Sauðfjárbændur segja stöðuna grafalvarlega 11. ágúst 2017 23:23 Landssamtök sauðfjárbænda segja verðlækkunina samsvara 1.800 milljóna króna launalækkun fyrir stéttina. Það muni bætast við þær 600 milljónir sem bændur hafi tekið á sig í fyrra. Vísir/Vilhelm Íslenskir sauðfjárbændur segja stöðu þeirra vera grafalvarlega. Útlit er fyrir þriðjungs lækkun á afurðaverði í haust, eftir tíu prósenta lækkun í fyrra. Landssamtök sauðfjárbænda segja mikilvægt að bændur og stjórnvöld taki höndum saman til að leysa vandann sem fyrst. Bæði til skamms- og langs tíma. Samtökin segja verðlækkunina samsvara 1.800 milljóna króna launalækkun fyrir stéttina. Það muni bætast við þær 600 milljónir sem bændur hafi tekið á sig í fyrra. „Þriðjungur af kindakjötsframleiðslunni er fluttur úr landi og seldur á erlendum mörkuðum. Sú sala hefur ekki gengið sem skyldi að undanförnu vegna ytri aðstæðna sem íslenskir sauðfjárbændur hafa engu ráðið um. Útlit er fyrir að birgðir við upphaf sláturtíðar verði allt að 1.000 tonnum meiri en æskilegt væri,“ segir í tilkynningu frá samtökunum, sem Oddný Steina Valsdóttir, formaður, skrifar undir. Þá segir að helstu ástæðurnar séu viðskiptadeila vesturveldanna við Rússa, lokun Noregsmarkaðar, sem áður tók við um 600 tonnum á ári, og hátt gengi krónunnar. Þar að auki hafi fríverslunarsamningur Íslands og Kína enn ekki verið virkjaður fyrir lambakjöt, þó rúm þrjú ár séu frá því að samningurinn var undirritaður. „Þessi staða er grafalvarleg eins og bændur hafa bent á. Margra mánaða viðræður við stjórnvöld um viðbrögð við aðsteðjandi bráðavanda hafa því miður litlu skilað. Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra hefur sagt að nýgerðum búvörusamningi megi kenna um það hvernig komið er. Enn er áhrifa hans ekki farið að gæta í framleiðslu á kindakjöti. Vinna við endurskoðun er hafin og á að ljúka 2019. Að henni koma bændur með opnum hug. Fjármálaráðherra og ríkisstjórnin öll hefur öll færi á að koma sínum áherslum þar að, en hann hefur enn ekki lýst neinu efnislega um þær breytingar sem hann vill sjá.“ Samtökin segja einnig að verði vandinn ekki leystur án tafar sé hætt á verulegri byggðaröskun á næstu misserum. Landbúnaður Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Íslenskir sauðfjárbændur segja stöðu þeirra vera grafalvarlega. Útlit er fyrir þriðjungs lækkun á afurðaverði í haust, eftir tíu prósenta lækkun í fyrra. Landssamtök sauðfjárbænda segja mikilvægt að bændur og stjórnvöld taki höndum saman til að leysa vandann sem fyrst. Bæði til skamms- og langs tíma. Samtökin segja verðlækkunina samsvara 1.800 milljóna króna launalækkun fyrir stéttina. Það muni bætast við þær 600 milljónir sem bændur hafi tekið á sig í fyrra. „Þriðjungur af kindakjötsframleiðslunni er fluttur úr landi og seldur á erlendum mörkuðum. Sú sala hefur ekki gengið sem skyldi að undanförnu vegna ytri aðstæðna sem íslenskir sauðfjárbændur hafa engu ráðið um. Útlit er fyrir að birgðir við upphaf sláturtíðar verði allt að 1.000 tonnum meiri en æskilegt væri,“ segir í tilkynningu frá samtökunum, sem Oddný Steina Valsdóttir, formaður, skrifar undir. Þá segir að helstu ástæðurnar séu viðskiptadeila vesturveldanna við Rússa, lokun Noregsmarkaðar, sem áður tók við um 600 tonnum á ári, og hátt gengi krónunnar. Þar að auki hafi fríverslunarsamningur Íslands og Kína enn ekki verið virkjaður fyrir lambakjöt, þó rúm þrjú ár séu frá því að samningurinn var undirritaður. „Þessi staða er grafalvarleg eins og bændur hafa bent á. Margra mánaða viðræður við stjórnvöld um viðbrögð við aðsteðjandi bráðavanda hafa því miður litlu skilað. Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra hefur sagt að nýgerðum búvörusamningi megi kenna um það hvernig komið er. Enn er áhrifa hans ekki farið að gæta í framleiðslu á kindakjöti. Vinna við endurskoðun er hafin og á að ljúka 2019. Að henni koma bændur með opnum hug. Fjármálaráðherra og ríkisstjórnin öll hefur öll færi á að koma sínum áherslum þar að, en hann hefur enn ekki lýst neinu efnislega um þær breytingar sem hann vill sjá.“ Samtökin segja einnig að verði vandinn ekki leystur án tafar sé hætt á verulegri byggðaröskun á næstu misserum.
Landbúnaður Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira