175 skátar fluttir af Úlfljótsvatni í einangrun vegna alvarlegra veikinda Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. ágúst 2017 03:04 Skátarnir 175 eru í einangrun í skólahúsnæði í Hveragerði. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Alvarleg veikindi komu upp í sumarbúðum Skáta á Úlfljóftsvatni í gærkvöldi og er grunur um að um nóróveirusýkingu sé að ræða samkvæmt heimildum fréttastofu. Um 175 skáta, aðallega erlendir gestir undir á aldrinum 10-25 ára, er verið að flytja eða hafa verið fluttir í eingangrun í fjöldahjálparstöð í grunnskólanum í Hveragerði. Er um að ræða einhverja umfangsmestu sjúkraflutninga sem upp hafa komið hér á landi. Sjá einnig: Veiku skátarnir gætu þurft að vera í einangrun í fjóra daga Rúmlega 55 börn voru veik um miðnætti en fjöldinn fer vaxandi. Hefur allt tiltækt lið heilbrigðisstarfsmanna HSU auk varaliðs verið kallað út. Frá fjöldahjálpastöðinni í Hveragerði.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Björgunarsveitir og Rauði Krossinn standa vaktina Í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) til fjölmiðla á þriðja tímanum í nótt kemur fram að kallað hafi verið eftir aðstoð HSU á níunda tímanum í gærkvöldi. Læknir og sjúkraflutningalið frá HSU voru send á vettvang til að kanna aðstæður en í búðunum dvöldu um 175 manns, að mestu börn og ungmenni á aldrinum 10-25 ára sem eru erlendir gestir hérlendis. Á miðnætti kom í ljós að ríflega 55 börn í hópnum væru veik með magakveisu. Var ákveðið í samráði viðbragðsaðila á Suðurlandi að opna fjöldahjálparstöð vegna sýkingarinnar. Hefur viðbragðsstjórn HSU verið virkjuð. Aðstoð björgunarsveita hefur verið óskað og Rauði kross Íslands hefur opnað fjöldarhjálparstöð í húsnæði grunnskólans í Hvergerði. Allir 175 einstaklingarnir sem dvöldu á Úlfljótsvatni hafa verið fluttir til dvalar á fjöldahjálparstöðina meðan verið er að greina eðli og uppruna sýkingarinnar. Samkvæmt heimildum Vísis ber sýkingin einkenni nóróveiru. Frá Hveragerði um klukkan þrjú í nótt.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Skólanum skipt í tvö rými Skólahúsnæðinu þar sem hjálpastöðin er staðsett, hefur verið skipt í tvö aðskilin svæði fyrir þá sem eru sýktir og veikir og fyrir þá sem eru ekki veikir eða einkennalausir. Hjúkrunarfræðingar og læknar af bráðamóttöku HSU á Selfossi hafa verið kallaðir út og aukið viðbragð er einnig hjá sjúkraflutningamönnum og bráðaliðum HSU á Selfossi. Viðbragðsstjórn sendi vakthafandi lækni og sex heilbrigðisstarfsmenn til að greina og veita hinum veiku meðferð með lyfjum og vökvagjöf í æð. Fjöldi veikra fer vaxandi og er þörf á að kalla út allt tiltækt varalið heilbrigðisstarfsmanna hjá HSU. „Mönnunin hefur alveg komið okkur niður að kvikunni. Bæði vegna sumarleyfa og svo höfum við þurft að kalla út vaktir. Við létum dagvaktina í gær halda áfram alveg fram undir morgun og við þurfum að púsla þessu svolítið saman. Bæði út af sjúkraflutningum og bráðamóttöku,“ segir Styrmir Sigurðsson, yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi í samtali við fréttastofu, nánar hér. Lagt er allt kapp á að hlúa að öllum sem veikjast og greina alvarleika veikinda til að veita viðeigandi meðferð strax. Uppruni veikindanna er enn ókunnur en sýni hafa verið tekin og send til rannsóknar. Framkvæmdastjórn HSU metur ástandið á hverjum tíma og kallar út nauðsynlegan liðsauka vegna hinna veiku og verða allir alvarlega veikir sjúklingar fluttir til einangrunar og meðferðar á sjúkrahúsi ef þörf krefur. Frá Úlfljótsvatni á fjórða tímanum í morgun þegar síðustu skátarnir voru fluttir til Hveragerðis.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Grunur um nóróveiru Sem fyrr segir er grunur um að um nóróveiru sé að ræða þó enn eigi eftir að staðfesta það endanlega. Nóróveirur eru bráðsmitandi og berast auðveldlega manna á milli. Hópsýkingar á sjúkrahúsum og öðrum meðferðar- og umönnunarstofnunum geta verið alvarlegt vandamál þegar þær koma upp og því er mjög mikilvægt að reyna að hindra útbreiðslu veiranna innan sjúkrastofnana. Sem dæmi kom upp nóróveirusýking á Heilbrigðisstofnun Austurlands fyrir þremur árum. Dæmi eru um að hópsýkingar á skemmtiferðaskipum og hótelum hafi valdið töluverðum usla að því er fram kemur í umfjöllun Vísindavefsins um veiruna. Meðgöngutími sýkingarinnar, það er tími frá smiti til einkenna, er einn til tveir sólarhringar. Algengustu einkennin eru niðurgangur og/eða uppköst sem fylgt geta kviðverkir, beinverkir, höfuðverkur og stundum vægur hiti. Sjúkdómurinn gengur í langflestum tilfellum yfir á einum til þremur sólarhringum án nokkurrar meðferðar. Smitleiðir eru margar og geta veirurnar smitast beint manna á milli við snertingu en einnig benda líkur til að smitið geti verið loftborið. Uppköst eru bráðsmitandi og eru dæmi þess að veiran hafi borist í loftinu til fólks í nánasta umhverfi. Önnur algeng smitleið er með fæðu og vatni og er mengun matvæla frá sýktum einstaklingum algeng smitleið. Einnig er smit með ostrum vel þekkt, en smitið berst í ostrurnar með nóróveirumenguðu vatni. Einstaklingar með nóróveirusýkingu smita meðan á veikindum stendur en eru í flestum tilfellum lausir við smit tveimur til þremur sólarhringum eftir að einkenni eru horfin. Þó eru dæmi um smitandi einstaklinga allt að tíu dögum eftir bata. Fréttin hefur verið uppfærð. Að neðan má sjá tilkynningar frá HSU og Bandalagi íslenskra skáta í heild sinni Viðbragðsstjórn HSU virkjuð og fjöldahjálpastöð opnuð í HveragerðiAlvarleg veikindi komu upp í sumarbúðum Skáta á Úlfljótsvatni og var kallað eftir aðstoð hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á níunda tímanum í gærkveldi. Læknir og sjúkraflutningalið frá HSU var sent á vettvang á Úlfljótsvatni til að kanna aðstæður strax í gærkveldi. Þar dvöldu um 175 manns, að mestu leyti börn og ungmenni á aldrinum 10-25 ára, sem eru erlendir gestir hérlendis. Á miðnætti kom í ljós að um ríflega 55 börn í hópnum eru veik að magakveisu. Ákveðið var í samráði viðbragðsaðila á Suðurlandi að opna fjöldahjálparstöð vegna sýkingarinnar. Viðbragðsstjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU) hefur verið virkjuð. Aðstoð björgunarsveita hefur verið óskað og Rauði kross Íslands hefur opnað fjöldarhjálparstöð í skólahúsnæði í Hvergerði. Allir 175 einstaklingarnir sem dvöldu á Úlfljótsvatni hafa verið fluttir til dvalar á fjöldahjálparstöðina meðan verið er að greina eðli og uppruna sýkingarinnar. Skólahúsnæðinu þar sem hjálpastöðin er staðsett, hefur verið skipt í tvö aðskilin svæði fyrir þá sem eru sýktir og veikir og fyrir þá sem eru ekki veikir eða einkennalausir. Hjúkrunarfræðingar og læknar af bráðamóttöku HSU á Selfossi hafa verið kallaðir út og aukið viðbragð er einnig hjá sjúkraflutningamönnum og bráðaliðum HSU á Selfossi. Viðbragðsstjórn sendi vakthafandi lækni og 6 heilbrigðisstarfsmenn til að greina og veita hinum veiku meðferð með lyfjum og vökvagjöf í æð. Fjöldi veikra fer vaxandi og er þörf á að kalla út allt tiltækt varalið heilbrigðisstarfsmanna hjá HSU. Lagt er allt kapp á að hlúa að öllum sem veikjast og greina alvarleika veikinda til að veita viðeigandi meðferð strax. Uppruni veikindanna er enn ókunnur en sýni hafa verið tekin og send til rannsóknar. Framkvæmdastjórn HSU metur ástandið á hverjum tíma og kallar út nauðsynlegan liðsauka vegna hinna veiku og verða allir alvarlega veikir sjúklingar fluttir til einangrunar og meðferðar á sjúkrahúsi ef þörf krefur. Tilkynning frá skátunum í heild sinni Magakveisa á Úlfljótsvatni - Læknar komnir til aðstoðarMagakveisa hefur herjað á erlenda skáta sem hafa dvalið í Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni undanfarna daga. Alls hafa komið upp á sjötta tug tilfella. Orsakir eru ókunnar. Bandalag íslenskra skáta leitaði fyrr í dag til heilbrigðisyfirvalda um aðstoð. Nokkur sambærileg tilfelli komu upp á alþjóðlega skátamótinu sem lauk í síðustu viku á Úlfljótsvatni en þau tilvik voru einangruð og magakveisan gekk yfir á skömmum tíma. Hermann Sigurðsson framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra skáta segir að málið sé tekið mjög alvarlega og að erlendu skátarnir hafa fengið alla nauðsynlega þjónustu. Hann segir að þegar hafi verið haft samband við heilbrigðisyfirvöld og hafa viðbragðsaðilar brugðist vel við. Heilbrigðisstofnun Suðurlands stýra aðgerðum, læknar og sjúkraflutningamenn voru sendir á Úlfljótsvatn til að meta aðstæður. Sett var upp fjöldahjálparstöð í grunnskólanum í Hveragerði, í samráði við Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Rauða krossinn og aðra viðbragðsaðila. Haft var samband við sérfræðing í smitsjúkdómum hjá Landspítalanum. Í kjölfarið af því er verið að senda 170 erlenda skáta í fjöldahjálparstöðina í Hveragerði í varúðarskyni og þar sem þeir veiku fá þá viðeigandi aðstoð. Tilfellin sem komu upp á nýafstaðna skátamótinu gengu fljótt yfir og segir Hermann vonast til að svo verði einnig með þessi nýju tilfelli. Skátarnir dvelja í fjöldahjálparstöðinni eitthvað fram eftir degi á morgun undir eftirliti þannig að sé tryggt að allir hvílist og nærist vel. Framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra skáta segir að engar skýringar séu að fá á þessum tímapunkti hvort sé að ræða sýkingu út frá matvælum eða venjulega magapest. Óskað hefur verið eftir úttekt hjá heilbrigðiseftirliti Suðurlands og læknum um að finna skýringar á þessum kvilla og með því er hægt að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. Hermann segir að þetta sé leiðinlegt atvik sem Bandalag íslenskra skáta líti alvarlegum augum. ,,Vonandi gengur þessi magakveisa yfir sem fyrst og það finnist skýring á þessum kvilla þannig að hægt sé að koma í veg fyrir að tilfellin verði fleiri“. Hann segir að þetta sé mjög mikilvægt að skýring finnist sem fyrst þar sem von er á fleiri erlendum skátum sem vænta þess að upplifa góða tíma á Úlfljótsvatni. Stjórn Bandalags íslenskra skáta vill koma á framfæri þökkum til allra viðbragðsaðila fyrir snögg viðbrögð og góða þjónustu. Ferðamennska á Íslandi Veikindi hjá skátum Skátar Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Veiku skátarnir gætu þurft að dvelja í skólanum í fjóra daga Ekki var hægt að flytja skátana sem veiktust á Úlfljótsvatni í nótt á heilbrigðsstofnanir eða Landspítalann vegna sýkingarhættu. Ekki er útilokað að fleiri smitist. 11. ágúst 2017 06:29 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Fleiri fréttir Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Rútur skullu saman á Hellu Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Sjá meira
Alvarleg veikindi komu upp í sumarbúðum Skáta á Úlfljóftsvatni í gærkvöldi og er grunur um að um nóróveirusýkingu sé að ræða samkvæmt heimildum fréttastofu. Um 175 skáta, aðallega erlendir gestir undir á aldrinum 10-25 ára, er verið að flytja eða hafa verið fluttir í eingangrun í fjöldahjálparstöð í grunnskólanum í Hveragerði. Er um að ræða einhverja umfangsmestu sjúkraflutninga sem upp hafa komið hér á landi. Sjá einnig: Veiku skátarnir gætu þurft að vera í einangrun í fjóra daga Rúmlega 55 börn voru veik um miðnætti en fjöldinn fer vaxandi. Hefur allt tiltækt lið heilbrigðisstarfsmanna HSU auk varaliðs verið kallað út. Frá fjöldahjálpastöðinni í Hveragerði.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Björgunarsveitir og Rauði Krossinn standa vaktina Í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) til fjölmiðla á þriðja tímanum í nótt kemur fram að kallað hafi verið eftir aðstoð HSU á níunda tímanum í gærkvöldi. Læknir og sjúkraflutningalið frá HSU voru send á vettvang til að kanna aðstæður en í búðunum dvöldu um 175 manns, að mestu börn og ungmenni á aldrinum 10-25 ára sem eru erlendir gestir hérlendis. Á miðnætti kom í ljós að ríflega 55 börn í hópnum væru veik með magakveisu. Var ákveðið í samráði viðbragðsaðila á Suðurlandi að opna fjöldahjálparstöð vegna sýkingarinnar. Hefur viðbragðsstjórn HSU verið virkjuð. Aðstoð björgunarsveita hefur verið óskað og Rauði kross Íslands hefur opnað fjöldarhjálparstöð í húsnæði grunnskólans í Hvergerði. Allir 175 einstaklingarnir sem dvöldu á Úlfljótsvatni hafa verið fluttir til dvalar á fjöldahjálparstöðina meðan verið er að greina eðli og uppruna sýkingarinnar. Samkvæmt heimildum Vísis ber sýkingin einkenni nóróveiru. Frá Hveragerði um klukkan þrjú í nótt.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Skólanum skipt í tvö rými Skólahúsnæðinu þar sem hjálpastöðin er staðsett, hefur verið skipt í tvö aðskilin svæði fyrir þá sem eru sýktir og veikir og fyrir þá sem eru ekki veikir eða einkennalausir. Hjúkrunarfræðingar og læknar af bráðamóttöku HSU á Selfossi hafa verið kallaðir út og aukið viðbragð er einnig hjá sjúkraflutningamönnum og bráðaliðum HSU á Selfossi. Viðbragðsstjórn sendi vakthafandi lækni og sex heilbrigðisstarfsmenn til að greina og veita hinum veiku meðferð með lyfjum og vökvagjöf í æð. Fjöldi veikra fer vaxandi og er þörf á að kalla út allt tiltækt varalið heilbrigðisstarfsmanna hjá HSU. „Mönnunin hefur alveg komið okkur niður að kvikunni. Bæði vegna sumarleyfa og svo höfum við þurft að kalla út vaktir. Við létum dagvaktina í gær halda áfram alveg fram undir morgun og við þurfum að púsla þessu svolítið saman. Bæði út af sjúkraflutningum og bráðamóttöku,“ segir Styrmir Sigurðsson, yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi í samtali við fréttastofu, nánar hér. Lagt er allt kapp á að hlúa að öllum sem veikjast og greina alvarleika veikinda til að veita viðeigandi meðferð strax. Uppruni veikindanna er enn ókunnur en sýni hafa verið tekin og send til rannsóknar. Framkvæmdastjórn HSU metur ástandið á hverjum tíma og kallar út nauðsynlegan liðsauka vegna hinna veiku og verða allir alvarlega veikir sjúklingar fluttir til einangrunar og meðferðar á sjúkrahúsi ef þörf krefur. Frá Úlfljótsvatni á fjórða tímanum í morgun þegar síðustu skátarnir voru fluttir til Hveragerðis.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Grunur um nóróveiru Sem fyrr segir er grunur um að um nóróveiru sé að ræða þó enn eigi eftir að staðfesta það endanlega. Nóróveirur eru bráðsmitandi og berast auðveldlega manna á milli. Hópsýkingar á sjúkrahúsum og öðrum meðferðar- og umönnunarstofnunum geta verið alvarlegt vandamál þegar þær koma upp og því er mjög mikilvægt að reyna að hindra útbreiðslu veiranna innan sjúkrastofnana. Sem dæmi kom upp nóróveirusýking á Heilbrigðisstofnun Austurlands fyrir þremur árum. Dæmi eru um að hópsýkingar á skemmtiferðaskipum og hótelum hafi valdið töluverðum usla að því er fram kemur í umfjöllun Vísindavefsins um veiruna. Meðgöngutími sýkingarinnar, það er tími frá smiti til einkenna, er einn til tveir sólarhringar. Algengustu einkennin eru niðurgangur og/eða uppköst sem fylgt geta kviðverkir, beinverkir, höfuðverkur og stundum vægur hiti. Sjúkdómurinn gengur í langflestum tilfellum yfir á einum til þremur sólarhringum án nokkurrar meðferðar. Smitleiðir eru margar og geta veirurnar smitast beint manna á milli við snertingu en einnig benda líkur til að smitið geti verið loftborið. Uppköst eru bráðsmitandi og eru dæmi þess að veiran hafi borist í loftinu til fólks í nánasta umhverfi. Önnur algeng smitleið er með fæðu og vatni og er mengun matvæla frá sýktum einstaklingum algeng smitleið. Einnig er smit með ostrum vel þekkt, en smitið berst í ostrurnar með nóróveirumenguðu vatni. Einstaklingar með nóróveirusýkingu smita meðan á veikindum stendur en eru í flestum tilfellum lausir við smit tveimur til þremur sólarhringum eftir að einkenni eru horfin. Þó eru dæmi um smitandi einstaklinga allt að tíu dögum eftir bata. Fréttin hefur verið uppfærð. Að neðan má sjá tilkynningar frá HSU og Bandalagi íslenskra skáta í heild sinni Viðbragðsstjórn HSU virkjuð og fjöldahjálpastöð opnuð í HveragerðiAlvarleg veikindi komu upp í sumarbúðum Skáta á Úlfljótsvatni og var kallað eftir aðstoð hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á níunda tímanum í gærkveldi. Læknir og sjúkraflutningalið frá HSU var sent á vettvang á Úlfljótsvatni til að kanna aðstæður strax í gærkveldi. Þar dvöldu um 175 manns, að mestu leyti börn og ungmenni á aldrinum 10-25 ára, sem eru erlendir gestir hérlendis. Á miðnætti kom í ljós að um ríflega 55 börn í hópnum eru veik að magakveisu. Ákveðið var í samráði viðbragðsaðila á Suðurlandi að opna fjöldahjálparstöð vegna sýkingarinnar. Viðbragðsstjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU) hefur verið virkjuð. Aðstoð björgunarsveita hefur verið óskað og Rauði kross Íslands hefur opnað fjöldarhjálparstöð í skólahúsnæði í Hvergerði. Allir 175 einstaklingarnir sem dvöldu á Úlfljótsvatni hafa verið fluttir til dvalar á fjöldahjálparstöðina meðan verið er að greina eðli og uppruna sýkingarinnar. Skólahúsnæðinu þar sem hjálpastöðin er staðsett, hefur verið skipt í tvö aðskilin svæði fyrir þá sem eru sýktir og veikir og fyrir þá sem eru ekki veikir eða einkennalausir. Hjúkrunarfræðingar og læknar af bráðamóttöku HSU á Selfossi hafa verið kallaðir út og aukið viðbragð er einnig hjá sjúkraflutningamönnum og bráðaliðum HSU á Selfossi. Viðbragðsstjórn sendi vakthafandi lækni og 6 heilbrigðisstarfsmenn til að greina og veita hinum veiku meðferð með lyfjum og vökvagjöf í æð. Fjöldi veikra fer vaxandi og er þörf á að kalla út allt tiltækt varalið heilbrigðisstarfsmanna hjá HSU. Lagt er allt kapp á að hlúa að öllum sem veikjast og greina alvarleika veikinda til að veita viðeigandi meðferð strax. Uppruni veikindanna er enn ókunnur en sýni hafa verið tekin og send til rannsóknar. Framkvæmdastjórn HSU metur ástandið á hverjum tíma og kallar út nauðsynlegan liðsauka vegna hinna veiku og verða allir alvarlega veikir sjúklingar fluttir til einangrunar og meðferðar á sjúkrahúsi ef þörf krefur. Tilkynning frá skátunum í heild sinni Magakveisa á Úlfljótsvatni - Læknar komnir til aðstoðarMagakveisa hefur herjað á erlenda skáta sem hafa dvalið í Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni undanfarna daga. Alls hafa komið upp á sjötta tug tilfella. Orsakir eru ókunnar. Bandalag íslenskra skáta leitaði fyrr í dag til heilbrigðisyfirvalda um aðstoð. Nokkur sambærileg tilfelli komu upp á alþjóðlega skátamótinu sem lauk í síðustu viku á Úlfljótsvatni en þau tilvik voru einangruð og magakveisan gekk yfir á skömmum tíma. Hermann Sigurðsson framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra skáta segir að málið sé tekið mjög alvarlega og að erlendu skátarnir hafa fengið alla nauðsynlega þjónustu. Hann segir að þegar hafi verið haft samband við heilbrigðisyfirvöld og hafa viðbragðsaðilar brugðist vel við. Heilbrigðisstofnun Suðurlands stýra aðgerðum, læknar og sjúkraflutningamenn voru sendir á Úlfljótsvatn til að meta aðstæður. Sett var upp fjöldahjálparstöð í grunnskólanum í Hveragerði, í samráði við Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Rauða krossinn og aðra viðbragðsaðila. Haft var samband við sérfræðing í smitsjúkdómum hjá Landspítalanum. Í kjölfarið af því er verið að senda 170 erlenda skáta í fjöldahjálparstöðina í Hveragerði í varúðarskyni og þar sem þeir veiku fá þá viðeigandi aðstoð. Tilfellin sem komu upp á nýafstaðna skátamótinu gengu fljótt yfir og segir Hermann vonast til að svo verði einnig með þessi nýju tilfelli. Skátarnir dvelja í fjöldahjálparstöðinni eitthvað fram eftir degi á morgun undir eftirliti þannig að sé tryggt að allir hvílist og nærist vel. Framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra skáta segir að engar skýringar séu að fá á þessum tímapunkti hvort sé að ræða sýkingu út frá matvælum eða venjulega magapest. Óskað hefur verið eftir úttekt hjá heilbrigðiseftirliti Suðurlands og læknum um að finna skýringar á þessum kvilla og með því er hægt að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. Hermann segir að þetta sé leiðinlegt atvik sem Bandalag íslenskra skáta líti alvarlegum augum. ,,Vonandi gengur þessi magakveisa yfir sem fyrst og það finnist skýring á þessum kvilla þannig að hægt sé að koma í veg fyrir að tilfellin verði fleiri“. Hann segir að þetta sé mjög mikilvægt að skýring finnist sem fyrst þar sem von er á fleiri erlendum skátum sem vænta þess að upplifa góða tíma á Úlfljótsvatni. Stjórn Bandalags íslenskra skáta vill koma á framfæri þökkum til allra viðbragðsaðila fyrir snögg viðbrögð og góða þjónustu.
Ferðamennska á Íslandi Veikindi hjá skátum Skátar Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Veiku skátarnir gætu þurft að dvelja í skólanum í fjóra daga Ekki var hægt að flytja skátana sem veiktust á Úlfljótsvatni í nótt á heilbrigðsstofnanir eða Landspítalann vegna sýkingarhættu. Ekki er útilokað að fleiri smitist. 11. ágúst 2017 06:29 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Fleiri fréttir Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Rútur skullu saman á Hellu Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Sjá meira
Veiku skátarnir gætu þurft að dvelja í skólanum í fjóra daga Ekki var hægt að flytja skátana sem veiktust á Úlfljótsvatni í nótt á heilbrigðsstofnanir eða Landspítalann vegna sýkingarhættu. Ekki er útilokað að fleiri smitist. 11. ágúst 2017 06:29