Neyðarástandi lýst yfir í Charlottesville vegna mótmæla hvítra þjóðernissinna Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. ágúst 2017 17:34 Komið hefur til átaka milli mótmælendahópanna tveggja í Charlottesville í dag. Vísir/Getty Yfirvöld í Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkujunum hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna fjölmennra mótmæla. Samkvæmt lögreglunni í borginni var gripið til þessa ráðs svo hægt sé að óska eftir liðsauka ef til þess kemur. Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu á götur borgarinnar í gær til að mótmæla því að styttu af hershöfðingja úr Þrælastríðinu verði fjarlægð. Hópur fólks hefur nú brugðið á það ráð að blása til gagnmótmæla til að lýsa yfir stuðningi við að styttan verði fjarlægð, sem af mörgum þykir vera merki um svartan blett á sögu Suðurríkjanna.Sjá einnig: Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu í gönguHér sést styttan af Robert E. Lee sem til stendur að fjarlægja.Vísir/GettyBúist er við því að þúsundir manna mótmæli í borginni í dag og samkvæmt frétt á vef BBC eru tveir slasaðir nú þegar. Lögreglan hefur beitt táragasi gegn mótmælendum og einhverjir hafa verið handteknir vegna ólöglegrar samkundu í almenningsgarðinum Emancipation Park. Til stendur að fjarlægja styttu af Robert E. Lee, foringja herdeilda Suðurríkjanna í Þrælastríðinu. Lee var frá Charlottesville. Hvítu þjóðernissinnarnir gengu til að mótmæla því að styttan yrði tekin niður. Jason Kessler, skipuleggjandi mótmælanna, hefur sakað borgina um hatur á hvítu fólki. Hann lýsti mótmælunum sem „ótrúlegri stund fyrir hvítt fólk sem er komið með meira en nóg og sættir sig ekki við meira“. Göngumenn eru ennfremur sagðir hafa hrópað „ein þjóð, eitt land, stöðvið innflutning fólks“ og „gyðingar munu ekki velta okkur úr sessi.“ Borgarstjóri Charlottesville fordæmdi gönguna og kallaði þátttakendurnar kynþáttahatara. Margir töldu kyndlana sem göngumenn báru í gærkvöldi vísun í Ku Klux Klan, haturssamtökin alræmdu. Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu í göngu Slagorð gegn gyðingum voru á meðal þess sem hvítir þjóðernissinnar hrópuðu í fjölmennri mótmælagöngu í Virginíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. 12. ágúst 2017 11:12 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Yfirvöld í Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkujunum hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna fjölmennra mótmæla. Samkvæmt lögreglunni í borginni var gripið til þessa ráðs svo hægt sé að óska eftir liðsauka ef til þess kemur. Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu á götur borgarinnar í gær til að mótmæla því að styttu af hershöfðingja úr Þrælastríðinu verði fjarlægð. Hópur fólks hefur nú brugðið á það ráð að blása til gagnmótmæla til að lýsa yfir stuðningi við að styttan verði fjarlægð, sem af mörgum þykir vera merki um svartan blett á sögu Suðurríkjanna.Sjá einnig: Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu í gönguHér sést styttan af Robert E. Lee sem til stendur að fjarlægja.Vísir/GettyBúist er við því að þúsundir manna mótmæli í borginni í dag og samkvæmt frétt á vef BBC eru tveir slasaðir nú þegar. Lögreglan hefur beitt táragasi gegn mótmælendum og einhverjir hafa verið handteknir vegna ólöglegrar samkundu í almenningsgarðinum Emancipation Park. Til stendur að fjarlægja styttu af Robert E. Lee, foringja herdeilda Suðurríkjanna í Þrælastríðinu. Lee var frá Charlottesville. Hvítu þjóðernissinnarnir gengu til að mótmæla því að styttan yrði tekin niður. Jason Kessler, skipuleggjandi mótmælanna, hefur sakað borgina um hatur á hvítu fólki. Hann lýsti mótmælunum sem „ótrúlegri stund fyrir hvítt fólk sem er komið með meira en nóg og sættir sig ekki við meira“. Göngumenn eru ennfremur sagðir hafa hrópað „ein þjóð, eitt land, stöðvið innflutning fólks“ og „gyðingar munu ekki velta okkur úr sessi.“ Borgarstjóri Charlottesville fordæmdi gönguna og kallaði þátttakendurnar kynþáttahatara. Margir töldu kyndlana sem göngumenn báru í gærkvöldi vísun í Ku Klux Klan, haturssamtökin alræmdu.
Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu í göngu Slagorð gegn gyðingum voru á meðal þess sem hvítir þjóðernissinnar hrópuðu í fjölmennri mótmælagöngu í Virginíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. 12. ágúst 2017 11:12 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu í göngu Slagorð gegn gyðingum voru á meðal þess sem hvítir þjóðernissinnar hrópuðu í fjölmennri mótmælagöngu í Virginíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. 12. ágúst 2017 11:12