Héraðsdómur féllst á kröfu um sex mánaða nálgunarbann Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. ágúst 2017 15:31 Hanna Kristín Skaftadóttir hefur kært Magnús Jónsson fyrir heimilisofbeldi, bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. Hanna Kristín Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að Magnús Jónsson skuli sæta sex mánaða nálgunarbanni gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni, Hönnu Kristínu Skaftadóttur, en lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu lagði fram kröfu um nálgunarbannið. Það felur í sér að Magnús má hvorki nálgast Hönnu Kristínu né hafa samband við hana en verjandi Magnúsar hefur kært úrskurð héraðsdóms til Hæstaréttar.Hanna Kristín greindi frá því á Facebook í liðinni viku að lögreglan hefði þann 26. júlí synjað beiðni hennar um nálgunarbann. Hún spurði hvað þyrfti til að fá nálgunarbann gegn Magnúsi en hún hefur kært Magnús fyrir heimilisofbeldi, bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. Fjallað hefur verið um mál þeirra í íslenskum fjölmiðlum, meðal annars fyrr í sumar, þegar greint var frá því að Magnús bæri fyrir sig fjárhagsvanda hjá bandarískum dómstólum þar sem hann var sóttur til saka fyrir fyrrgreint heimilisofbeldi. Þá birti Hanna Kristín myndir af áverkum sem hann veitti henni. Í Facebook-færslu sinni sagði Hanna Kristín Magnús sitja um sig og að hann setti sig í samband við hana hvenær sem er sólarhringsins. Þá komi hann að heimili hennar til að athuga hvort hún væri heima og sagði Hanna að áreitinu linnti aldrei. Magnús er enn til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum á Íslandi en ekki hefur verið gefin út ákæra. Máli hans í Bandaríkjunum lauk með svokölluðu „plea bargain,“ það er samkomulagi þar sem hann gekkst undir viðurlög í Texas. Um er að ræða eiginlegan skilorðsbundinn ákærufrest þar sem ekkert er gert í bili en brjóti Magnús aftur af sér innan ákveðins tíma verður mál hans tekið upp að nýju. Í samtali við Vísi í gær sagði Magnús að ákvörðun lögreglustjórans um nálgunarbann hefði komið sér verulega á óvart. Dómsmál Tengdar fréttir Magnús í sex mánaða nálgunarbann Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákvarðað að Magnús Jónsson megi hvorki nálgast né hafa samband við fyrrverandi sambýliskonu sína, Hönnu Kristínu Skaftadóttur, í sex mánuði. 28. ágúst 2017 15:15 Sett nálgunarbönn fari eftir geðþótta Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, telur þörf á nákvæmari lýsingu í lagaákvæði um hversu hár þröskuldur þarf að vera fyrir nálgunarbann. 26. ágúst 2017 06:00 Spyr hvað þurfi til að fá nálgunarbann gegn Magnúsi „Er ekki nóg að ég hafi lagt fram kærur í nokkrum liðum um líkamlegt ofbeldi? Að það sé til áverkavottorð af líkamsáverkum mínum, nokkur?“ 24. ágúst 2017 09:00 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að Magnús Jónsson skuli sæta sex mánaða nálgunarbanni gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni, Hönnu Kristínu Skaftadóttur, en lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu lagði fram kröfu um nálgunarbannið. Það felur í sér að Magnús má hvorki nálgast Hönnu Kristínu né hafa samband við hana en verjandi Magnúsar hefur kært úrskurð héraðsdóms til Hæstaréttar.Hanna Kristín greindi frá því á Facebook í liðinni viku að lögreglan hefði þann 26. júlí synjað beiðni hennar um nálgunarbann. Hún spurði hvað þyrfti til að fá nálgunarbann gegn Magnúsi en hún hefur kært Magnús fyrir heimilisofbeldi, bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. Fjallað hefur verið um mál þeirra í íslenskum fjölmiðlum, meðal annars fyrr í sumar, þegar greint var frá því að Magnús bæri fyrir sig fjárhagsvanda hjá bandarískum dómstólum þar sem hann var sóttur til saka fyrir fyrrgreint heimilisofbeldi. Þá birti Hanna Kristín myndir af áverkum sem hann veitti henni. Í Facebook-færslu sinni sagði Hanna Kristín Magnús sitja um sig og að hann setti sig í samband við hana hvenær sem er sólarhringsins. Þá komi hann að heimili hennar til að athuga hvort hún væri heima og sagði Hanna að áreitinu linnti aldrei. Magnús er enn til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum á Íslandi en ekki hefur verið gefin út ákæra. Máli hans í Bandaríkjunum lauk með svokölluðu „plea bargain,“ það er samkomulagi þar sem hann gekkst undir viðurlög í Texas. Um er að ræða eiginlegan skilorðsbundinn ákærufrest þar sem ekkert er gert í bili en brjóti Magnús aftur af sér innan ákveðins tíma verður mál hans tekið upp að nýju. Í samtali við Vísi í gær sagði Magnús að ákvörðun lögreglustjórans um nálgunarbann hefði komið sér verulega á óvart.
Dómsmál Tengdar fréttir Magnús í sex mánaða nálgunarbann Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákvarðað að Magnús Jónsson megi hvorki nálgast né hafa samband við fyrrverandi sambýliskonu sína, Hönnu Kristínu Skaftadóttur, í sex mánuði. 28. ágúst 2017 15:15 Sett nálgunarbönn fari eftir geðþótta Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, telur þörf á nákvæmari lýsingu í lagaákvæði um hversu hár þröskuldur þarf að vera fyrir nálgunarbann. 26. ágúst 2017 06:00 Spyr hvað þurfi til að fá nálgunarbann gegn Magnúsi „Er ekki nóg að ég hafi lagt fram kærur í nokkrum liðum um líkamlegt ofbeldi? Að það sé til áverkavottorð af líkamsáverkum mínum, nokkur?“ 24. ágúst 2017 09:00 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Magnús í sex mánaða nálgunarbann Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákvarðað að Magnús Jónsson megi hvorki nálgast né hafa samband við fyrrverandi sambýliskonu sína, Hönnu Kristínu Skaftadóttur, í sex mánuði. 28. ágúst 2017 15:15
Sett nálgunarbönn fari eftir geðþótta Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, telur þörf á nákvæmari lýsingu í lagaákvæði um hversu hár þröskuldur þarf að vera fyrir nálgunarbann. 26. ágúst 2017 06:00
Spyr hvað þurfi til að fá nálgunarbann gegn Magnúsi „Er ekki nóg að ég hafi lagt fram kærur í nokkrum liðum um líkamlegt ofbeldi? Að það sé til áverkavottorð af líkamsáverkum mínum, nokkur?“ 24. ágúst 2017 09:00