Arpaio þakkaði Trump fyrir náðunina á Twitter og sagði að úrskurður dómstólsins hefði verið pólitískar nornaveiðar starfsmanna Obama sem störfuðu enn í dómsmálaráðuneytinu. Þá sagði hann einnig að hann hlakkaði til að „gera Bandaríkin aftur frábær.“
Neitaði fyrrum lögreglustjórinn að gefa það upp hvort hann myndi sækjast eftir að gegna embættinu á næsta kjörtímabili.
Trump hefur ítrekað hrósað Arpaio fyrir störf sín og stefnu hans í innflytjendamálum. Í yfirlýsingu frá Trump þar sem hann tilkynnti náðunina, sagði hann að „Arpaio hafi verndað almenning gegn plágu glæpa og ólöglegra innflytjenda.“
Ákvörðunin hefur verið fordæmd af fjölmörgum þingmönnum demókrata og baráttuhópum sem berjast fyrir borgaralegu réttlæti. Greg Stanton, borgarstjóri Phoenix, kallaði náðunina „löðrung fyrir Suður-ameríka samfélagið í Bandaríkjunum.“
Arpaio hefði getað hlotið sex mánaða fangelsisvist en dæma átti í málinu í október.
Thank you @realdonaldtrump for seeing my conviction for what it is: a political witch hunt by holdovers in the Obama justice department!
— Joe Arpaio (@RealSheriffJoe) August 26, 2017