeirra.Ólafur Jóhannesson: Ótrúlegt að þessi leikur skyldi hafa farið 3-2 Ólafur Jóhannesson, þjálfari Valsmanna var sáttur með að sækja 3 stig í Vestmannaeyjum í dag. „Við vorum mjög góðir lungann af leiknum, mér fannst við mun betri en þeir í þessum leik og það er í raun ótrúlegt að þessi leikur skyldi hafa farið 3-2.“ ÍBV náði að minnka muninn og Óli hefði viljað sjá sína menn halda hreinu. „Það er fúlt að fá þessi mörk á sig en fótboltinn er þannig að þú þarft oft að reikna með því að fá mörk á sig en meðan þú gerir fleiri þá er það svo sem allt í lagi þannig að ég sætti mig við það.“ Annað mark ÍBV kom þegar stutt var eftir af leiknum en þá var of seint í rassinn gripið. „Við spiluðum hérna fyrir tveimur árum, þá var staðan held ég 3-1 þegar fimm mínútur voru eftir og það endaði 3-3. Ég fór aðeins að hugsa til baka en það gerist ekki tvisvar,“ „Við erum með þremur stigum meira núna heldur en áðan og við fögnum því en það er mikið eftir af þessu móti og við verðum bara að hugsa um næsta leik.“ sagði Óli að lokum.Kristján Guðmundsson: Ef maður er sannur meistari þá er maður kurteis Kristján Guðmundsson var ekki eins sáttur að leikslokum. „Ég er fyrst og fremst svekktur með nálgunina okkar við leikinn, við fáum tvö mörk á okkur á fyrstu 20 mínútunum. Við erum langt frá þeim, förum ekki í kontakt við þá eða neitt og gáfum þeim bara í raun þessi mörk.“ „Ætla ekkert að taka frá þeim að þeir spiluðu mjög vel en við leyfðum þeim líka að spila vel,“ „Ég átta mig ekki á því af hverju við fáum á okkur þetta mark,“ sagði Kristján og var þar að vitna í þriðja mark Vals. „Við vinnum seinni hálfleik 2-1 en við eigum að vera miklu fastari fyrir heldur en að fá á okkur þetta mark, sem var svipað og í fyrri hálfleik,“ bætti hann við. ÍBV kom til baka en það reyndist ekki nóg. „Það var gott hjá liðinu að ná að skora og koma til baka með 2 mörk og með einhverri heppni hefðum við getað jafnað leikinn.“ „Varamennirnir skiptu máli, þeir voru að valda usla og það er gott að sjá það, við þurfum á því að halda að þeir geri góða hluti.“ Eyjamenn eru enn í fallsæti og geta misst liðin fyrir ofan sig þremur stigum framúr sér. „Útlitið er ekkert svartara en fyrir leikinn, við verðum bara að sjá hvernig fer í hinum leikjunum. Við erum áfram í þessari störukeppni og ætlum að vinna hana og það getur vel verið að það komi í ljós í seinustu umferð hver verður sigurvegarinn þar.“ Kristján lenti í harkalegu rifrildi við einvherja úr þjálfarateymi Vals, þegar stuðningsmannalag ÍBV fór að hljóma í tækjunum inni í búningsklefa Vals og var ljóst að hann var ekki par sáttur með þá. Þá skilst undirrituðum að þetta sé hefð hjá Valsliðinu að spila þetta lag eftir sigurleiki og hafi ekkert með leikinn í dag að gera. „Það getur vel verið að þeir spili Eyjalagið eftir hvern einasta leik en það átti ekki við núna og ef maður er sannur meistari þá er maður kurteis og þeir voru það ekki.“Anton Ari: Í 2-3 mínútur í lokin var maður aðeins hræddur Anton Ari Einarsson var frekar sáttur að leikslokum. „Jú, það er alltaf gaman að vinna, Eyjamenn eru svo sprækir hérna heima þannig að við erum mjög sáttir með 3 stig.“ Hann var ekki jafn sáttur með mörkin sem liðið fékk á sig. „Ég á að gera betur í öðru markinu finnst mér, annað hvort slá hann almennilega í burtu eða halda áfram, það var svolítið pirrandi en maður bara lifir og lærir og gerir betur í næsta leik.“ ÍBV náði að minnka muninn og Anton Ari viðurkennir að það hafi hleypt smá lífi í leikinn. „Á vissu marki hleyptum við þeim aðeins inn í þetta. Í 2-3 mínútur í lokin var maður aðeins hræddur um það en mér fannst við nú vera með þetta frá byrjun, við byrjuðum sterkt og náðum tveimur mörkum snemma og spiluðum mjög vel,“ „Við erum efstir þannig að þetta er í okkar höndum og við erum mjög ánægðir með það. Við mætum í næsta leik og reynum að ná í 3 stig þar.“ sagði Anton Ari að lokum. Pepsi Max-deild karla
ÍBV tók á móti Val í dag í frestuðum leik í Pepsi-deild karla. Mikil rigning og rok settu strik í reikninginn í gær en í dag var blíðskaparveður. ÍBV vann góðan sigur í síðustu viku en Valur er besta liðið á Íslandi í dag og það sást á leik liðanna. Valsmenn fóru sáttir heim með 3 stig eftir 3-2 sigur í fjörugum leik.Af hverjur vann Valur? Valur spilaði flottan sóknarbolta og góðan varnarleik framan af. Þeir keyrðu á Eyjamenn fyrri helminginn af fyrri hálfleik og uppskáru 2 mörk. Eftir það voru þeir skynsamir, þeir voru þéttir til baka og héldu boltanum innan liðsins. Í upphafi seinni hálfleiks setja þeir eitt mark í viðbót sem kláraði leikinn. ÍBV á hrós skilið fyrir að ná að klóra í bakkann en í lokin var munurinn bara of mikill.Hverjir stóðu upp úr? Patrick Pedersen var maður leiksins, skoraði tvö mörk og lagði hitt upp. Hann hefur reynst Völsurum gulls ígildi eftir að hafa komið til þeirra í sumarglugganum og er hann einmitt það sem Valur þurfti. Dion Acoff átti aftur góðan leik og Orri Sigurður stóð vaktina vel í vörninni. Haukur Páll og Einar Karl á miðjunni voru þéttir en Einar var óheppinn að skora sjálfsmark. Þá var Sigurður Egill alltaf ógnandi á kantinum.Hvað gekk illa? Það er sama sagan hjá ÍBV, vörn liðsins er ekki nægilega góð. Þeir eru komnir með markaskorara í Gunnari Heiðari og í dag skora þeir tvö mörk en það er ekki nóg þegar liðið gefur andstæðingunum nánast mörkin. Miðjumennirnir skildu eftir of mikið svæði á tímum, og Derby var vafasamur, í besta falli, í markinu. Liðinu gengur yfirleitt illa eftir sigurleik og þarf að sýna stöðugleika í lokaleikjum sínum ef ekki á illa að fara.Hvað gerist næst? ÍBV á KR úti í næsta leik og verður það erfiður leikur. Eyjamenn eiga erfiðasta prógrammið eftir af liðunum í fallbaráttunni og þarf að treysta á að önnur lið misstígi sig. Að auki eru þeir með óhagstæða ÍBV markatölu. Valur heldur áfram göngu sinni í átt að meistaratitlinum. Þeir taka á móti Breiðablik í næsta leik og verður spennandi að sjá einvígi þeirra.Ólafur Jóhannesson: Ótrúlegt að þessi leikur skyldi hafa farið 3-2 Ólafur Jóhannesson, þjálfari Valsmanna var sáttur með að sækja 3 stig í Vestmannaeyjum í dag. „Við vorum mjög góðir lungann af leiknum, mér fannst við mun betri en þeir í þessum leik og það er í raun ótrúlegt að þessi leikur skyldi hafa farið 3-2.“ ÍBV náði að minnka muninn og Óli hefði viljað sjá sína menn halda hreinu. „Það er fúlt að fá þessi mörk á sig en fótboltinn er þannig að þú þarft oft að reikna með því að fá mörk á sig en meðan þú gerir fleiri þá er það svo sem allt í lagi þannig að ég sætti mig við það.“ Annað mark ÍBV kom þegar stutt var eftir af leiknum en þá var of seint í rassinn gripið. „Við spiluðum hérna fyrir tveimur árum, þá var staðan held ég 3-1 þegar fimm mínútur voru eftir og það endaði 3-3. Ég fór aðeins að hugsa til baka en það gerist ekki tvisvar,“ „Við erum með þremur stigum meira núna heldur en áðan og við fögnum því en það er mikið eftir af þessu móti og við verðum bara að hugsa um næsta leik.“ sagði Óli að lokum.Kristján Guðmundsson: Ef maður er sannur meistari þá er maður kurteis Kristján Guðmundsson var ekki eins sáttur að leikslokum. „Ég er fyrst og fremst svekktur með nálgunina okkar við leikinn, við fáum tvö mörk á okkur á fyrstu 20 mínútunum. Við erum langt frá þeim, förum ekki í kontakt við þá eða neitt og gáfum þeim bara í raun þessi mörk.“ „Ætla ekkert að taka frá þeim að þeir spiluðu mjög vel en við leyfðum þeim líka að spila vel,“ „Ég átta mig ekki á því af hverju við fáum á okkur þetta mark,“ sagði Kristján og var þar að vitna í þriðja mark Vals. „Við vinnum seinni hálfleik 2-1 en við eigum að vera miklu fastari fyrir heldur en að fá á okkur þetta mark, sem var svipað og í fyrri hálfleik,“ bætti hann við. ÍBV kom til baka en það reyndist ekki nóg. „Það var gott hjá liðinu að ná að skora og koma til baka með 2 mörk og með einhverri heppni hefðum við getað jafnað leikinn.“ „Varamennirnir skiptu máli, þeir voru að valda usla og það er gott að sjá það, við þurfum á því að halda að þeir geri góða hluti.“ Eyjamenn eru enn í fallsæti og geta misst liðin fyrir ofan sig þremur stigum framúr sér. „Útlitið er ekkert svartara en fyrir leikinn, við verðum bara að sjá hvernig fer í hinum leikjunum. Við erum áfram í þessari störukeppni og ætlum að vinna hana og það getur vel verið að það komi í ljós í seinustu umferð hver verður sigurvegarinn þar.“ Kristján lenti í harkalegu rifrildi við einvherja úr þjálfarateymi Vals, þegar stuðningsmannalag ÍBV fór að hljóma í tækjunum inni í búningsklefa Vals og var ljóst að hann var ekki par sáttur með þá. Þá skilst undirrituðum að þetta sé hefð hjá Valsliðinu að spila þetta lag eftir sigurleiki og hafi ekkert með leikinn í dag að gera. „Það getur vel verið að þeir spili Eyjalagið eftir hvern einasta leik en það átti ekki við núna og ef maður er sannur meistari þá er maður kurteis og þeir voru það ekki.“Anton Ari: Í 2-3 mínútur í lokin var maður aðeins hræddur Anton Ari Einarsson var frekar sáttur að leikslokum. „Jú, það er alltaf gaman að vinna, Eyjamenn eru svo sprækir hérna heima þannig að við erum mjög sáttir með 3 stig.“ Hann var ekki jafn sáttur með mörkin sem liðið fékk á sig. „Ég á að gera betur í öðru markinu finnst mér, annað hvort slá hann almennilega í burtu eða halda áfram, það var svolítið pirrandi en maður bara lifir og lærir og gerir betur í næsta leik.“ ÍBV náði að minnka muninn og Anton Ari viðurkennir að það hafi hleypt smá lífi í leikinn. „Á vissu marki hleyptum við þeim aðeins inn í þetta. Í 2-3 mínútur í lokin var maður aðeins hræddur um það en mér fannst við nú vera með þetta frá byrjun, við byrjuðum sterkt og náðum tveimur mörkum snemma og spiluðum mjög vel,“ „Við erum efstir þannig að þetta er í okkar höndum og við erum mjög ánægðir með það. Við mætum í næsta leik og reynum að ná í 3 stig þar.“ sagði Anton Ari að lokum.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti