Sænski diplómatinn Anders Kompass, sem vakti heimsathygli þegar hann lét vita af því að friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna hefðu gerst sekir um kynferðislegt ofbeldi í Mið-Afríkulýðveldinu, verður ekki sendiherra í Gvatemala. Sænska ríkisútvarpið segir dagblaðið ElPeriodico greina frá því að forseti Gvatemala, Jimmy Morales, hafi ekki samþykkt Kompass.
Fullyrt er að Svíinn sé peð í miklu valdatafli sem snúist um að forsetinn vilji burt leiðtoga samtakanna CICIG sem tengjast Sameinuðu þjóðunum en þau hafa átt mikinn þátt í að afhjúpa viðamikil spillingarmál sem fyrrverandi forseti Gvatemala, Otto Perez Molina, tengist. Sænsk stjórnvöld eru einn helsti styrktaraðili CICIG.
Diplómat peð í valdatafli
Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
