Lífið

Ísland verður með í Eurovision: Flestir vilja sjá Jóhönnu á sviðinu í Lissabon

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Jóhanna Guðrún er vinsælli en bæði Of Monsters and Men og Björk.
Jóhanna Guðrún er vinsælli en bæði Of Monsters and Men og Björk. Vísir
Ísland verður með í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, á næsta ári. Þetta staðfestir Ríkisútvarpið í samtali við Eurovisionáhugamannavefinn EscToday en það verður þá í 31. sinn sem Ísland sendir fulltrúa sinn í keppnina.

Framlag Íslands verður valið með forkeppni eins og síðastliðin ár en nánari upplýsingar um útfærslu og umsóknarfrest verða kynntar síðar að sögn Esctoday.

Söngvakeppnin 2018 verður haldin í Lissabon, höfuðborg Portúgals, dagana 8., 10. og 12. maí. Íslandi hefur mistekist að komast upp úr undanriðlunum undanfarin 3 ár og er Eurovisionáhugafólk um alla álfuna orðið langeygt eftir því að bölvun Íslands verði aflétt.

Esctoday
Á vef EscToday er leitað aðstoðar almennings við að finna fulltrúa fyrir Ísland sem væri líklegur til að koma þjóðinni á úrslitakvöldið.

Af þeim sjö valmöguleikum sem boðið er upp á í könnun EscToday trónir Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, eða Yohanna, á toppnum. Það ætti að koma fáum á óvart enda heillaði hún Evrópu með flutningi sínum á Is it True? í Moskvu árið 2009 og uppskar annað sætið í keppninni fyrir vikið.

Í öðru sæti er hljómsveitin Of Monsters and Men sem nýtur hylli um heim allan og hafa lög sveitarinnar rataði á topplista víða um álfuna.

Í fjórða sæti er Greta Salóme Stefánsdóttir sem er Eurovisionaðdáendum góðkunn eftir að hafa keppt tvisvar fyrir Íslands hönd, fyrst í Bakú árið 2012 og svo í fyrra í Stokkhólmi.

Önnur úrslit könnunarinnar má sjá hér til hliðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.