Erlent

Æfðu árásir á leiðtoga Norður-Kóreu

Samúel Karl Ólason skrifar
Sprengjum varpað úr F-15K flugvélum.
Sprengjum varpað úr F-15K flugvélum. Vísir/Getty
Flugher Suður-Kóreu æfði í dag árásir sem ætlað er að fella leiðtoga Norður-Kóreu. Átta stórum sprengjum, sem ætlað er að granda styrktum neðanjarðarbyrgjum var varpað úr fjórum F-15K orrustuþotum skammt frá Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu. Þetta var gert nokkrum klukkustundum eftir að eldflaug var skotið frá Norður-Kóreu sem flaug yfir norðurhluta Japan.

Sprengjurnar sem um ræðir eru af gerðinni MK 84 og eru um 900 kíló að þyngd.



Sjá einnig: Óska eftir neyðarfundi í öryggisráði SÞ vegna eldflaugaskots Norður-Kóreu



Talsmaður forseta Suður-Kóreu sagði blaðamönnum í dag að æfingunni væri ætlað að senda skýr skilaboð til nágranna þeirra. Suður-Kórea byggi yfir getu til að refsa leiðtogum Norður-Kóreu harðlega fyrir aðgerðir sínar.

Samkvæmt frétt CNN segir Varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu að allar sprengjurnar hafi fundið skotmörk sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×