Setja milljarð í að bæta vinnuumhverfi leik- og grunnskólakennara Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 14. ágúst 2017 20:00 Síðustu vikuna hefur fréttastofa fjallað um að það vanti fólk í yfir 130 stöður í leikskólum og yfir sjötíu í grunnskólum. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, segir algjört forgangsatriði hjá borginni að fylla þessar stöður. „Þetta vinnst með sameiginlegu átaki. Stjórnendur okkar eru útsjónasamir að leita lausna og sviðið er að vinna baki brotnu til að leysa þessi mál. Og það mun leysast," segir Skúli. Stjórnendur hafa bent á að það hafi verið augljóst hvert stefndi strax í vor og margir furða sig á seinum viðbrögðum stjórnvalda. Skúli segir að unnið hafi verið að greiningu á vinnuumhverfi leik- og grunnskólakennara frá því síðasta haust og bæta eigi fjármagni í málaflokkinn. „Það stefnir í að þetta gæti orðið einn milljarður til viðbótar við þá tvo milljarða sem við höfum fengið í aukningu á þessu ári, miðað við í fyrra, þannig að þetta eru býsna stórar tölur.“Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundasviðsÞetta fjármagn er ekki hægt að nota í launahækkanir enda eru laun greidd eftir kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga. En borgin mun einnig reyna að höfða til þeirra sem hafa kennararéttindi en starfa á öðrum vettvangi - enda fimm þúsund manns á landinu með kennaramenntun. „Við erum að láta vinna rannsókn af hverju þessi hópur er ekki að nýta sína menntun og hvað við getum gert til að fá fólkið til starfa.“En eru það einhver geimvísindi, er þetta ekki bara spurning um hærri laun? Það er þess vegna sem við byrjuðum á að hækka launin. Þau hafa hækkað talsvert mikið frá 2014 en sannarlega mega þau hækka meira. Það þarf að mínu mati að breyta gildismatinu og launastrúktúrnum í landinu," segir Skúli Helgason. Tengdar fréttir Mannekla veldur óvissu hjá foreldrum og dagforeldrum Biðlistar lengjast hjá dagforeldrum sem eru enn með börn á leikskólaaldri í vistun og foreldrar barna sem bíða eftir plássi í leikskóla eiga í vandræðum með að púsla saman daglega lífinu. 10. ágúst 2017 19:08 Vantar fólk í ríflega 200 stöðugildi í leik- og grunnskólum borgarinnar Á leikskólanum Jörfa vantar þriðjung starfsliðsins og er búið að loka einni deild á leikskólanum. Leikskólastjórinn segir ástandið aldrei hafa verið jafn slæmt. 9. ágúst 2017 18:45 Alvarleg staða í grunnskólum: Kennarar hverfa til annarra starfa Enn vantar að ráða fjölda starfsmanna í grunnaskóla Reykjavíkur en starf hefst í skólunum í næstu viku. Formaður félags skólastjórnenda í Reykjavík segir uppsagnir kennara hafa verið að berast fram í júlímánuð og þeir séu að hverfa til annarra starfa. 11. ágúst 2017 19:30 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Síðustu vikuna hefur fréttastofa fjallað um að það vanti fólk í yfir 130 stöður í leikskólum og yfir sjötíu í grunnskólum. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, segir algjört forgangsatriði hjá borginni að fylla þessar stöður. „Þetta vinnst með sameiginlegu átaki. Stjórnendur okkar eru útsjónasamir að leita lausna og sviðið er að vinna baki brotnu til að leysa þessi mál. Og það mun leysast," segir Skúli. Stjórnendur hafa bent á að það hafi verið augljóst hvert stefndi strax í vor og margir furða sig á seinum viðbrögðum stjórnvalda. Skúli segir að unnið hafi verið að greiningu á vinnuumhverfi leik- og grunnskólakennara frá því síðasta haust og bæta eigi fjármagni í málaflokkinn. „Það stefnir í að þetta gæti orðið einn milljarður til viðbótar við þá tvo milljarða sem við höfum fengið í aukningu á þessu ári, miðað við í fyrra, þannig að þetta eru býsna stórar tölur.“Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundasviðsÞetta fjármagn er ekki hægt að nota í launahækkanir enda eru laun greidd eftir kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga. En borgin mun einnig reyna að höfða til þeirra sem hafa kennararéttindi en starfa á öðrum vettvangi - enda fimm þúsund manns á landinu með kennaramenntun. „Við erum að láta vinna rannsókn af hverju þessi hópur er ekki að nýta sína menntun og hvað við getum gert til að fá fólkið til starfa.“En eru það einhver geimvísindi, er þetta ekki bara spurning um hærri laun? Það er þess vegna sem við byrjuðum á að hækka launin. Þau hafa hækkað talsvert mikið frá 2014 en sannarlega mega þau hækka meira. Það þarf að mínu mati að breyta gildismatinu og launastrúktúrnum í landinu," segir Skúli Helgason.
Tengdar fréttir Mannekla veldur óvissu hjá foreldrum og dagforeldrum Biðlistar lengjast hjá dagforeldrum sem eru enn með börn á leikskólaaldri í vistun og foreldrar barna sem bíða eftir plássi í leikskóla eiga í vandræðum með að púsla saman daglega lífinu. 10. ágúst 2017 19:08 Vantar fólk í ríflega 200 stöðugildi í leik- og grunnskólum borgarinnar Á leikskólanum Jörfa vantar þriðjung starfsliðsins og er búið að loka einni deild á leikskólanum. Leikskólastjórinn segir ástandið aldrei hafa verið jafn slæmt. 9. ágúst 2017 18:45 Alvarleg staða í grunnskólum: Kennarar hverfa til annarra starfa Enn vantar að ráða fjölda starfsmanna í grunnaskóla Reykjavíkur en starf hefst í skólunum í næstu viku. Formaður félags skólastjórnenda í Reykjavík segir uppsagnir kennara hafa verið að berast fram í júlímánuð og þeir séu að hverfa til annarra starfa. 11. ágúst 2017 19:30 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Mannekla veldur óvissu hjá foreldrum og dagforeldrum Biðlistar lengjast hjá dagforeldrum sem eru enn með börn á leikskólaaldri í vistun og foreldrar barna sem bíða eftir plássi í leikskóla eiga í vandræðum með að púsla saman daglega lífinu. 10. ágúst 2017 19:08
Vantar fólk í ríflega 200 stöðugildi í leik- og grunnskólum borgarinnar Á leikskólanum Jörfa vantar þriðjung starfsliðsins og er búið að loka einni deild á leikskólanum. Leikskólastjórinn segir ástandið aldrei hafa verið jafn slæmt. 9. ágúst 2017 18:45
Alvarleg staða í grunnskólum: Kennarar hverfa til annarra starfa Enn vantar að ráða fjölda starfsmanna í grunnaskóla Reykjavíkur en starf hefst í skólunum í næstu viku. Formaður félags skólastjórnenda í Reykjavík segir uppsagnir kennara hafa verið að berast fram í júlímánuð og þeir séu að hverfa til annarra starfa. 11. ágúst 2017 19:30