„Smyglarar vita að það sem þeir eru að gera er hættulegt fyrir þá og það gæti verið skotið á þá, svo þeir kasta fólkinu frá borði við ströndina,“ segir talsmaður Flóttamannastofnunarinnar við BBC.
Enn er ekki vitað hve margir eru látnir, en talið er að minnst nítján hafi drukknað í dag og allt að fimmtíu í gær.
Ungmennin vonuðust til þess að komast til annarra landa í Mið-Austurlöndum í gegnum hið stríðshrjáða Jemen.
Talið er að um 55 þúsund manns hafi ferðast frá suðurhluta Afríku í gegnum Sómalíu og til Jemen á þessu ári og að rúmlega helmingur þeirra sé undir 18 ára að aldri. Þúsundir aðrir reyna að komast til Evrópu í gegnum Líbýu og yfir Miðjarðarhafið.
"We condemn the acts of smugglers off the coast of #Yemen." A message from our @IOMchief Swing: pic.twitter.com/lziQOzVmC5
— IOM (@UNmigration) August 10, 2017