Innlent

Landspítali mun rannsaka sjálfsvíg

Sæunn Gísladóttir skrifar
Geðdeild Landspítalans.
Geðdeild Landspítalans.
Af hálfu Landspítalans mun fara fram ítarleg skoðun á atvikum málsins þegar ungur maður svipti sig lífi á geðdeild Landspítala aðfaranótt 11. ágúst.

Fram kemur í tilkynningu að landspítali harmi fráfall mannsins og sáran missi fjölskyldu og vina.

Landspítali líti málið mjög alvarlegum augum og lögreglu var strax tilkynnt um málið. Þá hefur framkvæmdstjóri lækninga tilkynnt það til Embættis landlæknis, eins og lög kveða á um.

Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag þykir það gagnrýnisvert að maður í sjálfsvígshugleiðingum hafi verið færður í herbergi þar sem aðbúnaður til sjálfsvígs var mögulegur. Ekki er um einstakt tilfelli að ræða.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×