Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA - Víkingur Ó. 5-0 | Elfar Árni með þrennu fyrir KA Arnar Geir Halldórsson skrifar 27. ágúst 2017 21:15 Hrannar Björn Steingrímsson, hinn vaski bakvörður KA. vísir/anton KA-menn eru komnir í fimmta sæti Pepsi-deildarinnar eftir að hafa gjörsigrað Ólafsvíkinga á Akureyrarvelli í kvöld þar sem þeir Almarr Ormarsson og Elfar Árni Aðalsteinsson sáu um að ganga frá Víkingum. Lokatölur 5-0 fyrir KA. KA byrjaði af krafti og var leikurinn aðeins tíu mínútna gamall þegar fyrirliðinn Almarr kom KA í 1-0. Hann fylgdi þá á eftir skalla Emil Lyng sem Cristian Martinez hafði varið. Almarr var aftur á ferðinni tíu mínútum fyrir leikhlé þegar hann batt endahnútinn á frábæra sókn heimamanna en Almarr skoraði eftir frábæra stoðsendingu Elfars Árna. Ólafsvíkingar hefðu getað komið sér inn í leikinn í upphafi síðari hálfleiks þegar vítaspyrna var dæmd á Callum Williams. Þess í stað sýndi Srdjan Rajkovic mátt sinn og megin og varði vítaspyrnu Kenan Turudija. Eftir rúmlega klukkutíma leik var svo komið að Elfari Árna en hann gerði sér lítið fyrir og hlóð í þrennu á þrettán mínútna kafla, frá 63. mínútu til 76. mínútu. Frábær leikur hjá Elfari sem var svo skipt af velli strax í kjölfarið af þriðja markinu.Af hverju vann KA? Rosalega einfalt svar við þessari spurningu. KA var miklu betra á öllum sviðum leiksins nánast frá upphafi til enda. Á meðan KA-menn léku við hvern sinn fingur voru Ólafsvíkingar heillum horfnir og því fór sem fór. Gestirnir urðu auðvitað fyrir miklu áfalli strax á þriðju mínútu leiksins þegar fyrirliðinn Guðmundur Steinn Hafsteinsson þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Leikmannahópur Ólafsvíkinga er afar þunnskipaður og þeir mega illa við álíka áfalli.Bestu menn vallarins? Elfar Árni Aðalsteinsson verður að vera maður leiksins. Hann nýtti öll þrjú færin sín í leiknum og átti gullfallega stoðsendingu á Almarr sem var næstbesti maður vallarins. Varnarmenn Ólafsvíkinga áttu í stökustu vandræðum með Ásgeir Sigurgeirsson og þó Hallgrímur Mar Steingrímsson hafi oft verið meira áberandi í sóknarleik KA lagði hann upp tvö mörk. Fyrri stoðsendingin einkar lagleg. Þá verður að minnast á þátt Srdjan Rajkovic í marki KA. Hann hafði vissulega ekki mikið að gera en hann átti rosalega mikilvæga vörslu í upphafi síðari hálfleiks þegar hann ver vítaspyrnu Kenan Turudija. Þá var staðan 2-0 fyrir KA og hefði mark frá gestunum getað gjörbreytt leiknum. Í liði Ólafsvíkinga var enginn sem stóð upp úr.Hvað gekk illa? Ólafsvíkingar voru lengi í gang og varnarleikur liðsins leit virkilega illa út í fyrstu tveim mörkunum sérstaklega. Ólafsvíkingar fengu svo líflínu í upphafi síðari hálfleiks en eftir að Rajko varði vítaspyrnu Turudija gáfust þeir upp. KA-menn hefðu vel getað bætt við fleiri mörkum á síðustu mínútum leiksins og hefðu líklega gert það ef hinn sjóðheiti Elfar Árni hefði ekki verið tekinn af velli eftir að hann fullkomnaði þrennu sína.Hvað næst? Liðin fara misánægð inn í landsleikjahlé. KA-menn búnir að spila fimm leiki í röð án þess að tapa leik og vinna síðustu tvo. KA-menn þurfa ekki að hafa áhyggjur af veru sinni meðal þeirra bestu og geta frekar horft fram á að keppa um Evrópusæti í lokaumferðunum. Á sama tíma þurfa Ólafsvíkingar að nýta hléið vel en þeir eru í bullandi fallbaráttu. Fyrsti leikur Ólafsvíkinga eftir hlé er gegn Fjölni og hann gæti haft mikið að segja í fallbaráttunni.Túfa: Rajko er einn besti markvörður deildarinnar Srdjan Tufegdzic, þjálfari KA, var að vonum sigurreifur eftir að hafa séð sína menn rúlla yfir Ólafsvíkinga. „Mjög ánægður með að skora svona mikið af mörkum í svona mikilvægum leik. Strákarnir gerðu nákvæmlega það sem lagt var upp með og ég er mjög ánægður með þá. Við viljum gefa stuðningsmönnunum okkar fleiri svona leiki á heimavelli og ætlum að halda áfram að gera það,” sagði Túfa. KA marði sigur á tíu ReykjavíkurVíkingum í síðustu umferð og voru þá gagnrýndir talsvert fyrir frammistöðu sína. Túfa segir mikinn mun hafa verið á frammistöðu sinna manna en gefur lítið fyrir gagnrýnina. „Það var mikill munur á spilamennskunni í dag og þá. Ég hlusta samt ekki mikið á svona gagnrýni. Fyrir mér er enginn sigur ljótur eins og menn vildu meina. Ég virði öll stig og alla sigra.” KA-menn eru nú komnir í 5.sæti eftir að hafa verið að daðra við fallbaráttuna fyrir tveimur umferðum síðan. Túfa tekur hlutunum af stóískró ró og vill ekki gefa út yfirlýsingar um Evrópusæti. „Deildin spilast þannig að það eru allir í Evrópubaráttu og allir í fallbaráttu. Ég hef aldrei horft á fallbaráttuna og horfi bara fram á við. Markmiðið okkar fyrir sumarið var að ná stöðugleika í efstu deild og við erum bara að vinna að því. Við ætlum bara að reyna að ná góðum árangri. Hvort það verður Evrópusæti eða ekki er ekki eitthvað sem við erum að spá í núna,” Elfar Árni skoraði þrennu og gladdi það þjálfarann sem hrósaði einnig markverði sínum í hástert. „Elfar er alvöru senter og ég veit hvað hann hefur mikinn vilja til að skora mörk. Ég er mjög ánægður með hann. Honum líður vel þegar hann skorar mörk. Ég verð líka að minnast á Rajko sem ver víti á mjög mikilvægum tímapunkti og sýnir það enn og aftur að hann er einn besti markvörður deildarinnar.Ejub: Eigum ekki fleiri leikmenn Ejub Purisevic, þjálfari Ólafsvíkinga, var vonsvikinn í leikslok og nefndi vítaklúðrið sem vendipunkt leiksins. „Það er mjög slæmt að tapa svona. Þeir skora úr sinni fyrstu sókn og það var erfitt að spila eftir það. Við reyndum samt áfram en fáum aftur á okkur mark. Í hálfleik breyttum við aðeins og fengum gott færi til að komast inn í leikinn en klúðrum því og þá var bara brekka,” segir Ejub. Guðmundur Steinn þurfti að yfirgefa völlinn strax í upphafi vegna meiðsla og þá þurfti Aleix Egea að gera slíkt hið sama undir lokin. „Við erum búnir að vera í erfiðleikum með meiðsli og fleira í allt sumar. Ég reyni kannski að endurskipuleggja ef það er hægt og reyna að fá stig í næsta leik. Ég hef áhyggjur af stöðunni þangað til við fáum 22 eða 23 stig. Ef við náum því ekki getum við fallið en ég ætla bara að skoða stöðuna í lok móts. Ég hef trú á að við getum haldið okkur uppi.” Athygli vakti að Ejub var aðeins með fimm varamenn í dag og ástæðan fyrir því er einföld. „Við erum bara ekki með fleiri leikmenn en þetta. Það eru einhverjir meiddir og einhverjir í banni og svona er þetta bara,” sagði Ejub að lokum. Pepsi Max-deild karla
KA-menn eru komnir í fimmta sæti Pepsi-deildarinnar eftir að hafa gjörsigrað Ólafsvíkinga á Akureyrarvelli í kvöld þar sem þeir Almarr Ormarsson og Elfar Árni Aðalsteinsson sáu um að ganga frá Víkingum. Lokatölur 5-0 fyrir KA. KA byrjaði af krafti og var leikurinn aðeins tíu mínútna gamall þegar fyrirliðinn Almarr kom KA í 1-0. Hann fylgdi þá á eftir skalla Emil Lyng sem Cristian Martinez hafði varið. Almarr var aftur á ferðinni tíu mínútum fyrir leikhlé þegar hann batt endahnútinn á frábæra sókn heimamanna en Almarr skoraði eftir frábæra stoðsendingu Elfars Árna. Ólafsvíkingar hefðu getað komið sér inn í leikinn í upphafi síðari hálfleiks þegar vítaspyrna var dæmd á Callum Williams. Þess í stað sýndi Srdjan Rajkovic mátt sinn og megin og varði vítaspyrnu Kenan Turudija. Eftir rúmlega klukkutíma leik var svo komið að Elfari Árna en hann gerði sér lítið fyrir og hlóð í þrennu á þrettán mínútna kafla, frá 63. mínútu til 76. mínútu. Frábær leikur hjá Elfari sem var svo skipt af velli strax í kjölfarið af þriðja markinu.Af hverju vann KA? Rosalega einfalt svar við þessari spurningu. KA var miklu betra á öllum sviðum leiksins nánast frá upphafi til enda. Á meðan KA-menn léku við hvern sinn fingur voru Ólafsvíkingar heillum horfnir og því fór sem fór. Gestirnir urðu auðvitað fyrir miklu áfalli strax á þriðju mínútu leiksins þegar fyrirliðinn Guðmundur Steinn Hafsteinsson þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Leikmannahópur Ólafsvíkinga er afar þunnskipaður og þeir mega illa við álíka áfalli.Bestu menn vallarins? Elfar Árni Aðalsteinsson verður að vera maður leiksins. Hann nýtti öll þrjú færin sín í leiknum og átti gullfallega stoðsendingu á Almarr sem var næstbesti maður vallarins. Varnarmenn Ólafsvíkinga áttu í stökustu vandræðum með Ásgeir Sigurgeirsson og þó Hallgrímur Mar Steingrímsson hafi oft verið meira áberandi í sóknarleik KA lagði hann upp tvö mörk. Fyrri stoðsendingin einkar lagleg. Þá verður að minnast á þátt Srdjan Rajkovic í marki KA. Hann hafði vissulega ekki mikið að gera en hann átti rosalega mikilvæga vörslu í upphafi síðari hálfleiks þegar hann ver vítaspyrnu Kenan Turudija. Þá var staðan 2-0 fyrir KA og hefði mark frá gestunum getað gjörbreytt leiknum. Í liði Ólafsvíkinga var enginn sem stóð upp úr.Hvað gekk illa? Ólafsvíkingar voru lengi í gang og varnarleikur liðsins leit virkilega illa út í fyrstu tveim mörkunum sérstaklega. Ólafsvíkingar fengu svo líflínu í upphafi síðari hálfleiks en eftir að Rajko varði vítaspyrnu Turudija gáfust þeir upp. KA-menn hefðu vel getað bætt við fleiri mörkum á síðustu mínútum leiksins og hefðu líklega gert það ef hinn sjóðheiti Elfar Árni hefði ekki verið tekinn af velli eftir að hann fullkomnaði þrennu sína.Hvað næst? Liðin fara misánægð inn í landsleikjahlé. KA-menn búnir að spila fimm leiki í röð án þess að tapa leik og vinna síðustu tvo. KA-menn þurfa ekki að hafa áhyggjur af veru sinni meðal þeirra bestu og geta frekar horft fram á að keppa um Evrópusæti í lokaumferðunum. Á sama tíma þurfa Ólafsvíkingar að nýta hléið vel en þeir eru í bullandi fallbaráttu. Fyrsti leikur Ólafsvíkinga eftir hlé er gegn Fjölni og hann gæti haft mikið að segja í fallbaráttunni.Túfa: Rajko er einn besti markvörður deildarinnar Srdjan Tufegdzic, þjálfari KA, var að vonum sigurreifur eftir að hafa séð sína menn rúlla yfir Ólafsvíkinga. „Mjög ánægður með að skora svona mikið af mörkum í svona mikilvægum leik. Strákarnir gerðu nákvæmlega það sem lagt var upp með og ég er mjög ánægður með þá. Við viljum gefa stuðningsmönnunum okkar fleiri svona leiki á heimavelli og ætlum að halda áfram að gera það,” sagði Túfa. KA marði sigur á tíu ReykjavíkurVíkingum í síðustu umferð og voru þá gagnrýndir talsvert fyrir frammistöðu sína. Túfa segir mikinn mun hafa verið á frammistöðu sinna manna en gefur lítið fyrir gagnrýnina. „Það var mikill munur á spilamennskunni í dag og þá. Ég hlusta samt ekki mikið á svona gagnrýni. Fyrir mér er enginn sigur ljótur eins og menn vildu meina. Ég virði öll stig og alla sigra.” KA-menn eru nú komnir í 5.sæti eftir að hafa verið að daðra við fallbaráttuna fyrir tveimur umferðum síðan. Túfa tekur hlutunum af stóískró ró og vill ekki gefa út yfirlýsingar um Evrópusæti. „Deildin spilast þannig að það eru allir í Evrópubaráttu og allir í fallbaráttu. Ég hef aldrei horft á fallbaráttuna og horfi bara fram á við. Markmiðið okkar fyrir sumarið var að ná stöðugleika í efstu deild og við erum bara að vinna að því. Við ætlum bara að reyna að ná góðum árangri. Hvort það verður Evrópusæti eða ekki er ekki eitthvað sem við erum að spá í núna,” Elfar Árni skoraði þrennu og gladdi það þjálfarann sem hrósaði einnig markverði sínum í hástert. „Elfar er alvöru senter og ég veit hvað hann hefur mikinn vilja til að skora mörk. Ég er mjög ánægður með hann. Honum líður vel þegar hann skorar mörk. Ég verð líka að minnast á Rajko sem ver víti á mjög mikilvægum tímapunkti og sýnir það enn og aftur að hann er einn besti markvörður deildarinnar.Ejub: Eigum ekki fleiri leikmenn Ejub Purisevic, þjálfari Ólafsvíkinga, var vonsvikinn í leikslok og nefndi vítaklúðrið sem vendipunkt leiksins. „Það er mjög slæmt að tapa svona. Þeir skora úr sinni fyrstu sókn og það var erfitt að spila eftir það. Við reyndum samt áfram en fáum aftur á okkur mark. Í hálfleik breyttum við aðeins og fengum gott færi til að komast inn í leikinn en klúðrum því og þá var bara brekka,” segir Ejub. Guðmundur Steinn þurfti að yfirgefa völlinn strax í upphafi vegna meiðsla og þá þurfti Aleix Egea að gera slíkt hið sama undir lokin. „Við erum búnir að vera í erfiðleikum með meiðsli og fleira í allt sumar. Ég reyni kannski að endurskipuleggja ef það er hægt og reyna að fá stig í næsta leik. Ég hef áhyggjur af stöðunni þangað til við fáum 22 eða 23 stig. Ef við náum því ekki getum við fallið en ég ætla bara að skoða stöðuna í lok móts. Ég hef trú á að við getum haldið okkur uppi.” Athygli vakti að Ejub var aðeins með fimm varamenn í dag og ástæðan fyrir því er einföld. „Við erum bara ekki með fleiri leikmenn en þetta. Það eru einhverjir meiddir og einhverjir í banni og svona er þetta bara,” sagði Ejub að lokum.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti