Trans fólk ætti ekki að þurfa greiningu Ólöf Skaftadóttir skrifar 12. ágúst 2017 09:15 Ugla og Fox fyrir utan Downingstræti 10. Aðsendmynd/FoxFisher Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, transaktivisti, segist vilja breyta því að transfólk þurfi að fá greiningu á kynama (e. gender dysphoria) til þess að geta breytt fæðingarvottorði sínu og lifa samkvæmt sinni kynvitund í að minnsta kosti tvö ár áður en hægt er að gangast undir kynleiðréttingu. „Sömuleiðis eru biðlistar til að fá heilbrigðisþjónustu sem tengist aðlögunarferli transfólks allt að tveggja ára bið. Það þurfa að verða miklar breytingar og transfólk ætti að geta breytt öllum skjölum og skilríkjum án þess að þurfa greiningu eða þurfa að bíða í tvö ár.”Fái að skrá kyn sitt sem X Sömuleiðis er mikilvægt að kynsegin fólk fá lagaleg réttindi og geti skráð kyn sitt sem 'x' á opinber skjöl og skilríki. Það þarf að tryggja þeim aðgang að heilbrigðiskerfinu og sjá til þess að allt fólk hafi aðgang burtséð frá kynvitund. Sömuleiðis þarf að tryggja heilbrigðisþjónustu fyrir transbörn og -unglinga og byggja þá þjónustu betur upp svo hún sé styðjandi og mun opnari og auðveldari til að koma í veg fyrir frekari vanlíðan transbarna og -unglinga. Samkvæmt nýrri rannsókn eru hátt í 50% transnemenda í Bretlandi sem hafa reynt eða íhugað sjálfsvíg vegna fordóma og eineltis," segir Ugla. Ugla býr í Bretlandi með maka sínum, Fox Fisher, sem einnig er aktivisti. Saman fengu hún og hán boð frá forsætisráðherra Bretlands, Theresu May, um að koma í móttöku tileinkaða hinsegin fólki þann 19. júlí síðastliðinn. Slík móttaka er haldin árlega og er aktivistum og forystufólki hinseginhreyfinga boðið.Framarlega í umræðunni „Maki minn hefur verið mjög sýnilegur í þjóðfélagsumræðunni um transmálefni í Bretlandi síðan 2011 og ég hef líka látið á mér bera eftir að ég flutti þangað," útskýrir Ugla. „Forsætisráðherra hélt ræðu þar sem hún talaði um stöðu hinsegin fólks og nefndi þar mismunun gagnvart transfólki væri stórt vandamál í Bretlandi. Hún nefndi að flokkurinn hennar væri að endurskoða núgildandi lög, The Gender Recognition Act (2004), sem er mikið fagnaðarefni og mikil þörf á.Málefni transfólks í höndum Íhaldsflokksins undir forystu May – bindur þú miklar vonir við að eitthvað verði gert? „Flokkurinn hefur ekki verið þekktur fyrir að vera hinsegin fólki mjög vænn og þau hafa einnig farið í samstarf með DUP flokknum á Írlandi sem elur á hinsegin hatri, útlendingaandúð og vinnur gagngert gegn réttindum kvenna. Slíkt samstarf getur aldrei leitt til góðs og segir ýmislegt um siðferðisvitund Íhaldsflokksins að vilja vera kennd við DUP í formlegu samstarfi. Ef vegamiklar breytingar eiga sér stað mun það koma mér á óvart,“ segir Ugla. „Ísland og Bretland eru að mörgu leyti samstíga og til að tryggja transfólk hérlendis þarf sömuleiðis að lyfta sjúkdómsgreiningu burt hérlendis, sjá til þess að heilbrigðiskerfið sé aðgengilegt fyrir kynsegin fólk og það séu skýrar verklagsreglur í kringum heilbrigðisþjónustu. Sömuleiðis þarf að sjá til þess að heilbrigðisþjónusta fyrir transungmenni sé skýr, fagleg og aðgengileg. Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Fleiri fréttir Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Sjá meira
Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, transaktivisti, segist vilja breyta því að transfólk þurfi að fá greiningu á kynama (e. gender dysphoria) til þess að geta breytt fæðingarvottorði sínu og lifa samkvæmt sinni kynvitund í að minnsta kosti tvö ár áður en hægt er að gangast undir kynleiðréttingu. „Sömuleiðis eru biðlistar til að fá heilbrigðisþjónustu sem tengist aðlögunarferli transfólks allt að tveggja ára bið. Það þurfa að verða miklar breytingar og transfólk ætti að geta breytt öllum skjölum og skilríkjum án þess að þurfa greiningu eða þurfa að bíða í tvö ár.”Fái að skrá kyn sitt sem X Sömuleiðis er mikilvægt að kynsegin fólk fá lagaleg réttindi og geti skráð kyn sitt sem 'x' á opinber skjöl og skilríki. Það þarf að tryggja þeim aðgang að heilbrigðiskerfinu og sjá til þess að allt fólk hafi aðgang burtséð frá kynvitund. Sömuleiðis þarf að tryggja heilbrigðisþjónustu fyrir transbörn og -unglinga og byggja þá þjónustu betur upp svo hún sé styðjandi og mun opnari og auðveldari til að koma í veg fyrir frekari vanlíðan transbarna og -unglinga. Samkvæmt nýrri rannsókn eru hátt í 50% transnemenda í Bretlandi sem hafa reynt eða íhugað sjálfsvíg vegna fordóma og eineltis," segir Ugla. Ugla býr í Bretlandi með maka sínum, Fox Fisher, sem einnig er aktivisti. Saman fengu hún og hán boð frá forsætisráðherra Bretlands, Theresu May, um að koma í móttöku tileinkaða hinsegin fólki þann 19. júlí síðastliðinn. Slík móttaka er haldin árlega og er aktivistum og forystufólki hinseginhreyfinga boðið.Framarlega í umræðunni „Maki minn hefur verið mjög sýnilegur í þjóðfélagsumræðunni um transmálefni í Bretlandi síðan 2011 og ég hef líka látið á mér bera eftir að ég flutti þangað," útskýrir Ugla. „Forsætisráðherra hélt ræðu þar sem hún talaði um stöðu hinsegin fólks og nefndi þar mismunun gagnvart transfólki væri stórt vandamál í Bretlandi. Hún nefndi að flokkurinn hennar væri að endurskoða núgildandi lög, The Gender Recognition Act (2004), sem er mikið fagnaðarefni og mikil þörf á.Málefni transfólks í höndum Íhaldsflokksins undir forystu May – bindur þú miklar vonir við að eitthvað verði gert? „Flokkurinn hefur ekki verið þekktur fyrir að vera hinsegin fólki mjög vænn og þau hafa einnig farið í samstarf með DUP flokknum á Írlandi sem elur á hinsegin hatri, útlendingaandúð og vinnur gagngert gegn réttindum kvenna. Slíkt samstarf getur aldrei leitt til góðs og segir ýmislegt um siðferðisvitund Íhaldsflokksins að vilja vera kennd við DUP í formlegu samstarfi. Ef vegamiklar breytingar eiga sér stað mun það koma mér á óvart,“ segir Ugla. „Ísland og Bretland eru að mörgu leyti samstíga og til að tryggja transfólk hérlendis þarf sömuleiðis að lyfta sjúkdómsgreiningu burt hérlendis, sjá til þess að heilbrigðiskerfið sé aðgengilegt fyrir kynsegin fólk og það séu skýrar verklagsreglur í kringum heilbrigðisþjónustu. Sömuleiðis þarf að sjá til þess að heilbrigðisþjónusta fyrir transungmenni sé skýr, fagleg og aðgengileg.
Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Fleiri fréttir Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Sjá meira