Vill slaka á skattbyrði sjúklinga Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. ágúst 2017 20:00 Þingmaður Sjálfstæðisflokks ætlar að kalla eftir því að reglur um skattaívilnanir vegna veikinda verði endurskoðaðar. Hann segir rök mæla með því að slakað verði á kröfum um skattgreiðslur á meðan veikindum stendur.Fjallað var um mál Njáls Þórðarsonar í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum en hann glímir við ristilkrabbamein og sótti um skattaívilnun vegna lyfja- og læknakostnaðar er hljóðar upp á 624 þúsund krónur. Ríkisskattstjóri synjaði beiðninni þar sem upphæðin þótti ekki skerða gjaldþol fjölskyldunnar verulega. Í lögum um tekjuskatt er heimild til þess að lækka skattstofn þegar veikindi hafa skert gjaldþol manns verulega. Skilyrðið um skert gjaldþol er þó ekki útfært nánar og liggur mat á þessu hjá skattyfirvöldum. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að skoða þurfi framkvæmdina. „Hvort að það kunni að vera að skattayfirvöld séu að túlka þessa heimildir í skattalögum of þröngt þannig að markmið laganna, sem er að veita sjúkum og þeim sem verða fyrir áföllum í lífinu, svigrúm frá skattkröfum ríkisins tímabundið," segir Teitur.Óljós grundvöllur ákvarðana Hann telur einnig ástæðu til að skoða lögin í heild sinni og hvort þau séu að ná markmiðum sínum. Mögulega sé verið að eftirláta skattyfirvöldum of víðtækt svigrúm til mats. „Það er erfitt að sjá á hvaða grundvelli skattyfirvöld eru að byggja einstakar ákvarðanir þegar umsóknir frá einstaklingum eru að berast," segir Teitur. Hann telur að úrræðinu mætti hugsanlega beita oftar til að vega á móti kostnaði sjúklinga. „Þegar fólk verður fyrir slíkum áföllum þá breytast aðstæður mjög til hins verra fjárhagslega og þá eru góð rök fyrir því að tímabundið sé slakað á kröfum um greiðslu skatts," segir Teitur. Hann hyggst kalla eftir upplýsingum og beita sér fyrir því að málið verði skoðað. „Í framhaldinu mögulega mun þá þingið geta komið sér saman um skynsamlegar breytingar vona ég," segir Teitur. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra baðst undan viðtali um málið þegar fréttastofa leitaði eftir því. Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Fleiri fréttir „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sjá meira
Þingmaður Sjálfstæðisflokks ætlar að kalla eftir því að reglur um skattaívilnanir vegna veikinda verði endurskoðaðar. Hann segir rök mæla með því að slakað verði á kröfum um skattgreiðslur á meðan veikindum stendur.Fjallað var um mál Njáls Þórðarsonar í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum en hann glímir við ristilkrabbamein og sótti um skattaívilnun vegna lyfja- og læknakostnaðar er hljóðar upp á 624 þúsund krónur. Ríkisskattstjóri synjaði beiðninni þar sem upphæðin þótti ekki skerða gjaldþol fjölskyldunnar verulega. Í lögum um tekjuskatt er heimild til þess að lækka skattstofn þegar veikindi hafa skert gjaldþol manns verulega. Skilyrðið um skert gjaldþol er þó ekki útfært nánar og liggur mat á þessu hjá skattyfirvöldum. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að skoða þurfi framkvæmdina. „Hvort að það kunni að vera að skattayfirvöld séu að túlka þessa heimildir í skattalögum of þröngt þannig að markmið laganna, sem er að veita sjúkum og þeim sem verða fyrir áföllum í lífinu, svigrúm frá skattkröfum ríkisins tímabundið," segir Teitur.Óljós grundvöllur ákvarðana Hann telur einnig ástæðu til að skoða lögin í heild sinni og hvort þau séu að ná markmiðum sínum. Mögulega sé verið að eftirláta skattyfirvöldum of víðtækt svigrúm til mats. „Það er erfitt að sjá á hvaða grundvelli skattyfirvöld eru að byggja einstakar ákvarðanir þegar umsóknir frá einstaklingum eru að berast," segir Teitur. Hann telur að úrræðinu mætti hugsanlega beita oftar til að vega á móti kostnaði sjúklinga. „Þegar fólk verður fyrir slíkum áföllum þá breytast aðstæður mjög til hins verra fjárhagslega og þá eru góð rök fyrir því að tímabundið sé slakað á kröfum um greiðslu skatts," segir Teitur. Hann hyggst kalla eftir upplýsingum og beita sér fyrir því að málið verði skoðað. „Í framhaldinu mögulega mun þá þingið geta komið sér saman um skynsamlegar breytingar vona ég," segir Teitur. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra baðst undan viðtali um málið þegar fréttastofa leitaði eftir því.
Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Fleiri fréttir „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sjá meira