Þeir máttu vera 154 pund og Conor var 153 eða rúm 69 kíló. Það var aftur á móti enginn niðurskurður hjá Mayweather sem var 149,5 pund eða tæp 68 kíló.
Hann sagðist ætla að berjast í kringum 150 pundin og stendur líklega við það. Conor mun aftur á móti þyngjast næsta sólarhringinn og býst við því að vera 170 pund. Það verður því rúmlega níu kílóa munur á þeim í hringnum á morgun sem er mjög mikið.
Viðburðurinn var skemmtilegur og Conor í sérstaklega miklu stuði.
Vigtunina má sjá hér að neðan.
Bardagi Conors og Mayweather fer fram annað kvöld og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is.