Veitingar á Skálafelli og kláfur upp á topp Garðar Örn Úlfarsson skrifar 28. ágúst 2017 07:00 Það er víðsýnt af Skálafelli. Hér er litið til höfuðborgarinnar. Vísir/GVA Verkfræðistofan Mannvit fyrir hönd Þórdísar Jóhannesdóttur, eiganda jarðarinnar Stardals, skoðar nú möguleika á því að koma fyrir kláfi á Skálafelli og byggja veitingastað ofan á fjallinu. „Tilgangur með uppsetningu kláfs á Skálafelli er að gefa fólki tækifæri á að komast upp á tind fjallsins og njóta þess þar hversu víðsýnt er til allra átta,“ vitnar Skipulagsstofnun í erindi frá Mannviti vegna verkefnisins. Auk þess sem fólk geti notið útsýnisins opnist möguleikar á gönguleiðum sem ekki séu aðgengilegar öllum í dag. „Þá mun kláfurinn einnig gegna hlutverki skíðalyftu á vetrum þegar nægur snjór er í fjallinu en þannig fengjust talsvert lengri skíðabrekkur en svæðið býður upp á í dag. Á toppi Skálafells er gert ráð fyrir móttöku ferðamanna auk veitingstaðar, samtengt toppstöð kláfsins,“ segir Skipulagsstofnun í bréfi sem fylgir erindi Mannvits til Reykjavíkurborgar. Þar er greint er frá áformunum og hvernig þau horfa við stofnuninni í skipulagslegu tilliti. Miðað við umfangið þurfi verkefnið að fara í mat á umhverfisáhrifum. Nánar segir um framkvæmdina að kláfurinn eigi að fara um tveggja kílómetra leið frá bílastæði upp á topp fjallsins. Fyrir það þurfi tólf möstur auk endamastra. Í umfjöllun sinni bendir Skipulagstofnun á svo virðist sem misstök hafi orðið við gerð aðalskipulags Reykjavíkur þannig að skíðasvæðið í Skálafelli sé skilgreint sem óbyggt svæði. Þá virðist sem mannvirki á toppi Skálafells eigi að vera innan marka Kjósarhrepps en ekki Reykjavíkur. „Væntanlega færi best á því að vinna nýtt heildstætt deiliskipulag sem tæki til beggja sveitarfélaganna, sem kæmi í stað gildandi deiliskipulags fyrir svæðið,“ segir stofnunin. Erindi Mannvits fyrir hönd eiganda Stardals var tekið fyrir hjá skipulagsstjóra Reykjavíkur í annað sinn 22. ágúst síðastliðinn. Búast má við að það verði síðan tekið fyrir á næsta fundi umhverfis- og skipulagsráðs og að þá verði lögð fram umsögn frá verkefnisstjóra hjá borginni. Í erindi sínu gerir Haukur Einarsson hjá Mannviti sérstaklega að umtalsefni þau mistök sem Skipulagsstofnun segir að orðið hafi við aðalskipulagsgerðina. „Að mínu viti finnst mér vera íþyngjandi fyrir þá sem hyggja á uppsetningu kláfs að þurfa að breyta aðalskipulagi svæðisins vegna mistaka sem kunna að hafa verið gerð.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Kjósarhreppur Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira
Verkfræðistofan Mannvit fyrir hönd Þórdísar Jóhannesdóttur, eiganda jarðarinnar Stardals, skoðar nú möguleika á því að koma fyrir kláfi á Skálafelli og byggja veitingastað ofan á fjallinu. „Tilgangur með uppsetningu kláfs á Skálafelli er að gefa fólki tækifæri á að komast upp á tind fjallsins og njóta þess þar hversu víðsýnt er til allra átta,“ vitnar Skipulagsstofnun í erindi frá Mannviti vegna verkefnisins. Auk þess sem fólk geti notið útsýnisins opnist möguleikar á gönguleiðum sem ekki séu aðgengilegar öllum í dag. „Þá mun kláfurinn einnig gegna hlutverki skíðalyftu á vetrum þegar nægur snjór er í fjallinu en þannig fengjust talsvert lengri skíðabrekkur en svæðið býður upp á í dag. Á toppi Skálafells er gert ráð fyrir móttöku ferðamanna auk veitingstaðar, samtengt toppstöð kláfsins,“ segir Skipulagsstofnun í bréfi sem fylgir erindi Mannvits til Reykjavíkurborgar. Þar er greint er frá áformunum og hvernig þau horfa við stofnuninni í skipulagslegu tilliti. Miðað við umfangið þurfi verkefnið að fara í mat á umhverfisáhrifum. Nánar segir um framkvæmdina að kláfurinn eigi að fara um tveggja kílómetra leið frá bílastæði upp á topp fjallsins. Fyrir það þurfi tólf möstur auk endamastra. Í umfjöllun sinni bendir Skipulagstofnun á svo virðist sem misstök hafi orðið við gerð aðalskipulags Reykjavíkur þannig að skíðasvæðið í Skálafelli sé skilgreint sem óbyggt svæði. Þá virðist sem mannvirki á toppi Skálafells eigi að vera innan marka Kjósarhrepps en ekki Reykjavíkur. „Væntanlega færi best á því að vinna nýtt heildstætt deiliskipulag sem tæki til beggja sveitarfélaganna, sem kæmi í stað gildandi deiliskipulags fyrir svæðið,“ segir stofnunin. Erindi Mannvits fyrir hönd eiganda Stardals var tekið fyrir hjá skipulagsstjóra Reykjavíkur í annað sinn 22. ágúst síðastliðinn. Búast má við að það verði síðan tekið fyrir á næsta fundi umhverfis- og skipulagsráðs og að þá verði lögð fram umsögn frá verkefnisstjóra hjá borginni. Í erindi sínu gerir Haukur Einarsson hjá Mannviti sérstaklega að umtalsefni þau mistök sem Skipulagsstofnun segir að orðið hafi við aðalskipulagsgerðina. „Að mínu viti finnst mér vera íþyngjandi fyrir þá sem hyggja á uppsetningu kláfs að þurfa að breyta aðalskipulagi svæðisins vegna mistaka sem kunna að hafa verið gerð.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Kjósarhreppur Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira