Rússar segja hótanir vegna Norður-Kóreu fara yfir strikið Kjartan Kjartansson skrifar 11. ágúst 2017 14:59 Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, er áhyggjufullur vegna spennunnar á Kóreuskaga,. Vísir/AFP Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, gagnrýnir bandarísk og norður-kóresk stjórnvöld fyrir herskáar yfirlýsingar síðustu daga. Hættan á að hernaðarátök brjótist út sé mikil. Fulltrúar norður-kóreskra stjórnvalda hafa kallað Donald Trump Bandaríkjaforseta „elliæran“ og „skyni skroppinn“ en Trump hefur svarað með því sem margir hafa túlkað sem hótun um kjarnorkuárás. Norður-Kórea hefur á móti hótað eldflaugaárás á Gvam, yfirráðasvæði Bandaríkjanna í Kyrrahafi. Lavrov segir að stjórnvöld í Kreml séu með böggum hildar yfir gagnkvæmum hótunum ráðamanna í Washington og Pjongjang yfir kjarnorkuáætlun þeirra síðarnefndu. „Því miður eru yfirlýsingarnar frá Washington og Pjongjang núna farnar að fara yfir strikið. Við vonum enn og trúum að skynsemin muni verða ofan á,“ sagði Lavrov í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar.Sá vægir er vitið hefur meiraSagði hann rússnesk stjórnvöld munu gera hvað þau geta til að koma í veg fyrir að ástandið fari úr böndunum. Hvatti hann Bandaríkjamenn og Norður-Kóreumenn til að gangast undir skilmála áætlunar Rússa og Kínverja um að stöðva eldflaugatilraunir Norður-Kóreu gegn því að Bandaríkjamenn og Suður-Kóreumenn láti af meiriháttar heræfingum. „Mín persónulega skoðun er sú að þegar menn nálgast það að átök brjótist út þá taki sá aðili sem er sterkari og skynsamari fyrsta skrefið frá þröskuldi hættunnar,“ sagði Lavrov. Trump tísti í dag að hernaðarlausnir væru tilbúnar ef Norður-Kóreumenn „hegðuðu sér ekki skynsamlega“. Norður-Kórea Tengdar fréttir ESB frystir fleiri eignir Norður-Kóreumanna Evrópusambandið fylgir tilmælum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna vegna eldflaugatilrauna Norður-Kóreumanna. Áætlun um árás á bandarísku eyjuna Gvam á að liggja fyrir á næstu dögum. Íbúar Gvam hafa ekki áhyggjur af árás. 11. ágúst 2017 06:00 Trump áfram hofmóðugur gagnvart Norður-Kóreu Hótanir sem ganga á milli Norður-Kóreu og Donalds Trump Bandaríkjaforseta stigmagnast. Nú tístir forsetinn að hernaðarlausnir séu tilbúnar ef Norður-Kóreumenn hegða sér ekki skynsamlega. 11. ágúst 2017 13:25 Norður-Kóreumenn tilbúnir í eldflaugaárás á Gvam von bráðar Her Norður-Kóreu er sagður leggja lokahönd á áætlun um að skjóta eldflaugum að Gvam. Ríkisfjölmiðlar einræðisríkisins segja Donald Trump Bandaríkjaforseta of „skyni skroppinn“ til að hægt sé að eiga viðræður við hann. 10. ágúst 2017 08:33 Segist tilbúinn til að mæta Norður-Kóreu með „heift“ „Það væri best fyrir Norður-Kóreu að hóta Bandaríkjunum ekki frekar.“ 8. ágúst 2017 19:50 Bandaríkjamenn munu verja sig og sína Norður-Kórea hótar að ráðast á bandarísku eyjuna Gvam. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Bandaríkin muni verja sig og sína bandamenn. Nýjar langdrægar eldflaugar Norður-Kóreumanna gætu náð allt til New York. 10. ágúst 2017 06:00 Segir Norður-Kóreu að taka sig saman í andlitinu Donald Trump segir að fyrri hótun sín um „eld og heift“ hafi mögulega ekki verið nógu sterk. 10. ágúst 2017 20:11 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Innlent Fleiri fréttir Í Gasa-stefnu Trumps felist þvingaðir fólksflutningar eða etnísk hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, gagnrýnir bandarísk og norður-kóresk stjórnvöld fyrir herskáar yfirlýsingar síðustu daga. Hættan á að hernaðarátök brjótist út sé mikil. Fulltrúar norður-kóreskra stjórnvalda hafa kallað Donald Trump Bandaríkjaforseta „elliæran“ og „skyni skroppinn“ en Trump hefur svarað með því sem margir hafa túlkað sem hótun um kjarnorkuárás. Norður-Kórea hefur á móti hótað eldflaugaárás á Gvam, yfirráðasvæði Bandaríkjanna í Kyrrahafi. Lavrov segir að stjórnvöld í Kreml séu með böggum hildar yfir gagnkvæmum hótunum ráðamanna í Washington og Pjongjang yfir kjarnorkuáætlun þeirra síðarnefndu. „Því miður eru yfirlýsingarnar frá Washington og Pjongjang núna farnar að fara yfir strikið. Við vonum enn og trúum að skynsemin muni verða ofan á,“ sagði Lavrov í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar.Sá vægir er vitið hefur meiraSagði hann rússnesk stjórnvöld munu gera hvað þau geta til að koma í veg fyrir að ástandið fari úr böndunum. Hvatti hann Bandaríkjamenn og Norður-Kóreumenn til að gangast undir skilmála áætlunar Rússa og Kínverja um að stöðva eldflaugatilraunir Norður-Kóreu gegn því að Bandaríkjamenn og Suður-Kóreumenn láti af meiriháttar heræfingum. „Mín persónulega skoðun er sú að þegar menn nálgast það að átök brjótist út þá taki sá aðili sem er sterkari og skynsamari fyrsta skrefið frá þröskuldi hættunnar,“ sagði Lavrov. Trump tísti í dag að hernaðarlausnir væru tilbúnar ef Norður-Kóreumenn „hegðuðu sér ekki skynsamlega“.
Norður-Kórea Tengdar fréttir ESB frystir fleiri eignir Norður-Kóreumanna Evrópusambandið fylgir tilmælum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna vegna eldflaugatilrauna Norður-Kóreumanna. Áætlun um árás á bandarísku eyjuna Gvam á að liggja fyrir á næstu dögum. Íbúar Gvam hafa ekki áhyggjur af árás. 11. ágúst 2017 06:00 Trump áfram hofmóðugur gagnvart Norður-Kóreu Hótanir sem ganga á milli Norður-Kóreu og Donalds Trump Bandaríkjaforseta stigmagnast. Nú tístir forsetinn að hernaðarlausnir séu tilbúnar ef Norður-Kóreumenn hegða sér ekki skynsamlega. 11. ágúst 2017 13:25 Norður-Kóreumenn tilbúnir í eldflaugaárás á Gvam von bráðar Her Norður-Kóreu er sagður leggja lokahönd á áætlun um að skjóta eldflaugum að Gvam. Ríkisfjölmiðlar einræðisríkisins segja Donald Trump Bandaríkjaforseta of „skyni skroppinn“ til að hægt sé að eiga viðræður við hann. 10. ágúst 2017 08:33 Segist tilbúinn til að mæta Norður-Kóreu með „heift“ „Það væri best fyrir Norður-Kóreu að hóta Bandaríkjunum ekki frekar.“ 8. ágúst 2017 19:50 Bandaríkjamenn munu verja sig og sína Norður-Kórea hótar að ráðast á bandarísku eyjuna Gvam. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Bandaríkin muni verja sig og sína bandamenn. Nýjar langdrægar eldflaugar Norður-Kóreumanna gætu náð allt til New York. 10. ágúst 2017 06:00 Segir Norður-Kóreu að taka sig saman í andlitinu Donald Trump segir að fyrri hótun sín um „eld og heift“ hafi mögulega ekki verið nógu sterk. 10. ágúst 2017 20:11 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Innlent Fleiri fréttir Í Gasa-stefnu Trumps felist þvingaðir fólksflutningar eða etnísk hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira
ESB frystir fleiri eignir Norður-Kóreumanna Evrópusambandið fylgir tilmælum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna vegna eldflaugatilrauna Norður-Kóreumanna. Áætlun um árás á bandarísku eyjuna Gvam á að liggja fyrir á næstu dögum. Íbúar Gvam hafa ekki áhyggjur af árás. 11. ágúst 2017 06:00
Trump áfram hofmóðugur gagnvart Norður-Kóreu Hótanir sem ganga á milli Norður-Kóreu og Donalds Trump Bandaríkjaforseta stigmagnast. Nú tístir forsetinn að hernaðarlausnir séu tilbúnar ef Norður-Kóreumenn hegða sér ekki skynsamlega. 11. ágúst 2017 13:25
Norður-Kóreumenn tilbúnir í eldflaugaárás á Gvam von bráðar Her Norður-Kóreu er sagður leggja lokahönd á áætlun um að skjóta eldflaugum að Gvam. Ríkisfjölmiðlar einræðisríkisins segja Donald Trump Bandaríkjaforseta of „skyni skroppinn“ til að hægt sé að eiga viðræður við hann. 10. ágúst 2017 08:33
Segist tilbúinn til að mæta Norður-Kóreu með „heift“ „Það væri best fyrir Norður-Kóreu að hóta Bandaríkjunum ekki frekar.“ 8. ágúst 2017 19:50
Bandaríkjamenn munu verja sig og sína Norður-Kórea hótar að ráðast á bandarísku eyjuna Gvam. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Bandaríkin muni verja sig og sína bandamenn. Nýjar langdrægar eldflaugar Norður-Kóreumanna gætu náð allt til New York. 10. ágúst 2017 06:00
Segir Norður-Kóreu að taka sig saman í andlitinu Donald Trump segir að fyrri hótun sín um „eld og heift“ hafi mögulega ekki verið nógu sterk. 10. ágúst 2017 20:11