Floyd Mayweather sigraði Conor í 10. lotu Pétur Marinó Jónsson skrifar 27. ágúst 2017 05:53 Vísir/Getty Risa boxbardagi Floyd Mayweather og Conor McGregor olli ekki vonbrigðum. Bardaginn var skemmtilegur en Mayweather stóð uppi sem sigurvegari. Conor McGregor byrjaði vel en þetta var hans fyrsti atvinnubardagi í hnefaleikum. Conor vann fyrstu þrjár loturnar á meðan Floyd Mayweather gerði lítið. Floyd beið hins vegar bara átekta og sótti í sig veðrið þegar á leið bardagann. Conor þreyttist og þreyttist við hverja lotu sem leið og gaf Floyd honum engan tíma til að ná andanum. Í 8. og 9. lotu virtist þetta bara vera tímaspursmál hvenær Floyd myndi rota Conor. Conor stóð öll högg Floyd af sér en var ekkert að ógna og virtist bara vera að lifa af enda orðinn örþreyttur. Eftir rúma mínútu í 10. lotu hafði dómarinn séð nóg og stöðvaði bardagann. Floyd Mayweather nældi sér í sinn 50. sigur á ferlinum og hans 27. sigur eftir rothögg. Báðir hrósuðu hvor öðrum eftir bardagann en Floyd sagði að Conor hefði verið mun betri en hann bjóst við. Floyd Mayweather lofaði því að hann væri endanlega hættur og mun ekki snúa aftur í hringinn. Óvíst er hver næstu skref hjá Conor McGregor munu verða en ljóst að hann getur borið höfuðið nokkuð hátt eftir bardagann. Margir boxsérfræðingar höfðu spáð því að Conor yrði gerður að aðhlátursefni í hringnum með Floyd en svo var svo sannarlega ekki. MMA Tengdar fréttir Gunnar: Conor klárar Mayweather með rothöggi Gunnar Nelson telur að Conor McGregor sé bardagamaður sem henti Floyd Mayweather illa. Hann óttast ekki að illa fari fyrir sínum manni þó að Írinn muni þurfa að fara í tólf lotu bardaga gegn einum besta hnefaleikakappa sögunnar. 25. ágúst 2017 06:00 Búrið: Floyd plataði alla Bardagi þeirra Conor McGregor og Floyd Mayweather er í brennidepli í Búrinu sem er á dagskrá Stöðvar 2 Sport klukkan 21.00 í kvöld. 24. ágúst 2017 18:30 Khan: Þetta gæti orðið síðasti bardagi McGregor Breski boxarinn Amir Khan segir að bardagi Conor McGregor og Floyd Mayweather gæti orðið sá síðasti fyrir Írann. 26. ágúst 2017 22:00 Boxreynsla Conor McGregor Stærsti bardagaviðburður ársins fer fram í nótt þegar Conor McGregor mætir Floyd Mayweather. Þetta verður hans fyrsti atvinnubardagi í boxi en hér förum við aðeins yfir boxreynslu Írans kjaftfora. 26. ágúst 2017 14:15 Gunnar: Mayweather hefur aldrei mætt svona manni áður Það er aðeins rúmur sólarhringur í bardaga aldarinnar á milli Floyd Mayweather og Conor McGregor. Gunnar Nelson hefur verið vinur Conors lengi og hann getur ekki beðið eftir bardaganum. 25. ágúst 2017 19:05 Það eru allir að veðja á sigur hjá Conor Veðbankar í Bandaríkjunum muna ekki annan eins viðsnúning í veðmálum eins og á bardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather. 22. ágúst 2017 21:30 Sjáðu síðasta blaðamannafund Conors og Mayweather Conor McGregor og Floyd Mayweather voru merkilega kurteisir í kvöld á síðasta blaðamannafundi þeirra fyrir stóra bardagann. Báðir mættu í jakkafötum með sólgleraugu. 23. ágúst 2017 21:15 Haraldur: Conor skuldar mér samloku Conor McGregor var svo illa staddur fjárhagslega fyrir nokkrum árum síðan að hann svaf frítt hjá Nelson-feðgum og sló lán fyrir samlokum. Hann verður milljarðamæringur eftir helgina. 24. ágúst 2017 22:45 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Fleiri fréttir Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Sjá meira
Risa boxbardagi Floyd Mayweather og Conor McGregor olli ekki vonbrigðum. Bardaginn var skemmtilegur en Mayweather stóð uppi sem sigurvegari. Conor McGregor byrjaði vel en þetta var hans fyrsti atvinnubardagi í hnefaleikum. Conor vann fyrstu þrjár loturnar á meðan Floyd Mayweather gerði lítið. Floyd beið hins vegar bara átekta og sótti í sig veðrið þegar á leið bardagann. Conor þreyttist og þreyttist við hverja lotu sem leið og gaf Floyd honum engan tíma til að ná andanum. Í 8. og 9. lotu virtist þetta bara vera tímaspursmál hvenær Floyd myndi rota Conor. Conor stóð öll högg Floyd af sér en var ekkert að ógna og virtist bara vera að lifa af enda orðinn örþreyttur. Eftir rúma mínútu í 10. lotu hafði dómarinn séð nóg og stöðvaði bardagann. Floyd Mayweather nældi sér í sinn 50. sigur á ferlinum og hans 27. sigur eftir rothögg. Báðir hrósuðu hvor öðrum eftir bardagann en Floyd sagði að Conor hefði verið mun betri en hann bjóst við. Floyd Mayweather lofaði því að hann væri endanlega hættur og mun ekki snúa aftur í hringinn. Óvíst er hver næstu skref hjá Conor McGregor munu verða en ljóst að hann getur borið höfuðið nokkuð hátt eftir bardagann. Margir boxsérfræðingar höfðu spáð því að Conor yrði gerður að aðhlátursefni í hringnum með Floyd en svo var svo sannarlega ekki.
MMA Tengdar fréttir Gunnar: Conor klárar Mayweather með rothöggi Gunnar Nelson telur að Conor McGregor sé bardagamaður sem henti Floyd Mayweather illa. Hann óttast ekki að illa fari fyrir sínum manni þó að Írinn muni þurfa að fara í tólf lotu bardaga gegn einum besta hnefaleikakappa sögunnar. 25. ágúst 2017 06:00 Búrið: Floyd plataði alla Bardagi þeirra Conor McGregor og Floyd Mayweather er í brennidepli í Búrinu sem er á dagskrá Stöðvar 2 Sport klukkan 21.00 í kvöld. 24. ágúst 2017 18:30 Khan: Þetta gæti orðið síðasti bardagi McGregor Breski boxarinn Amir Khan segir að bardagi Conor McGregor og Floyd Mayweather gæti orðið sá síðasti fyrir Írann. 26. ágúst 2017 22:00 Boxreynsla Conor McGregor Stærsti bardagaviðburður ársins fer fram í nótt þegar Conor McGregor mætir Floyd Mayweather. Þetta verður hans fyrsti atvinnubardagi í boxi en hér förum við aðeins yfir boxreynslu Írans kjaftfora. 26. ágúst 2017 14:15 Gunnar: Mayweather hefur aldrei mætt svona manni áður Það er aðeins rúmur sólarhringur í bardaga aldarinnar á milli Floyd Mayweather og Conor McGregor. Gunnar Nelson hefur verið vinur Conors lengi og hann getur ekki beðið eftir bardaganum. 25. ágúst 2017 19:05 Það eru allir að veðja á sigur hjá Conor Veðbankar í Bandaríkjunum muna ekki annan eins viðsnúning í veðmálum eins og á bardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather. 22. ágúst 2017 21:30 Sjáðu síðasta blaðamannafund Conors og Mayweather Conor McGregor og Floyd Mayweather voru merkilega kurteisir í kvöld á síðasta blaðamannafundi þeirra fyrir stóra bardagann. Báðir mættu í jakkafötum með sólgleraugu. 23. ágúst 2017 21:15 Haraldur: Conor skuldar mér samloku Conor McGregor var svo illa staddur fjárhagslega fyrir nokkrum árum síðan að hann svaf frítt hjá Nelson-feðgum og sló lán fyrir samlokum. Hann verður milljarðamæringur eftir helgina. 24. ágúst 2017 22:45 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Fleiri fréttir Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Sjá meira
Gunnar: Conor klárar Mayweather með rothöggi Gunnar Nelson telur að Conor McGregor sé bardagamaður sem henti Floyd Mayweather illa. Hann óttast ekki að illa fari fyrir sínum manni þó að Írinn muni þurfa að fara í tólf lotu bardaga gegn einum besta hnefaleikakappa sögunnar. 25. ágúst 2017 06:00
Búrið: Floyd plataði alla Bardagi þeirra Conor McGregor og Floyd Mayweather er í brennidepli í Búrinu sem er á dagskrá Stöðvar 2 Sport klukkan 21.00 í kvöld. 24. ágúst 2017 18:30
Khan: Þetta gæti orðið síðasti bardagi McGregor Breski boxarinn Amir Khan segir að bardagi Conor McGregor og Floyd Mayweather gæti orðið sá síðasti fyrir Írann. 26. ágúst 2017 22:00
Boxreynsla Conor McGregor Stærsti bardagaviðburður ársins fer fram í nótt þegar Conor McGregor mætir Floyd Mayweather. Þetta verður hans fyrsti atvinnubardagi í boxi en hér förum við aðeins yfir boxreynslu Írans kjaftfora. 26. ágúst 2017 14:15
Gunnar: Mayweather hefur aldrei mætt svona manni áður Það er aðeins rúmur sólarhringur í bardaga aldarinnar á milli Floyd Mayweather og Conor McGregor. Gunnar Nelson hefur verið vinur Conors lengi og hann getur ekki beðið eftir bardaganum. 25. ágúst 2017 19:05
Það eru allir að veðja á sigur hjá Conor Veðbankar í Bandaríkjunum muna ekki annan eins viðsnúning í veðmálum eins og á bardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather. 22. ágúst 2017 21:30
Sjáðu síðasta blaðamannafund Conors og Mayweather Conor McGregor og Floyd Mayweather voru merkilega kurteisir í kvöld á síðasta blaðamannafundi þeirra fyrir stóra bardagann. Báðir mættu í jakkafötum með sólgleraugu. 23. ágúst 2017 21:15
Haraldur: Conor skuldar mér samloku Conor McGregor var svo illa staddur fjárhagslega fyrir nokkrum árum síðan að hann svaf frítt hjá Nelson-feðgum og sló lán fyrir samlokum. Hann verður milljarðamæringur eftir helgina. 24. ágúst 2017 22:45