Vill slaka á skattbyrði sjúklinga Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. ágúst 2017 20:00 Þingmaður Sjálfstæðisflokks ætlar að kalla eftir því að reglur um skattaívilnanir vegna veikinda verði endurskoðaðar. Hann segir rök mæla með því að slakað verði á kröfum um skattgreiðslur á meðan veikindum stendur.Fjallað var um mál Njáls Þórðarsonar í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum en hann glímir við ristilkrabbamein og sótti um skattaívilnun vegna lyfja- og læknakostnaðar er hljóðar upp á 624 þúsund krónur. Ríkisskattstjóri synjaði beiðninni þar sem upphæðin þótti ekki skerða gjaldþol fjölskyldunnar verulega. Í lögum um tekjuskatt er heimild til þess að lækka skattstofn þegar veikindi hafa skert gjaldþol manns verulega. Skilyrðið um skert gjaldþol er þó ekki útfært nánar og liggur mat á þessu hjá skattyfirvöldum. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að skoða þurfi framkvæmdina. „Hvort að það kunni að vera að skattayfirvöld séu að túlka þessa heimildir í skattalögum of þröngt þannig að markmið laganna, sem er að veita sjúkum og þeim sem verða fyrir áföllum í lífinu, svigrúm frá skattkröfum ríkisins tímabundið," segir Teitur.Óljós grundvöllur ákvarðana Hann telur einnig ástæðu til að skoða lögin í heild sinni og hvort þau séu að ná markmiðum sínum. Mögulega sé verið að eftirláta skattyfirvöldum of víðtækt svigrúm til mats. „Það er erfitt að sjá á hvaða grundvelli skattyfirvöld eru að byggja einstakar ákvarðanir þegar umsóknir frá einstaklingum eru að berast," segir Teitur. Hann telur að úrræðinu mætti hugsanlega beita oftar til að vega á móti kostnaði sjúklinga. „Þegar fólk verður fyrir slíkum áföllum þá breytast aðstæður mjög til hins verra fjárhagslega og þá eru góð rök fyrir því að tímabundið sé slakað á kröfum um greiðslu skatts," segir Teitur. Hann hyggst kalla eftir upplýsingum og beita sér fyrir því að málið verði skoðað. „Í framhaldinu mögulega mun þá þingið geta komið sér saman um skynsamlegar breytingar vona ég," segir Teitur. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra baðst undan viðtali um málið þegar fréttastofa leitaði eftir því. Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Sjá meira
Þingmaður Sjálfstæðisflokks ætlar að kalla eftir því að reglur um skattaívilnanir vegna veikinda verði endurskoðaðar. Hann segir rök mæla með því að slakað verði á kröfum um skattgreiðslur á meðan veikindum stendur.Fjallað var um mál Njáls Þórðarsonar í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum en hann glímir við ristilkrabbamein og sótti um skattaívilnun vegna lyfja- og læknakostnaðar er hljóðar upp á 624 þúsund krónur. Ríkisskattstjóri synjaði beiðninni þar sem upphæðin þótti ekki skerða gjaldþol fjölskyldunnar verulega. Í lögum um tekjuskatt er heimild til þess að lækka skattstofn þegar veikindi hafa skert gjaldþol manns verulega. Skilyrðið um skert gjaldþol er þó ekki útfært nánar og liggur mat á þessu hjá skattyfirvöldum. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að skoða þurfi framkvæmdina. „Hvort að það kunni að vera að skattayfirvöld séu að túlka þessa heimildir í skattalögum of þröngt þannig að markmið laganna, sem er að veita sjúkum og þeim sem verða fyrir áföllum í lífinu, svigrúm frá skattkröfum ríkisins tímabundið," segir Teitur.Óljós grundvöllur ákvarðana Hann telur einnig ástæðu til að skoða lögin í heild sinni og hvort þau séu að ná markmiðum sínum. Mögulega sé verið að eftirláta skattyfirvöldum of víðtækt svigrúm til mats. „Það er erfitt að sjá á hvaða grundvelli skattyfirvöld eru að byggja einstakar ákvarðanir þegar umsóknir frá einstaklingum eru að berast," segir Teitur. Hann telur að úrræðinu mætti hugsanlega beita oftar til að vega á móti kostnaði sjúklinga. „Þegar fólk verður fyrir slíkum áföllum þá breytast aðstæður mjög til hins verra fjárhagslega og þá eru góð rök fyrir því að tímabundið sé slakað á kröfum um greiðslu skatts," segir Teitur. Hann hyggst kalla eftir upplýsingum og beita sér fyrir því að málið verði skoðað. „Í framhaldinu mögulega mun þá þingið geta komið sér saman um skynsamlegar breytingar vona ég," segir Teitur. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra baðst undan viðtali um málið þegar fréttastofa leitaði eftir því.
Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Sjá meira