Erlent

Átján féllu í árás á veitingastað í Búrkína Fasó

Samúel Karl Ólason skrifar
Yfirvöld í Búrkína Fasó.
Yfirvöld í Búrkína Fasó. Vísir/AFP
Minnst átján eru látnir og átta eru særðir eftir árás vígamanna á veitingastað í Búrkína Fasó. Remis Dandjinou, samskiptaráðherra segir að minnst tveir vígamenn hefðu verið felldir af öryggissveitum. Ekki liggur fyrir hvort að þeir séu taldir með þeim átján sem féllu. Árásin hófst í gærkvöldi, en lauk nú í morgun. Hann segir árásina vera hryðjuverk.



Fregnum ber ekki saman um hvort að árásarmennirnir hafi verið tveir eða þrír.



Vígamennirnir eru sagðir hafa skotið á gesti fyrir utan veitingastaðinn áður en þeir fóru þangað inn og tóku gísla.

Í janúar í fyrra gerðu vígasamtök sem tengjast al-Qaeda árás á veitingastað sem er skammt frá þeim sem ráðist var á nú. Þá létu þrjátíu manns lífið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×