Thomas tryggði sér sigur á PGA-meistaramótinu með ótrúlegum lokakafla | Myndbönd Kristinn Páll Teitsson skrifar 13. ágúst 2017 23:15 Thomas á lokaflötinni í dag. Vísir/getty Bandaríski kylfingurinn Justin Thomas stóð uppi sem sigurvegari á 99. PGA-meistaramótinu í golfi á Quail Hollow-vellinum í Bandaríkjunum en hann lauk leik á átta höggum undir pari með tveggja högga forskot á næstu kylfinga. Er þetta í fyrsta skiptið sem hinn 24 árs gamli Thomas fagnar sigri á einu af fjórum risamótum ársins en hann varð um leið fjórði yngsti kylfingurinn til þess að vinna PGA-meistaramótið. Fram að deginum í dag hafði mest verið talað um Kevin Kisner og Hideki Matsuyama fyrir lokahringinn en þeir höfðust skipst á forskotinu undanfarna daga og var Thomas þremur höggum á eftir Kisner fyrir lokadaginn. Thomas fékk enga draumabyrjun, skolli á fyrstu og þriðju braut dagsins með fugli á milli þýddi að hann dróst strax aftur úr en tveir fuglar á 7. og 9. holu þýddu að hann var undir pari þegar lokahringurinn var hálfnaður. Á tíundu holu fékk Thomas ótrúlegan fugl en púttið fyrir fugli stöðvaði á holubrúninni en eftir fimm sekúndna bið féll það loksins en myndband af því má sjá hér fyrir neðan. Fylgdu því tvö pör áður en Thomas sýndi töfrana á nýjan leik, nú setti hann niður stutt innáhögg fyrir fugli á þrettándu holu sem gaf honum tveggja högga forskot á efstu kylfingana. Myndband af því má einnig sjá hér neðst í fréttinni. Síðustu þrjár holur vallarins reyndust kylfingum hausverkur alla helgina en Thomas setti niður fugl á sautjándu braut eftir frábært innáhögg. Gat hann því leyft sér að vera rólegur yfir skolla á lokaholunni, aðrir kylfingar þurftu kraftaverk til að ná honum. Franseco Molinari, Patrick Reed og Louis Oosthuizen komu næstir á sex höggum undir pari en Kisner (+3) og Matsuyama (+1) náðu sér engan vegin á strik í dag og lentu í 5. og 7. sæti.A championship moment. #PGAChamp pic.twitter.com/M3y5kC3P6U— PGA of America (@PGA) August 13, 2017 Two-shot lead! JT chips in at 12 to move to 8-under #PGAChamp Watch LIVE: https://t.co/mT5mpu9yEU pic.twitter.com/X9p4jECtG5— PGA of America (@PGA) August 13, 2017 Justin Thomas secures his 1st major championship trophy and becomes the 4th-youngest player to win the #PGAChamp in the stroke play era. pic.twitter.com/wqU6Wiw8EC— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) August 13, 2017 Golf Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Justin Thomas stóð uppi sem sigurvegari á 99. PGA-meistaramótinu í golfi á Quail Hollow-vellinum í Bandaríkjunum en hann lauk leik á átta höggum undir pari með tveggja högga forskot á næstu kylfinga. Er þetta í fyrsta skiptið sem hinn 24 árs gamli Thomas fagnar sigri á einu af fjórum risamótum ársins en hann varð um leið fjórði yngsti kylfingurinn til þess að vinna PGA-meistaramótið. Fram að deginum í dag hafði mest verið talað um Kevin Kisner og Hideki Matsuyama fyrir lokahringinn en þeir höfðust skipst á forskotinu undanfarna daga og var Thomas þremur höggum á eftir Kisner fyrir lokadaginn. Thomas fékk enga draumabyrjun, skolli á fyrstu og þriðju braut dagsins með fugli á milli þýddi að hann dróst strax aftur úr en tveir fuglar á 7. og 9. holu þýddu að hann var undir pari þegar lokahringurinn var hálfnaður. Á tíundu holu fékk Thomas ótrúlegan fugl en púttið fyrir fugli stöðvaði á holubrúninni en eftir fimm sekúndna bið féll það loksins en myndband af því má sjá hér fyrir neðan. Fylgdu því tvö pör áður en Thomas sýndi töfrana á nýjan leik, nú setti hann niður stutt innáhögg fyrir fugli á þrettándu holu sem gaf honum tveggja högga forskot á efstu kylfingana. Myndband af því má einnig sjá hér neðst í fréttinni. Síðustu þrjár holur vallarins reyndust kylfingum hausverkur alla helgina en Thomas setti niður fugl á sautjándu braut eftir frábært innáhögg. Gat hann því leyft sér að vera rólegur yfir skolla á lokaholunni, aðrir kylfingar þurftu kraftaverk til að ná honum. Franseco Molinari, Patrick Reed og Louis Oosthuizen komu næstir á sex höggum undir pari en Kisner (+3) og Matsuyama (+1) náðu sér engan vegin á strik í dag og lentu í 5. og 7. sæti.A championship moment. #PGAChamp pic.twitter.com/M3y5kC3P6U— PGA of America (@PGA) August 13, 2017 Two-shot lead! JT chips in at 12 to move to 8-under #PGAChamp Watch LIVE: https://t.co/mT5mpu9yEU pic.twitter.com/X9p4jECtG5— PGA of America (@PGA) August 13, 2017 Justin Thomas secures his 1st major championship trophy and becomes the 4th-youngest player to win the #PGAChamp in the stroke play era. pic.twitter.com/wqU6Wiw8EC— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) August 13, 2017
Golf Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Sjá meira