Bað son sinn að mótmæla friðsamlega Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. ágúst 2017 15:54 James FIelds er ákærður fyrir manndráp, líkamstjón og fleiri brot. Hann er grunaður um að hafa ekið niður fólk sem mótmælti öfgamönnunum. Vísir/AFP James Alex Fields Jr., sem ók bíl sínum á mótmælendur í Charlottesville í gær með þeim afleiðingum að ein kona lést, sendi móður sinni skilaboð á föstudag og bað hana að hugsa um köttinn sinn því hann væri á leið á mótmæli. Hann gaf henni aldrei neinar upplýsingar um hvers eðlis mótmælin væru. „Ég hélt að þetta hefði eitthvað að gera með Trump,“ sagði Samantha Bloom, móðir Fields, í samtali við bæjarblaðið The Toledo Blade. „Ég reyni að skipta mér ekki af hans pólitísku skoðunum.“ Hún segist þó hafa beðið son sinn að fara varlega. „Ég sagði honum að passa sig og ef að þeir ætluðu að mótmæla að gera það friðsamlega.“Sjá einnig: Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fields hefur verið ákærður fyrir manndráp og fleiri brot. Aríkislögreglan FBI segist nú rannsaka málið sem brot á borgararéttindum. Slíkar rannsóknir FBI beinast meðal annars að hatursglæpum. Hundruð hvítra þjóðernissinna, þar á meðal nýnasistar og meðlimir Ku Klux Klan, höfðu komið saman í Charlottesville til að taka þátt í stærsta viðburði þeirra í áratugi. Fjöldi þeirra gekk með kyndla í anda Ku Klux Klan til að mótmæla því að stytta af Robert E. Lee, herforingja Suðurríkjanna í Þrælastríðinu, yrði fjarlægð í Háskólanum í Virginíu á föstudagskvöld. Fjöldi fólks kom hins vegar einnig til Charlottesville til þess að mótmæla hvítu þjóðernissinnunum. Strax í gærmorgun slóst í brýnu á milli andstæðra fylkinga. Fólk slóst á götum úti, lausamunum var kastað og ertandi efnum var sprautað. Alls eru þrír sagðir látnir eftir átök gærdagsins og 19 slasaðir, þar af eru fimm í lífshættu. Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Átökin í Charlottesville: „Hatur kom til bæjarins okkar“ Tvítugur karlmaður er í haldi, grunaður um að hafa ekið á friðsama mótmælendur í Charlottesville í gær. Ríkisstjóri Virginíu skipar hvítum þjóðernissinnum og nasistum að hafa sig á brott en ekkert bólar á fordæmingu Donalds Trump forseta á hvítum öfgamönnum eða skoðunum þeirra eftir meiriháttar átök þeirra í bænum í gær. 13. ágúst 2017 07:58 Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fánar gömlu Suðurríkjanna voru áberandi í hópi hvítra þjóðernissinna sem fylktu liði í Charlottesville í Bandaríkjunum í gær. Þeir hrópuðu rasísk slagorð og sumir heilsuðu að nasistasið og báru fána með hakakrossinum. 13. ágúst 2017 11:43 Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan ákallar Trump Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan, David Duke, ákallaði Donald Trump þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við atburðum dagsins í Charlottesville. 13. ágúst 2017 00:54 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
James Alex Fields Jr., sem ók bíl sínum á mótmælendur í Charlottesville í gær með þeim afleiðingum að ein kona lést, sendi móður sinni skilaboð á föstudag og bað hana að hugsa um köttinn sinn því hann væri á leið á mótmæli. Hann gaf henni aldrei neinar upplýsingar um hvers eðlis mótmælin væru. „Ég hélt að þetta hefði eitthvað að gera með Trump,“ sagði Samantha Bloom, móðir Fields, í samtali við bæjarblaðið The Toledo Blade. „Ég reyni að skipta mér ekki af hans pólitísku skoðunum.“ Hún segist þó hafa beðið son sinn að fara varlega. „Ég sagði honum að passa sig og ef að þeir ætluðu að mótmæla að gera það friðsamlega.“Sjá einnig: Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fields hefur verið ákærður fyrir manndráp og fleiri brot. Aríkislögreglan FBI segist nú rannsaka málið sem brot á borgararéttindum. Slíkar rannsóknir FBI beinast meðal annars að hatursglæpum. Hundruð hvítra þjóðernissinna, þar á meðal nýnasistar og meðlimir Ku Klux Klan, höfðu komið saman í Charlottesville til að taka þátt í stærsta viðburði þeirra í áratugi. Fjöldi þeirra gekk með kyndla í anda Ku Klux Klan til að mótmæla því að stytta af Robert E. Lee, herforingja Suðurríkjanna í Þrælastríðinu, yrði fjarlægð í Háskólanum í Virginíu á föstudagskvöld. Fjöldi fólks kom hins vegar einnig til Charlottesville til þess að mótmæla hvítu þjóðernissinnunum. Strax í gærmorgun slóst í brýnu á milli andstæðra fylkinga. Fólk slóst á götum úti, lausamunum var kastað og ertandi efnum var sprautað. Alls eru þrír sagðir látnir eftir átök gærdagsins og 19 slasaðir, þar af eru fimm í lífshættu.
Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Átökin í Charlottesville: „Hatur kom til bæjarins okkar“ Tvítugur karlmaður er í haldi, grunaður um að hafa ekið á friðsama mótmælendur í Charlottesville í gær. Ríkisstjóri Virginíu skipar hvítum þjóðernissinnum og nasistum að hafa sig á brott en ekkert bólar á fordæmingu Donalds Trump forseta á hvítum öfgamönnum eða skoðunum þeirra eftir meiriháttar átök þeirra í bænum í gær. 13. ágúst 2017 07:58 Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fánar gömlu Suðurríkjanna voru áberandi í hópi hvítra þjóðernissinna sem fylktu liði í Charlottesville í Bandaríkjunum í gær. Þeir hrópuðu rasísk slagorð og sumir heilsuðu að nasistasið og báru fána með hakakrossinum. 13. ágúst 2017 11:43 Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan ákallar Trump Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan, David Duke, ákallaði Donald Trump þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við atburðum dagsins í Charlottesville. 13. ágúst 2017 00:54 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Átökin í Charlottesville: „Hatur kom til bæjarins okkar“ Tvítugur karlmaður er í haldi, grunaður um að hafa ekið á friðsama mótmælendur í Charlottesville í gær. Ríkisstjóri Virginíu skipar hvítum þjóðernissinnum og nasistum að hafa sig á brott en ekkert bólar á fordæmingu Donalds Trump forseta á hvítum öfgamönnum eða skoðunum þeirra eftir meiriháttar átök þeirra í bænum í gær. 13. ágúst 2017 07:58
Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fánar gömlu Suðurríkjanna voru áberandi í hópi hvítra þjóðernissinna sem fylktu liði í Charlottesville í Bandaríkjunum í gær. Þeir hrópuðu rasísk slagorð og sumir heilsuðu að nasistasið og báru fána með hakakrossinum. 13. ágúst 2017 11:43
Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan ákallar Trump Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan, David Duke, ákallaði Donald Trump þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við atburðum dagsins í Charlottesville. 13. ágúst 2017 00:54