Thomas tryggði sér sigur á PGA-meistaramótinu með ótrúlegum lokakafla | Myndbönd Kristinn Páll Teitsson skrifar 13. ágúst 2017 23:15 Thomas á lokaflötinni í dag. Vísir/getty Bandaríski kylfingurinn Justin Thomas stóð uppi sem sigurvegari á 99. PGA-meistaramótinu í golfi á Quail Hollow-vellinum í Bandaríkjunum en hann lauk leik á átta höggum undir pari með tveggja högga forskot á næstu kylfinga. Er þetta í fyrsta skiptið sem hinn 24 árs gamli Thomas fagnar sigri á einu af fjórum risamótum ársins en hann varð um leið fjórði yngsti kylfingurinn til þess að vinna PGA-meistaramótið. Fram að deginum í dag hafði mest verið talað um Kevin Kisner og Hideki Matsuyama fyrir lokahringinn en þeir höfðust skipst á forskotinu undanfarna daga og var Thomas þremur höggum á eftir Kisner fyrir lokadaginn. Thomas fékk enga draumabyrjun, skolli á fyrstu og þriðju braut dagsins með fugli á milli þýddi að hann dróst strax aftur úr en tveir fuglar á 7. og 9. holu þýddu að hann var undir pari þegar lokahringurinn var hálfnaður. Á tíundu holu fékk Thomas ótrúlegan fugl en púttið fyrir fugli stöðvaði á holubrúninni en eftir fimm sekúndna bið féll það loksins en myndband af því má sjá hér fyrir neðan. Fylgdu því tvö pör áður en Thomas sýndi töfrana á nýjan leik, nú setti hann niður stutt innáhögg fyrir fugli á þrettándu holu sem gaf honum tveggja högga forskot á efstu kylfingana. Myndband af því má einnig sjá hér neðst í fréttinni. Síðustu þrjár holur vallarins reyndust kylfingum hausverkur alla helgina en Thomas setti niður fugl á sautjándu braut eftir frábært innáhögg. Gat hann því leyft sér að vera rólegur yfir skolla á lokaholunni, aðrir kylfingar þurftu kraftaverk til að ná honum. Franseco Molinari, Patrick Reed og Louis Oosthuizen komu næstir á sex höggum undir pari en Kisner (+3) og Matsuyama (+1) náðu sér engan vegin á strik í dag og lentu í 5. og 7. sæti.A championship moment. #PGAChamp pic.twitter.com/M3y5kC3P6U— PGA of America (@PGA) August 13, 2017 Two-shot lead! JT chips in at 12 to move to 8-under #PGAChamp Watch LIVE: https://t.co/mT5mpu9yEU pic.twitter.com/X9p4jECtG5— PGA of America (@PGA) August 13, 2017 Justin Thomas secures his 1st major championship trophy and becomes the 4th-youngest player to win the #PGAChamp in the stroke play era. pic.twitter.com/wqU6Wiw8EC— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) August 13, 2017 Golf Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Justin Thomas stóð uppi sem sigurvegari á 99. PGA-meistaramótinu í golfi á Quail Hollow-vellinum í Bandaríkjunum en hann lauk leik á átta höggum undir pari með tveggja högga forskot á næstu kylfinga. Er þetta í fyrsta skiptið sem hinn 24 árs gamli Thomas fagnar sigri á einu af fjórum risamótum ársins en hann varð um leið fjórði yngsti kylfingurinn til þess að vinna PGA-meistaramótið. Fram að deginum í dag hafði mest verið talað um Kevin Kisner og Hideki Matsuyama fyrir lokahringinn en þeir höfðust skipst á forskotinu undanfarna daga og var Thomas þremur höggum á eftir Kisner fyrir lokadaginn. Thomas fékk enga draumabyrjun, skolli á fyrstu og þriðju braut dagsins með fugli á milli þýddi að hann dróst strax aftur úr en tveir fuglar á 7. og 9. holu þýddu að hann var undir pari þegar lokahringurinn var hálfnaður. Á tíundu holu fékk Thomas ótrúlegan fugl en púttið fyrir fugli stöðvaði á holubrúninni en eftir fimm sekúndna bið féll það loksins en myndband af því má sjá hér fyrir neðan. Fylgdu því tvö pör áður en Thomas sýndi töfrana á nýjan leik, nú setti hann niður stutt innáhögg fyrir fugli á þrettándu holu sem gaf honum tveggja högga forskot á efstu kylfingana. Myndband af því má einnig sjá hér neðst í fréttinni. Síðustu þrjár holur vallarins reyndust kylfingum hausverkur alla helgina en Thomas setti niður fugl á sautjándu braut eftir frábært innáhögg. Gat hann því leyft sér að vera rólegur yfir skolla á lokaholunni, aðrir kylfingar þurftu kraftaverk til að ná honum. Franseco Molinari, Patrick Reed og Louis Oosthuizen komu næstir á sex höggum undir pari en Kisner (+3) og Matsuyama (+1) náðu sér engan vegin á strik í dag og lentu í 5. og 7. sæti.A championship moment. #PGAChamp pic.twitter.com/M3y5kC3P6U— PGA of America (@PGA) August 13, 2017 Two-shot lead! JT chips in at 12 to move to 8-under #PGAChamp Watch LIVE: https://t.co/mT5mpu9yEU pic.twitter.com/X9p4jECtG5— PGA of America (@PGA) August 13, 2017 Justin Thomas secures his 1st major championship trophy and becomes the 4th-youngest player to win the #PGAChamp in the stroke play era. pic.twitter.com/wqU6Wiw8EC— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) August 13, 2017
Golf Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira