Bað son sinn að mótmæla friðsamlega Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. ágúst 2017 15:54 James FIelds er ákærður fyrir manndráp, líkamstjón og fleiri brot. Hann er grunaður um að hafa ekið niður fólk sem mótmælti öfgamönnunum. Vísir/AFP James Alex Fields Jr., sem ók bíl sínum á mótmælendur í Charlottesville í gær með þeim afleiðingum að ein kona lést, sendi móður sinni skilaboð á föstudag og bað hana að hugsa um köttinn sinn því hann væri á leið á mótmæli. Hann gaf henni aldrei neinar upplýsingar um hvers eðlis mótmælin væru. „Ég hélt að þetta hefði eitthvað að gera með Trump,“ sagði Samantha Bloom, móðir Fields, í samtali við bæjarblaðið The Toledo Blade. „Ég reyni að skipta mér ekki af hans pólitísku skoðunum.“ Hún segist þó hafa beðið son sinn að fara varlega. „Ég sagði honum að passa sig og ef að þeir ætluðu að mótmæla að gera það friðsamlega.“Sjá einnig: Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fields hefur verið ákærður fyrir manndráp og fleiri brot. Aríkislögreglan FBI segist nú rannsaka málið sem brot á borgararéttindum. Slíkar rannsóknir FBI beinast meðal annars að hatursglæpum. Hundruð hvítra þjóðernissinna, þar á meðal nýnasistar og meðlimir Ku Klux Klan, höfðu komið saman í Charlottesville til að taka þátt í stærsta viðburði þeirra í áratugi. Fjöldi þeirra gekk með kyndla í anda Ku Klux Klan til að mótmæla því að stytta af Robert E. Lee, herforingja Suðurríkjanna í Þrælastríðinu, yrði fjarlægð í Háskólanum í Virginíu á föstudagskvöld. Fjöldi fólks kom hins vegar einnig til Charlottesville til þess að mótmæla hvítu þjóðernissinnunum. Strax í gærmorgun slóst í brýnu á milli andstæðra fylkinga. Fólk slóst á götum úti, lausamunum var kastað og ertandi efnum var sprautað. Alls eru þrír sagðir látnir eftir átök gærdagsins og 19 slasaðir, þar af eru fimm í lífshættu. Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Átökin í Charlottesville: „Hatur kom til bæjarins okkar“ Tvítugur karlmaður er í haldi, grunaður um að hafa ekið á friðsama mótmælendur í Charlottesville í gær. Ríkisstjóri Virginíu skipar hvítum þjóðernissinnum og nasistum að hafa sig á brott en ekkert bólar á fordæmingu Donalds Trump forseta á hvítum öfgamönnum eða skoðunum þeirra eftir meiriháttar átök þeirra í bænum í gær. 13. ágúst 2017 07:58 Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fánar gömlu Suðurríkjanna voru áberandi í hópi hvítra þjóðernissinna sem fylktu liði í Charlottesville í Bandaríkjunum í gær. Þeir hrópuðu rasísk slagorð og sumir heilsuðu að nasistasið og báru fána með hakakrossinum. 13. ágúst 2017 11:43 Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan ákallar Trump Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan, David Duke, ákallaði Donald Trump þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við atburðum dagsins í Charlottesville. 13. ágúst 2017 00:54 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
James Alex Fields Jr., sem ók bíl sínum á mótmælendur í Charlottesville í gær með þeim afleiðingum að ein kona lést, sendi móður sinni skilaboð á föstudag og bað hana að hugsa um köttinn sinn því hann væri á leið á mótmæli. Hann gaf henni aldrei neinar upplýsingar um hvers eðlis mótmælin væru. „Ég hélt að þetta hefði eitthvað að gera með Trump,“ sagði Samantha Bloom, móðir Fields, í samtali við bæjarblaðið The Toledo Blade. „Ég reyni að skipta mér ekki af hans pólitísku skoðunum.“ Hún segist þó hafa beðið son sinn að fara varlega. „Ég sagði honum að passa sig og ef að þeir ætluðu að mótmæla að gera það friðsamlega.“Sjá einnig: Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fields hefur verið ákærður fyrir manndráp og fleiri brot. Aríkislögreglan FBI segist nú rannsaka málið sem brot á borgararéttindum. Slíkar rannsóknir FBI beinast meðal annars að hatursglæpum. Hundruð hvítra þjóðernissinna, þar á meðal nýnasistar og meðlimir Ku Klux Klan, höfðu komið saman í Charlottesville til að taka þátt í stærsta viðburði þeirra í áratugi. Fjöldi þeirra gekk með kyndla í anda Ku Klux Klan til að mótmæla því að stytta af Robert E. Lee, herforingja Suðurríkjanna í Þrælastríðinu, yrði fjarlægð í Háskólanum í Virginíu á föstudagskvöld. Fjöldi fólks kom hins vegar einnig til Charlottesville til þess að mótmæla hvítu þjóðernissinnunum. Strax í gærmorgun slóst í brýnu á milli andstæðra fylkinga. Fólk slóst á götum úti, lausamunum var kastað og ertandi efnum var sprautað. Alls eru þrír sagðir látnir eftir átök gærdagsins og 19 slasaðir, þar af eru fimm í lífshættu.
Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Átökin í Charlottesville: „Hatur kom til bæjarins okkar“ Tvítugur karlmaður er í haldi, grunaður um að hafa ekið á friðsama mótmælendur í Charlottesville í gær. Ríkisstjóri Virginíu skipar hvítum þjóðernissinnum og nasistum að hafa sig á brott en ekkert bólar á fordæmingu Donalds Trump forseta á hvítum öfgamönnum eða skoðunum þeirra eftir meiriháttar átök þeirra í bænum í gær. 13. ágúst 2017 07:58 Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fánar gömlu Suðurríkjanna voru áberandi í hópi hvítra þjóðernissinna sem fylktu liði í Charlottesville í Bandaríkjunum í gær. Þeir hrópuðu rasísk slagorð og sumir heilsuðu að nasistasið og báru fána með hakakrossinum. 13. ágúst 2017 11:43 Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan ákallar Trump Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan, David Duke, ákallaði Donald Trump þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við atburðum dagsins í Charlottesville. 13. ágúst 2017 00:54 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Átökin í Charlottesville: „Hatur kom til bæjarins okkar“ Tvítugur karlmaður er í haldi, grunaður um að hafa ekið á friðsama mótmælendur í Charlottesville í gær. Ríkisstjóri Virginíu skipar hvítum þjóðernissinnum og nasistum að hafa sig á brott en ekkert bólar á fordæmingu Donalds Trump forseta á hvítum öfgamönnum eða skoðunum þeirra eftir meiriháttar átök þeirra í bænum í gær. 13. ágúst 2017 07:58
Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fánar gömlu Suðurríkjanna voru áberandi í hópi hvítra þjóðernissinna sem fylktu liði í Charlottesville í Bandaríkjunum í gær. Þeir hrópuðu rasísk slagorð og sumir heilsuðu að nasistasið og báru fána með hakakrossinum. 13. ágúst 2017 11:43
Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan ákallar Trump Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan, David Duke, ákallaði Donald Trump þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við atburðum dagsins í Charlottesville. 13. ágúst 2017 00:54