Fyrri æfingin
Felipe Massa fór vítt í beygju sjö á brautinni og Williams bíllinn hafnaði á dekkjavegg þegar skammt var liðið á æfinguna. Valtteri Bottas á Mercedss gerðist sekur um mistök þegar hann var að víkja fyrir McLaren bíl og færði sig ögn of vel úr vegi. Hann fór útaf og lenti létt á varnarvegg.
Raikkonen var fljótastur, Hamilton ananr og Sebastian Vettel á Ferrari þriðji. Þar, nokkuð á eftir komu svo Red Bull ökumennirnir Max Verstappen og Daniel Ricciardo. Valtteri Bottas varð svo sjötti og sá síðasti sem var inna við sekúndu á eftir Raikkonen.

Mercedes, Ferrari og Red Bull voru í sérflokki í dag. Því á seinni æfingunni voru sömu sex ökumenn einnig efstir þó munurinn á milli væri ögn meiri.
Hamilton var fljótastur á undan Raikkonen og Bottas. Þar á eftir var Verstappen og svo Vettel. Þeir voru innan við hálfri sekúndu á eftir Hamilton. Ricciardo á Red Bull var sjötti, þó 1,3 sekúndum á eftir Hamilton.
Massa tók ekki þátt í æfingunni vegna þess að skipta þurfti um grind í bílnum hans eftir áreksturinn við varnarvegginn snemma á fyrri æfingunni.
Mikil rigning undir lok æfingarinnar setti strik í reikninginn og stytti æfingatíma ökumanna talsvert.
Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 11:50 á Stöð 2 Sport 2 á morgun. Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 11:30 á sunnudag, auðvitað á Stöð 2 Sport 2.
Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gangvirku brautarkorti.