Magnús í sex mánaða nálgunarbann Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. ágúst 2017 15:15 Hanna Kristín þakkar samfélaginu og lögmanni sínum fyrir að lögreglan samþykkti nálgunarbannið. Hanna Kristín Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákvarðað að Magnús Jónsson megi hvorki nálgast né hafa samband við fyrrverandi sambýliskonu sína, Hönnu Kristínu Skaftadóttur, í sex mánuði. Lögreglan hafði þann 26. júlí síðastliðinn synjað beiðni Hönnu Kristínar um að Magnús skyldi sæta nálgunarbanni en Hanna kærði þá ákvörðun til ríkissaksóknara. Sú kæra fellur nú niður þar sem lögreglan rannsakaði málið frekar og tók afstöðu til þess á ný. Samkvæmt upplýsingum frá Arnari Þór Stefánssyni, lögmanni Hönnu Kristínar, var nálgunarbannið samþykkt síðastliðinn föstudag. Það er sex mánaða langt og felst í því bann við því að nálgast Hönnu Kristínu sem og bann við öllum samskiptum við hana, hvort sem er í gegnum síma, samfélagsmiðla eða textaskilaboð. Arnar Þór segir að Héraðsdómur Reykjavíkur muni á morgun taka afstöðu til ákvörðunar lögreglustjórans og annað hvort staðfesta eða synja henni.Hefur kært Magnús fyrir heimilisofbeldi bæði á Íslandi og í BandaríkjunumFacebook-færsla Hönnu Kristínar vakti mikla athygli í liðinni viku en þar spurði hún hvað þyrfti til að hún fengi nálgunarbann á Magnús. Hanna hefur kært Magnús fyrir heimilisofbeldi, bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. Fjallað hefur verið um mál þeirra í íslenskum fjölmiðlum, nú síðast í sumar þegar Magnús bar fyrir sig fjárhagsvanda hjá bandarískum dómstólum þar sem hann var sóttur til saka fyrir fyrrnefnt heimilisofbeldi. Þá birti Hanna myndir af áverkum sem hann hafði veitt henni. Í Facebook-færslu sinni sagði Hanna Kristín Magnús sitja um sig og að hann setti sig í samband við hana hvenær sem er sólarhringsins. Þá komi hann að heimili hennar til að athuga hvort hún væri heima og sagði Hanna að áreitinu linnti aldrei. Magnús er enn til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum á Íslandi fyrir brot gegn Hönnu en ekki hefur verið gefin út ákæra. Máli hans í Bandaríkjunum lauk með svokölluðu „plea bargain,“ það er samkomulagi þar sem hann gekkst undir viðurlög í Texas. Um er að ræða eiginlegan skilorðsbundinn ákærufrest þar sem ekkert er gert í bili en brjóti Magnús aftur af sér innan ákveðins tíma verður mál hans tekið upp að nýju.Magnús Jónsson, fyrrverandi forstjóri Atorku, hefur verið kærður fyrir heimilisofbeldi á Íslandi og í Bandaríkjunum.Vísir/HörðurSegir ákvörðun lögreglustjórans koma sér á óvart Í samtali við Vísi segir Magnús að ákvörðun lögreglustjórans komi sér verulega á óvart. Hann og Hanna hafi átt í „vingjarnlegum og góðum samskiptum allt þar til síðastliðinn þriðjudag eða miðvikudag.“ „Ef samskiptasagan er skoðuð aftur í tímann þá sést að við eigum í löngum og miklum samskiptum og það var allt í góðu á milli okkar þar til ekki fyrir löngu síðan. Þetta er hið sorglegasta mál,“ segir Magnús og bætir við að þegar hann hafi farið í sumarbústað eina helgi í júní hafi hann verið með 30 ólesin skilaboð og 20 ósvöruð símtöl frá Hönnu. Krafa lögreglustjórans um nálgunarbannið verður eins og áður segir tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Lögreglumál Tengdar fréttir Ber fyrir sig fjárhagsvanda hjá bandarískum dómstólum Magnús Jónsson sætir kæru hjá lögregluyfirvöldum í Texas og á Íslandi fyrir heimilisofbeldi. 30. maí 2017 10:30 Spyr hvað þurfi til að fá nálgunarbann gegn Magnúsi „Er ekki nóg að ég hafi lagt fram kærur í nokkrum liðum um líkamlegt ofbeldi? Að það sé til áverkavottorð af líkamsáverkum mínum, nokkur?“ 24. ágúst 2017 09:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákvarðað að Magnús Jónsson megi hvorki nálgast né hafa samband við fyrrverandi sambýliskonu sína, Hönnu Kristínu Skaftadóttur, í sex mánuði. Lögreglan hafði þann 26. júlí síðastliðinn synjað beiðni Hönnu Kristínar um að Magnús skyldi sæta nálgunarbanni en Hanna kærði þá ákvörðun til ríkissaksóknara. Sú kæra fellur nú niður þar sem lögreglan rannsakaði málið frekar og tók afstöðu til þess á ný. Samkvæmt upplýsingum frá Arnari Þór Stefánssyni, lögmanni Hönnu Kristínar, var nálgunarbannið samþykkt síðastliðinn föstudag. Það er sex mánaða langt og felst í því bann við því að nálgast Hönnu Kristínu sem og bann við öllum samskiptum við hana, hvort sem er í gegnum síma, samfélagsmiðla eða textaskilaboð. Arnar Þór segir að Héraðsdómur Reykjavíkur muni á morgun taka afstöðu til ákvörðunar lögreglustjórans og annað hvort staðfesta eða synja henni.Hefur kært Magnús fyrir heimilisofbeldi bæði á Íslandi og í BandaríkjunumFacebook-færsla Hönnu Kristínar vakti mikla athygli í liðinni viku en þar spurði hún hvað þyrfti til að hún fengi nálgunarbann á Magnús. Hanna hefur kært Magnús fyrir heimilisofbeldi, bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. Fjallað hefur verið um mál þeirra í íslenskum fjölmiðlum, nú síðast í sumar þegar Magnús bar fyrir sig fjárhagsvanda hjá bandarískum dómstólum þar sem hann var sóttur til saka fyrir fyrrnefnt heimilisofbeldi. Þá birti Hanna myndir af áverkum sem hann hafði veitt henni. Í Facebook-færslu sinni sagði Hanna Kristín Magnús sitja um sig og að hann setti sig í samband við hana hvenær sem er sólarhringsins. Þá komi hann að heimili hennar til að athuga hvort hún væri heima og sagði Hanna að áreitinu linnti aldrei. Magnús er enn til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum á Íslandi fyrir brot gegn Hönnu en ekki hefur verið gefin út ákæra. Máli hans í Bandaríkjunum lauk með svokölluðu „plea bargain,“ það er samkomulagi þar sem hann gekkst undir viðurlög í Texas. Um er að ræða eiginlegan skilorðsbundinn ákærufrest þar sem ekkert er gert í bili en brjóti Magnús aftur af sér innan ákveðins tíma verður mál hans tekið upp að nýju.Magnús Jónsson, fyrrverandi forstjóri Atorku, hefur verið kærður fyrir heimilisofbeldi á Íslandi og í Bandaríkjunum.Vísir/HörðurSegir ákvörðun lögreglustjórans koma sér á óvart Í samtali við Vísi segir Magnús að ákvörðun lögreglustjórans komi sér verulega á óvart. Hann og Hanna hafi átt í „vingjarnlegum og góðum samskiptum allt þar til síðastliðinn þriðjudag eða miðvikudag.“ „Ef samskiptasagan er skoðuð aftur í tímann þá sést að við eigum í löngum og miklum samskiptum og það var allt í góðu á milli okkar þar til ekki fyrir löngu síðan. Þetta er hið sorglegasta mál,“ segir Magnús og bætir við að þegar hann hafi farið í sumarbústað eina helgi í júní hafi hann verið með 30 ólesin skilaboð og 20 ósvöruð símtöl frá Hönnu. Krafa lögreglustjórans um nálgunarbannið verður eins og áður segir tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun.
Lögreglumál Tengdar fréttir Ber fyrir sig fjárhagsvanda hjá bandarískum dómstólum Magnús Jónsson sætir kæru hjá lögregluyfirvöldum í Texas og á Íslandi fyrir heimilisofbeldi. 30. maí 2017 10:30 Spyr hvað þurfi til að fá nálgunarbann gegn Magnúsi „Er ekki nóg að ég hafi lagt fram kærur í nokkrum liðum um líkamlegt ofbeldi? Að það sé til áverkavottorð af líkamsáverkum mínum, nokkur?“ 24. ágúst 2017 09:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Ber fyrir sig fjárhagsvanda hjá bandarískum dómstólum Magnús Jónsson sætir kæru hjá lögregluyfirvöldum í Texas og á Íslandi fyrir heimilisofbeldi. 30. maí 2017 10:30
Spyr hvað þurfi til að fá nálgunarbann gegn Magnúsi „Er ekki nóg að ég hafi lagt fram kærur í nokkrum liðum um líkamlegt ofbeldi? Að það sé til áverkavottorð af líkamsáverkum mínum, nokkur?“ 24. ágúst 2017 09:00