Boxreynsla Conor McGregor Pétur Marinó Jónsson skrifar 26. ágúst 2017 14:15 Conor var ákáfur í vigtuninni í gær. Vísir/Getty Stærsti bardagaviðburður ársins fer fram í nótt þegar Conor McGregor mætir Floyd Mayweather. Þetta verður hans fyrsti atvinnubardagi í boxi en hér förum við aðeins yfir boxreynslu Írans kjaftfora. Conor McGregor er ríkjandi léttvigtarmeistari UFC og einn besti bardagamaður heims. Hann hefur keppt á stærsta sviði heims í MMA og er ein stærsta íþróttastjarna veraldar um þessar mundir. Áður en hann fór í MMA tók hann sín fyrstu skref í boxinu. Hann var bara 11 ára gamall þegar hann steig fyrst fæti í Crumlin Boxing Club í Dublin – sami klúbbur og leikarinn Daniel Day Lewis æfði í er hann undirbjó sig fyrir hlutverk sitt í myndinni The Boxer. Eftir að hafa fengið samþykki foreldranna til að æfa kolféll Conor fyrir íþróttinni. Það var ekkert öðruvísi eða sérstak við hann í fyrstu. Hann var þó mjög duglegur, alltaf til að læra og alltaf til í að æfa meira - nokkuð sem einkennir hann enn þann dag í dag. Conor æfði box til 17 ára aldurs og var m.a. Írlandsmeistari unglinga. Eitt árið tók hann 50 áhugamannabardaga (vann þá alla) og barðist nánast hverja einustu helgi. Conor fann samt að það vantaði eitthvað. Hvað ætlaði hann að gera ef einhver myndi ráðast á sig og hann myndi enda í jörðinni? Hvernig ætlaði hann að verjast spörkum? Hann var stöðugt að hugsa um aðstæður sem gætu átt sér stað á götunni. Hans fyrstu skref sem alhliða bardagalistamaður voru með Tom Egan í bílskúrnum hins síðarnefnda. Tom Egan æfði brasilískt jiu-jitsu og kenndi Conor smá glímu á meðan Conor kenndi honum smá box. Þeir vissu þó báðir að til að gera þetta almennilega þyrftu þeir að æfa hjá guðföðurnum á Írlandi, John Kavanagh. Á fyrstu æfingunni æfðu þeir með Owen Roddy. Conor var ekki lengi að hitta Roddy með sinni beinu vinstri. Roddy tók hann þó á endanum niður og kláraði með uppgjafartaki auðveldlega. Það var ekki aftur snúið hjá Conor eftir þetta og fangaði MMA hug hans og hjarta. Tom Egan varð síðar fyrsti Írinn til að keppa í UFC og Conor auðvitað sá fyrsti í UFC til að vera meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma. Nú ætlar hann að snúa sér að boxheiminum og mæta Floyd Mayweather með þá Owen Roddy og John Kavanagh í horninu sínu. Alvöru frumraunConor hefur undirbúið sig vel fyrir sinn fyrsta atvinnubardaga í boxi.Vísir/GettyÞetta verður engin smá frumraun fyrir Conor á atvinnuferlinum í boxi, gegn sjálfum Floyd Mayweather og stjarnfræðilegar upphæðir í boði. Aldrei hefur bardagamaður fengið jafn mikið borgað fyrir sinn fyrsta boxbardaga. Í huga Conor er þetta ekki hans fyrsti atvinnubardagi í boxi. Í æfingabúðunum hefur hann tekið nokkurs konar 12 lotu æfingabardaga með dómara í hringnum. Það er nokkuð óvenjulegt að taka 12 lotur gegn sama æfingafélaganum og sömuleiðis óvenjulegt að hafa alvöru dómara á æfingu. Þetta hefur hann gert til að safna reynslu fyrir kvöldið stóra.Joe Cortez hefur starfað sem dómari á þessum æfingum hjá Conor til að sjá til þess að Conor fari eftir reglunum þegar á hólminn er komið. Floyd telur að Conor muni berjast óheiðarlega í kvöld en Cortez er þekktur fyrir að vera nokkuð strangur dómari og ætti Conor því að vera vanur því að fara eftir settum reglum. Áhorfendur þurfa þó ekki að hafa áhyggjur af því að Conor taki óvart spark í Floyd eða noti óvart einhverja tækni úr MMA. Conor veit nákvæmlega hvað hann ætlar að gera gegn Floyd og er ekki að fara að gleyma sér í hita leiksins og sparka í Floyd. Hann er vanur því að taka bara boxlotur og getur staðist freistinguna að sparka í andlit Floyd Mayweather. Auk þess myndi Conor fá gríðarlega háa sekt ef hann myndi t.d. óvart sparka í Floyd en slíkt kemur fram í bardagasamningnum þeirra á milli. Þó Conor hafi farið margar 12 lotur á æfingum er það ekki það sama og að fara 12 lotur gegn bestu boxurum heims eins og Floyd hefur gert. Floyd hefur farið allar 12 loturnar 19 sinnum. Hann veit því nákvæmlega hvenær hann getur hvílt sig og hvenær hann þarf að keyra upp hraðann. Það gæti reynst dýrmæt reynsla. Floyd ábyrgist að hann muni rota Conor McGregor en Floyd hefur ekki rotað neinn síðan hann rotaði Victor Ortiz árið 2011 og var það afar umdeilt. Flestir spá því að Floyd fari með sigur af hólmi eftir dómaraákvörðun en spurningin er hvort Conor geti farið allar 12 loturnar gegn Floyd. Við höfum ekki séð Conor verða fyrir barðinu á mörgum skrokkhöggum í UFC. Skrokkhögg taka loftið úr bardagamönnum, andardrátturinn verður erfiðari og vega skrokkhögg sérstaklega mikið þegar bardagar dragast á langinn. Við vitum því ekki hvernig Conor mun bregðast við ef Floyd mun ítrekað kýla í skrokkinn. Ef Floyd gerir það getur hann þreytt Conor hratt og tæmt orkuna hans. Þreyttur maður á erfitt með að rota. Það er eiginlega ennþá ótrúlegt að Conor McGregor sé að fara keppa við Floyd Mayweather í boxi í kvöld. Fyrst þegar talað var um bardagann virtist þetta bara vera bull í fjölmiðlum og taktík hjá Floyd Mayweather að halda nafninu sínu í fjölmiðlum. Nú er þessi bardagi að bresta á í kvöld og velta margir því fyrir sér hvort Conor McGregor eigi séns gegn Floyd Mayweather. Allir hafa allir skoðun á bardaganum og allir vilja horfa á bardagann. Bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í nótt en bein útsending hefst kl 0:40. MMA Tengdar fréttir Conor: Getið sagt Floyd að grjóthalda kjafti Floyd Mayweather hefur áhyggjur af því að Conor McGregor verði ekki í réttri þyngd er kapparnir stíga á vigtina á föstudag. 23. ágúst 2017 22:00 Gunnar: Conor klárar Mayweather með rothöggi Gunnar Nelson telur að Conor McGregor sé bardagamaður sem henti Floyd Mayweather illa. Hann óttast ekki að illa fari fyrir sínum manni þó að Írinn muni þurfa að fara í tólf lotu bardaga gegn einum besta hnefaleikakappa sögunnar. 25. ágúst 2017 06:00 Búrið: Floyd plataði alla Bardagi þeirra Conor McGregor og Floyd Mayweather er í brennidepli í Búrinu sem er á dagskrá Stöðvar 2 Sport klukkan 21.00 í kvöld. 24. ágúst 2017 18:30 Mayweather: Lofaði börnunum að þetta yrði minn síðasti bardagi Conor McGregor tókst að fá Floyd Mayweather til þess að draga hanskana úr hillunni en það mun engum takast að gera það aftur. 18. ágúst 2017 17:30 Floyd við Conor: Þú ert grínisti Nýjasti þátturinn af Embedded stendur undir væntingum. 25. ágúst 2017 09:00 Gunnar: Mayweather hefur aldrei mætt svona manni áður Það er aðeins rúmur sólarhringur í bardaga aldarinnar á milli Floyd Mayweather og Conor McGregor. Gunnar Nelson hefur verið vinur Conors lengi og hann getur ekki beðið eftir bardaganum. 25. ágúst 2017 19:05 Sjáðu bardagann geggjaða sem kom Conor í UFC Á gamlársdegi árið 2012 varð ungur Íri að nafni Conor McGregor fyrstur til þess að vera handhafi tveggja belti hjá Cage Warriors bardagasambandinu. 21. ágúst 2017 16:59 Stjörnurnar fjölmenna á bardaga Conors og Mayweather Stærsti bardagi aldarinnar er á laugardag og þeir sem vilja vera menn með mönnum verða að mæta. Það verður líka enginn skortur á stórstjörnum. 22. ágúst 2017 23:00 Conor gerði allt vitlaust í Las Vegas Stuðningsmenn tóku Íranum opnum örmum í Las Vegas í nótt. 23. ágúst 2017 07:30 Það eru allir að veðja á sigur hjá Conor Veðbankar í Bandaríkjunum muna ekki annan eins viðsnúning í veðmálum eins og á bardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather. 22. ágúst 2017 21:30 Haraldur: Conor skuldar mér samloku Conor McGregor var svo illa staddur fjárhagslega fyrir nokkrum árum síðan að hann svaf frítt hjá Nelson-feðgum og sló lán fyrir samlokum. Hann verður milljarðamæringur eftir helgina. 24. ágúst 2017 22:45 Embedded: Mayweather lipur á hjólaskautum Annar þátturinn er kominn af Embedded, þar sem hitað er upp fyrir bardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather. 23. ágúst 2017 11:00 Mayweather: Conor er mjög óheiðarlegur boxari Floyd Mayweather er ekki beint að springa úr hrifningu yfir því sem hann hefur séð af hnefaleikakappanum Conor McGregor. 18. ágúst 2017 23:15 Sjáðu vigtunina hjá Conor og Mayweather Það var stórkostleg stemning í Las Vegas í kvöld er Conor McGregor og Floyd Mayweather stigu á vigtina í kvöld. 25. ágúst 2017 23:00 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Sjá meira
Stærsti bardagaviðburður ársins fer fram í nótt þegar Conor McGregor mætir Floyd Mayweather. Þetta verður hans fyrsti atvinnubardagi í boxi en hér förum við aðeins yfir boxreynslu Írans kjaftfora. Conor McGregor er ríkjandi léttvigtarmeistari UFC og einn besti bardagamaður heims. Hann hefur keppt á stærsta sviði heims í MMA og er ein stærsta íþróttastjarna veraldar um þessar mundir. Áður en hann fór í MMA tók hann sín fyrstu skref í boxinu. Hann var bara 11 ára gamall þegar hann steig fyrst fæti í Crumlin Boxing Club í Dublin – sami klúbbur og leikarinn Daniel Day Lewis æfði í er hann undirbjó sig fyrir hlutverk sitt í myndinni The Boxer. Eftir að hafa fengið samþykki foreldranna til að æfa kolféll Conor fyrir íþróttinni. Það var ekkert öðruvísi eða sérstak við hann í fyrstu. Hann var þó mjög duglegur, alltaf til að læra og alltaf til í að æfa meira - nokkuð sem einkennir hann enn þann dag í dag. Conor æfði box til 17 ára aldurs og var m.a. Írlandsmeistari unglinga. Eitt árið tók hann 50 áhugamannabardaga (vann þá alla) og barðist nánast hverja einustu helgi. Conor fann samt að það vantaði eitthvað. Hvað ætlaði hann að gera ef einhver myndi ráðast á sig og hann myndi enda í jörðinni? Hvernig ætlaði hann að verjast spörkum? Hann var stöðugt að hugsa um aðstæður sem gætu átt sér stað á götunni. Hans fyrstu skref sem alhliða bardagalistamaður voru með Tom Egan í bílskúrnum hins síðarnefnda. Tom Egan æfði brasilískt jiu-jitsu og kenndi Conor smá glímu á meðan Conor kenndi honum smá box. Þeir vissu þó báðir að til að gera þetta almennilega þyrftu þeir að æfa hjá guðföðurnum á Írlandi, John Kavanagh. Á fyrstu æfingunni æfðu þeir með Owen Roddy. Conor var ekki lengi að hitta Roddy með sinni beinu vinstri. Roddy tók hann þó á endanum niður og kláraði með uppgjafartaki auðveldlega. Það var ekki aftur snúið hjá Conor eftir þetta og fangaði MMA hug hans og hjarta. Tom Egan varð síðar fyrsti Írinn til að keppa í UFC og Conor auðvitað sá fyrsti í UFC til að vera meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma. Nú ætlar hann að snúa sér að boxheiminum og mæta Floyd Mayweather með þá Owen Roddy og John Kavanagh í horninu sínu. Alvöru frumraunConor hefur undirbúið sig vel fyrir sinn fyrsta atvinnubardaga í boxi.Vísir/GettyÞetta verður engin smá frumraun fyrir Conor á atvinnuferlinum í boxi, gegn sjálfum Floyd Mayweather og stjarnfræðilegar upphæðir í boði. Aldrei hefur bardagamaður fengið jafn mikið borgað fyrir sinn fyrsta boxbardaga. Í huga Conor er þetta ekki hans fyrsti atvinnubardagi í boxi. Í æfingabúðunum hefur hann tekið nokkurs konar 12 lotu æfingabardaga með dómara í hringnum. Það er nokkuð óvenjulegt að taka 12 lotur gegn sama æfingafélaganum og sömuleiðis óvenjulegt að hafa alvöru dómara á æfingu. Þetta hefur hann gert til að safna reynslu fyrir kvöldið stóra.Joe Cortez hefur starfað sem dómari á þessum æfingum hjá Conor til að sjá til þess að Conor fari eftir reglunum þegar á hólminn er komið. Floyd telur að Conor muni berjast óheiðarlega í kvöld en Cortez er þekktur fyrir að vera nokkuð strangur dómari og ætti Conor því að vera vanur því að fara eftir settum reglum. Áhorfendur þurfa þó ekki að hafa áhyggjur af því að Conor taki óvart spark í Floyd eða noti óvart einhverja tækni úr MMA. Conor veit nákvæmlega hvað hann ætlar að gera gegn Floyd og er ekki að fara að gleyma sér í hita leiksins og sparka í Floyd. Hann er vanur því að taka bara boxlotur og getur staðist freistinguna að sparka í andlit Floyd Mayweather. Auk þess myndi Conor fá gríðarlega háa sekt ef hann myndi t.d. óvart sparka í Floyd en slíkt kemur fram í bardagasamningnum þeirra á milli. Þó Conor hafi farið margar 12 lotur á æfingum er það ekki það sama og að fara 12 lotur gegn bestu boxurum heims eins og Floyd hefur gert. Floyd hefur farið allar 12 loturnar 19 sinnum. Hann veit því nákvæmlega hvenær hann getur hvílt sig og hvenær hann þarf að keyra upp hraðann. Það gæti reynst dýrmæt reynsla. Floyd ábyrgist að hann muni rota Conor McGregor en Floyd hefur ekki rotað neinn síðan hann rotaði Victor Ortiz árið 2011 og var það afar umdeilt. Flestir spá því að Floyd fari með sigur af hólmi eftir dómaraákvörðun en spurningin er hvort Conor geti farið allar 12 loturnar gegn Floyd. Við höfum ekki séð Conor verða fyrir barðinu á mörgum skrokkhöggum í UFC. Skrokkhögg taka loftið úr bardagamönnum, andardrátturinn verður erfiðari og vega skrokkhögg sérstaklega mikið þegar bardagar dragast á langinn. Við vitum því ekki hvernig Conor mun bregðast við ef Floyd mun ítrekað kýla í skrokkinn. Ef Floyd gerir það getur hann þreytt Conor hratt og tæmt orkuna hans. Þreyttur maður á erfitt með að rota. Það er eiginlega ennþá ótrúlegt að Conor McGregor sé að fara keppa við Floyd Mayweather í boxi í kvöld. Fyrst þegar talað var um bardagann virtist þetta bara vera bull í fjölmiðlum og taktík hjá Floyd Mayweather að halda nafninu sínu í fjölmiðlum. Nú er þessi bardagi að bresta á í kvöld og velta margir því fyrir sér hvort Conor McGregor eigi séns gegn Floyd Mayweather. Allir hafa allir skoðun á bardaganum og allir vilja horfa á bardagann. Bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í nótt en bein útsending hefst kl 0:40.
MMA Tengdar fréttir Conor: Getið sagt Floyd að grjóthalda kjafti Floyd Mayweather hefur áhyggjur af því að Conor McGregor verði ekki í réttri þyngd er kapparnir stíga á vigtina á föstudag. 23. ágúst 2017 22:00 Gunnar: Conor klárar Mayweather með rothöggi Gunnar Nelson telur að Conor McGregor sé bardagamaður sem henti Floyd Mayweather illa. Hann óttast ekki að illa fari fyrir sínum manni þó að Írinn muni þurfa að fara í tólf lotu bardaga gegn einum besta hnefaleikakappa sögunnar. 25. ágúst 2017 06:00 Búrið: Floyd plataði alla Bardagi þeirra Conor McGregor og Floyd Mayweather er í brennidepli í Búrinu sem er á dagskrá Stöðvar 2 Sport klukkan 21.00 í kvöld. 24. ágúst 2017 18:30 Mayweather: Lofaði börnunum að þetta yrði minn síðasti bardagi Conor McGregor tókst að fá Floyd Mayweather til þess að draga hanskana úr hillunni en það mun engum takast að gera það aftur. 18. ágúst 2017 17:30 Floyd við Conor: Þú ert grínisti Nýjasti þátturinn af Embedded stendur undir væntingum. 25. ágúst 2017 09:00 Gunnar: Mayweather hefur aldrei mætt svona manni áður Það er aðeins rúmur sólarhringur í bardaga aldarinnar á milli Floyd Mayweather og Conor McGregor. Gunnar Nelson hefur verið vinur Conors lengi og hann getur ekki beðið eftir bardaganum. 25. ágúst 2017 19:05 Sjáðu bardagann geggjaða sem kom Conor í UFC Á gamlársdegi árið 2012 varð ungur Íri að nafni Conor McGregor fyrstur til þess að vera handhafi tveggja belti hjá Cage Warriors bardagasambandinu. 21. ágúst 2017 16:59 Stjörnurnar fjölmenna á bardaga Conors og Mayweather Stærsti bardagi aldarinnar er á laugardag og þeir sem vilja vera menn með mönnum verða að mæta. Það verður líka enginn skortur á stórstjörnum. 22. ágúst 2017 23:00 Conor gerði allt vitlaust í Las Vegas Stuðningsmenn tóku Íranum opnum örmum í Las Vegas í nótt. 23. ágúst 2017 07:30 Það eru allir að veðja á sigur hjá Conor Veðbankar í Bandaríkjunum muna ekki annan eins viðsnúning í veðmálum eins og á bardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather. 22. ágúst 2017 21:30 Haraldur: Conor skuldar mér samloku Conor McGregor var svo illa staddur fjárhagslega fyrir nokkrum árum síðan að hann svaf frítt hjá Nelson-feðgum og sló lán fyrir samlokum. Hann verður milljarðamæringur eftir helgina. 24. ágúst 2017 22:45 Embedded: Mayweather lipur á hjólaskautum Annar þátturinn er kominn af Embedded, þar sem hitað er upp fyrir bardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather. 23. ágúst 2017 11:00 Mayweather: Conor er mjög óheiðarlegur boxari Floyd Mayweather er ekki beint að springa úr hrifningu yfir því sem hann hefur séð af hnefaleikakappanum Conor McGregor. 18. ágúst 2017 23:15 Sjáðu vigtunina hjá Conor og Mayweather Það var stórkostleg stemning í Las Vegas í kvöld er Conor McGregor og Floyd Mayweather stigu á vigtina í kvöld. 25. ágúst 2017 23:00 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Sjá meira
Conor: Getið sagt Floyd að grjóthalda kjafti Floyd Mayweather hefur áhyggjur af því að Conor McGregor verði ekki í réttri þyngd er kapparnir stíga á vigtina á föstudag. 23. ágúst 2017 22:00
Gunnar: Conor klárar Mayweather með rothöggi Gunnar Nelson telur að Conor McGregor sé bardagamaður sem henti Floyd Mayweather illa. Hann óttast ekki að illa fari fyrir sínum manni þó að Írinn muni þurfa að fara í tólf lotu bardaga gegn einum besta hnefaleikakappa sögunnar. 25. ágúst 2017 06:00
Búrið: Floyd plataði alla Bardagi þeirra Conor McGregor og Floyd Mayweather er í brennidepli í Búrinu sem er á dagskrá Stöðvar 2 Sport klukkan 21.00 í kvöld. 24. ágúst 2017 18:30
Mayweather: Lofaði börnunum að þetta yrði minn síðasti bardagi Conor McGregor tókst að fá Floyd Mayweather til þess að draga hanskana úr hillunni en það mun engum takast að gera það aftur. 18. ágúst 2017 17:30
Floyd við Conor: Þú ert grínisti Nýjasti þátturinn af Embedded stendur undir væntingum. 25. ágúst 2017 09:00
Gunnar: Mayweather hefur aldrei mætt svona manni áður Það er aðeins rúmur sólarhringur í bardaga aldarinnar á milli Floyd Mayweather og Conor McGregor. Gunnar Nelson hefur verið vinur Conors lengi og hann getur ekki beðið eftir bardaganum. 25. ágúst 2017 19:05
Sjáðu bardagann geggjaða sem kom Conor í UFC Á gamlársdegi árið 2012 varð ungur Íri að nafni Conor McGregor fyrstur til þess að vera handhafi tveggja belti hjá Cage Warriors bardagasambandinu. 21. ágúst 2017 16:59
Stjörnurnar fjölmenna á bardaga Conors og Mayweather Stærsti bardagi aldarinnar er á laugardag og þeir sem vilja vera menn með mönnum verða að mæta. Það verður líka enginn skortur á stórstjörnum. 22. ágúst 2017 23:00
Conor gerði allt vitlaust í Las Vegas Stuðningsmenn tóku Íranum opnum örmum í Las Vegas í nótt. 23. ágúst 2017 07:30
Það eru allir að veðja á sigur hjá Conor Veðbankar í Bandaríkjunum muna ekki annan eins viðsnúning í veðmálum eins og á bardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather. 22. ágúst 2017 21:30
Haraldur: Conor skuldar mér samloku Conor McGregor var svo illa staddur fjárhagslega fyrir nokkrum árum síðan að hann svaf frítt hjá Nelson-feðgum og sló lán fyrir samlokum. Hann verður milljarðamæringur eftir helgina. 24. ágúst 2017 22:45
Embedded: Mayweather lipur á hjólaskautum Annar þátturinn er kominn af Embedded, þar sem hitað er upp fyrir bardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather. 23. ágúst 2017 11:00
Mayweather: Conor er mjög óheiðarlegur boxari Floyd Mayweather er ekki beint að springa úr hrifningu yfir því sem hann hefur séð af hnefaleikakappanum Conor McGregor. 18. ágúst 2017 23:15
Sjáðu vigtunina hjá Conor og Mayweather Það var stórkostleg stemning í Las Vegas í kvöld er Conor McGregor og Floyd Mayweather stigu á vigtina í kvöld. 25. ágúst 2017 23:00