Ráðleggur ferðamönnum að sleppa Bláa lóninu og fara frekar í sund Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. ágúst 2017 14:46 Rick Steves ráðleggur ferðamönnum að sleppa því að heimsækja Bláa lónið og fara frekar í eina af sundlaugum landsins. Vísir Rick Steves ferðabókahöfundur ráðleggur ferðamönnum að sleppa því alfarið að fara í Bláa Lónið ef markmiðið er að eyða litlu á ferðalagi sínu hér á landi. Þetta kemur fram í grein sem hann birti á heimasíðu sinni en Steves er höfundur bókarinnar Rick Steves Iceland sem kemur út í mars á næsta ári. Í greininni gefur hann ferðamönnum 10 ráð til þess að spara á Íslandi, sem hann lýsir sem einum vinsælasta en dýrasta áfangastað Evrópu. Steves mælir með því að fólk fari frekar í sundlaugar landsins heldur en Bláa lónið og bendir á að þannig sé hægt að spara háar fjárhæðir. Hann hvetur fólk líka til þess að kaupa sér afsláttarkort ef það ætlar í margar laugar á ferð sinni um Ísland. Þess má geta að hægt er að bóka aðgang að Bláa Lóninu fyrir 6.100 til 53.000 krónur, en verðið fer eftir tímasetningu heimsóknarinnar og því sem er innifalið. Oftast þarf að bóka heimsóknina með nokkurra daga fyrirvara. Á lista Steves er einnig mælt með því að íhuga að leigja bílaleigubíl og íbúð í gegnum Airbnb. Hann hvetur fólk til þess að leigja herbergi sem deilir baðherbergi með öðrum, því þau séu mun ódýrari en herbergi með einkabaðherbergi á gistiheimilum. Þegar kemur að mat þá mælir Steves með því að ferðamenn borði stóra máltíð í hádeginu því það sé á hagstæðara verði. Á kvöldin væri þá sniðugt að kaupa ódýran skyndibita og nefnir hann þar pitsustaði, pylsuvagna og veitingastað IKEA. Steves hvetur fólk til þess að versla áfengi í fríhöfninni í Leifstöð og í Vínbúðinni. Ef drekka eigi á veitingastað eða bar sé sniðugt að fylgjast með því hvenær sé hægt að fá drykki á „Happy hour“ tilboðum. Einnig bendir hann fólki að vera mjög meðvitað um það hvað sé innifalið á veitingastöðum eins og vatn, kaffi og fleira. Tekur þar fram sérstaklega að ekki sé gerð krafa um þjórfé. Ferðamönnum er ráðlagt að vanda valið þegar kemur að heimsóknum á söfn og útsýnisferðum enda sé verðmiðinn oft mjög hár. „Þegar þú ákveður að eyða, veldu upplifun sem þú munt aldrei gleyma.“ Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Rick Steves ferðabókahöfundur ráðleggur ferðamönnum að sleppa því alfarið að fara í Bláa Lónið ef markmiðið er að eyða litlu á ferðalagi sínu hér á landi. Þetta kemur fram í grein sem hann birti á heimasíðu sinni en Steves er höfundur bókarinnar Rick Steves Iceland sem kemur út í mars á næsta ári. Í greininni gefur hann ferðamönnum 10 ráð til þess að spara á Íslandi, sem hann lýsir sem einum vinsælasta en dýrasta áfangastað Evrópu. Steves mælir með því að fólk fari frekar í sundlaugar landsins heldur en Bláa lónið og bendir á að þannig sé hægt að spara háar fjárhæðir. Hann hvetur fólk líka til þess að kaupa sér afsláttarkort ef það ætlar í margar laugar á ferð sinni um Ísland. Þess má geta að hægt er að bóka aðgang að Bláa Lóninu fyrir 6.100 til 53.000 krónur, en verðið fer eftir tímasetningu heimsóknarinnar og því sem er innifalið. Oftast þarf að bóka heimsóknina með nokkurra daga fyrirvara. Á lista Steves er einnig mælt með því að íhuga að leigja bílaleigubíl og íbúð í gegnum Airbnb. Hann hvetur fólk til þess að leigja herbergi sem deilir baðherbergi með öðrum, því þau séu mun ódýrari en herbergi með einkabaðherbergi á gistiheimilum. Þegar kemur að mat þá mælir Steves með því að ferðamenn borði stóra máltíð í hádeginu því það sé á hagstæðara verði. Á kvöldin væri þá sniðugt að kaupa ódýran skyndibita og nefnir hann þar pitsustaði, pylsuvagna og veitingastað IKEA. Steves hvetur fólk til þess að versla áfengi í fríhöfninni í Leifstöð og í Vínbúðinni. Ef drekka eigi á veitingastað eða bar sé sniðugt að fylgjast með því hvenær sé hægt að fá drykki á „Happy hour“ tilboðum. Einnig bendir hann fólki að vera mjög meðvitað um það hvað sé innifalið á veitingastöðum eins og vatn, kaffi og fleira. Tekur þar fram sérstaklega að ekki sé gerð krafa um þjórfé. Ferðamönnum er ráðlagt að vanda valið þegar kemur að heimsóknum á söfn og útsýnisferðum enda sé verðmiðinn oft mjög hár. „Þegar þú ákveður að eyða, veldu upplifun sem þú munt aldrei gleyma.“
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira