Sauðfjárbændur segja stöðuna grafalvarlega 11. ágúst 2017 23:23 Landssamtök sauðfjárbænda segja verðlækkunina samsvara 1.800 milljóna króna launalækkun fyrir stéttina. Það muni bætast við þær 600 milljónir sem bændur hafi tekið á sig í fyrra. Vísir/Vilhelm Íslenskir sauðfjárbændur segja stöðu þeirra vera grafalvarlega. Útlit er fyrir þriðjungs lækkun á afurðaverði í haust, eftir tíu prósenta lækkun í fyrra. Landssamtök sauðfjárbænda segja mikilvægt að bændur og stjórnvöld taki höndum saman til að leysa vandann sem fyrst. Bæði til skamms- og langs tíma. Samtökin segja verðlækkunina samsvara 1.800 milljóna króna launalækkun fyrir stéttina. Það muni bætast við þær 600 milljónir sem bændur hafi tekið á sig í fyrra. „Þriðjungur af kindakjötsframleiðslunni er fluttur úr landi og seldur á erlendum mörkuðum. Sú sala hefur ekki gengið sem skyldi að undanförnu vegna ytri aðstæðna sem íslenskir sauðfjárbændur hafa engu ráðið um. Útlit er fyrir að birgðir við upphaf sláturtíðar verði allt að 1.000 tonnum meiri en æskilegt væri,“ segir í tilkynningu frá samtökunum, sem Oddný Steina Valsdóttir, formaður, skrifar undir. Þá segir að helstu ástæðurnar séu viðskiptadeila vesturveldanna við Rússa, lokun Noregsmarkaðar, sem áður tók við um 600 tonnum á ári, og hátt gengi krónunnar. Þar að auki hafi fríverslunarsamningur Íslands og Kína enn ekki verið virkjaður fyrir lambakjöt, þó rúm þrjú ár séu frá því að samningurinn var undirritaður. „Þessi staða er grafalvarleg eins og bændur hafa bent á. Margra mánaða viðræður við stjórnvöld um viðbrögð við aðsteðjandi bráðavanda hafa því miður litlu skilað. Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra hefur sagt að nýgerðum búvörusamningi megi kenna um það hvernig komið er. Enn er áhrifa hans ekki farið að gæta í framleiðslu á kindakjöti. Vinna við endurskoðun er hafin og á að ljúka 2019. Að henni koma bændur með opnum hug. Fjármálaráðherra og ríkisstjórnin öll hefur öll færi á að koma sínum áherslum þar að, en hann hefur enn ekki lýst neinu efnislega um þær breytingar sem hann vill sjá.“ Samtökin segja einnig að verði vandinn ekki leystur án tafar sé hætt á verulegri byggðaröskun á næstu misserum. Landbúnaður Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
Íslenskir sauðfjárbændur segja stöðu þeirra vera grafalvarlega. Útlit er fyrir þriðjungs lækkun á afurðaverði í haust, eftir tíu prósenta lækkun í fyrra. Landssamtök sauðfjárbænda segja mikilvægt að bændur og stjórnvöld taki höndum saman til að leysa vandann sem fyrst. Bæði til skamms- og langs tíma. Samtökin segja verðlækkunina samsvara 1.800 milljóna króna launalækkun fyrir stéttina. Það muni bætast við þær 600 milljónir sem bændur hafi tekið á sig í fyrra. „Þriðjungur af kindakjötsframleiðslunni er fluttur úr landi og seldur á erlendum mörkuðum. Sú sala hefur ekki gengið sem skyldi að undanförnu vegna ytri aðstæðna sem íslenskir sauðfjárbændur hafa engu ráðið um. Útlit er fyrir að birgðir við upphaf sláturtíðar verði allt að 1.000 tonnum meiri en æskilegt væri,“ segir í tilkynningu frá samtökunum, sem Oddný Steina Valsdóttir, formaður, skrifar undir. Þá segir að helstu ástæðurnar séu viðskiptadeila vesturveldanna við Rússa, lokun Noregsmarkaðar, sem áður tók við um 600 tonnum á ári, og hátt gengi krónunnar. Þar að auki hafi fríverslunarsamningur Íslands og Kína enn ekki verið virkjaður fyrir lambakjöt, þó rúm þrjú ár séu frá því að samningurinn var undirritaður. „Þessi staða er grafalvarleg eins og bændur hafa bent á. Margra mánaða viðræður við stjórnvöld um viðbrögð við aðsteðjandi bráðavanda hafa því miður litlu skilað. Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra hefur sagt að nýgerðum búvörusamningi megi kenna um það hvernig komið er. Enn er áhrifa hans ekki farið að gæta í framleiðslu á kindakjöti. Vinna við endurskoðun er hafin og á að ljúka 2019. Að henni koma bændur með opnum hug. Fjármálaráðherra og ríkisstjórnin öll hefur öll færi á að koma sínum áherslum þar að, en hann hefur enn ekki lýst neinu efnislega um þær breytingar sem hann vill sjá.“ Samtökin segja einnig að verði vandinn ekki leystur án tafar sé hætt á verulegri byggðaröskun á næstu misserum.
Landbúnaður Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira