Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Víkingur Ó. 0-1 | Guðmundur Steinn tryggði tíu Ólsurum þrjú stig í Eyjum Einar Kristinn Helgason skrifar 16. ágúst 2017 21:30 Góður sigur hjá Víkingum í kvöld. Vísir/Andri Marinó Nýkrýndir bikarmeistarar í ÍBV tóku á móti Víkingi Ó. í 15. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld en lokatölur leiksins voru 0:1, gestunum í vil. Með sigri hefðu Eyjamenn getað jafnað Víking Ó. að stigum en í staðin breikkaði bilið í sex stig og staðan orðin alvarleg fyrir Eyjamenn sem sitja í fallsæti. Eins og við mátti búast fór leikurinn hægt af stað, Eyjamenn voru eilítið meira til baka á meðan Víkingur hélt boltanum án þess þó að skapa sér neitt. Á 13. mínútu leiksins munaði minnstu að Sindri Snær Magnússon, fyrirliði ÍBV, kæmi heimamönnum yfir en skalli hans fór í þverslánna. Stuttu seinna fékk Gunnar Heiðar Þorvaldsson dauðafæri þegar boltinn hrökk óvart til hans inni í vítateig en Cristian Martinez Liberato í marki gestanna sá við honum. Eftir rúman hálftíma leik átti Kenan Turudija, leikmaður Víkings, virkilega fínt skot en því miður fyrir hann aðra Ólsara fór boltinn í slánna. Derby Carillo í marki ÍBV stóð sem fastast á línunni og hefði ekki komið neinum vörnum við hefði skotið verið örlítið lægra. Þversláin átti eftir að koma við sögu aftur í fyrri hálfleiknum en misheppnuð fyrirgjöf Færeyingsins Kaj Leo í Bartalsstovu hafnaði óvænt á ofanverðri slánni og yfir markið. Á sömu mínútu komst Pablo Punyed í ákjósanlega stöðu enn inn vildi boltinn ekki. Lítil breyting var á spilamennsku liðanna í síðari hálfleik og í raun lítið markvert sem gerðist þar til rauða spjaldið fór á loft eftir um 70 mínútna leik. Kwame Quee fékk þá beint rautt spjald eftir viðskipti sín við Gunnar Heiðar Þorvaldsson sem lá eftir í valnum. Harður dómur og hefði gult líklega verið meira viðeigandi í þessu tilviki. Eitthvað hresstust liðsmenn Víkings við þetta því á 73. mínútu kom Guðmundur Steinn Hafsteinsson þeim yfir með fínu skallamarki. Í kjölfarið fjölguðu Eyjamenn í fremstu víglínu hjá sér án þess að ógna marki andstæðingsins verulega. Á móti opnaðist vörn ÍBV en varamaðurinn Þorsteinn Már Ragnarsson, í liði Víkings, fór tvívegis illa að ráði sínu í upplögðu færi. Fleiri urðu mörkin ekki og lokastaða 0:1 eins og fyrr segir.Af hverju vann Víkingur Ó.? Stigin þrjú hefðu svo sem getað dottið hvoru megin sem var þar sem nokkuð jafnræði var með liðunum. Það var fátt um fína drætti í leiknum en góður skalli Guðmunds Steins var munurinn í dag.Hverjir stóðu upp úr? Guðmundur Steinn var líklega eini maðurinn sem stóð upp úr í dag en hann barðist vel í fremstu víglínu og lét varnarmenn ÍBV hafa fyrir hlutunum. Ásamt því að skora sigurmarkið, þá tapaði hann boltanum sjaldan og átti sendingu á Þorstein Má sem klúðraði einn á móti Derby.Hvað gekk illa? Ljóst var að bæði lið vildu ekki fá á sig mark í leiknum og einkenndist hann því ekki af góðum fótbolta. Eyjamenn lágu oft og tíðum langt til baka með marga menn í vörn og treystu á langa bolta sem oftar en ekki enduðu aftur í vörslu Víkings. Eyjamönnum gekk einnig illa að nýta sér liðsmuninn eftir að Kwame Quee, leikmaður Víkings, fékk beint rautt spjald á 69. mínútu.Maður leiksins: Guðmundur Steinn Hafsteinsson, Víkingur Ó Einkunnir má sjá með því að smella á flipann Liðin hér fyrir ofanEjub Purisevic, þjálfari Víkinga,Vísir/EyþórEjub: Vorum alltaf líklegir Ejub Purisevic, þjálfari Víkinga, var að vonum sáttur með stigin þrjú þegar blaðamaður ræddi við hann eftir leik. „Þetta var mjög sætt og mér fannst við hafa unnið fyrir því í dag.“ Fannst þér þið vera betri aðilinn? „Ég veit það ekki, leikurinn var mjög taktískur og sérstaklega í fyrri hálfleik. Mér fannst við alla vega ekki vera verri og vorum alltaf líklegir þannig þetta var alveg verðskuldað,“ sagði Ejub Purisevic, þjálfari Víkinga. Aðspurður út í brottrekstur Kwame Quee sagði Ejub það aldrei hafa átt að vera rautt spjald. „Ég var nálægt þessu og þetta var aldrei rautt að mínu mati. Ef við skoðum bara línuna sem dómarinn setti í þessum leik og aðrar ákvarðanir þá fannst mér þetta ekki vera rautt. Það er allt í lagi að skoða þetta í sjónvarpinu og vera viss en þetta er mikil og stór ákvörðun, sérstaklega ef dómarinn var ekki viss,“ sagði Ejub. Eftir leikinn eru sex stig sem skilja á milli liðanna en Ejub segist ekki geta leyft sér að anda léttar. „Nei, ég mun bara skoða töfluna í lok september. Þessi þrjú stig gefa okkur vissulega mikið en við getum ekki leyft okkur að slaka á heldur þurfum við að fara að undirbúa okkur fyrir næsta leik og reyna fá stig þar og koll af kolli,“ sagði Ejub. Það vakti athygli að Pape Mamadou Faye var á bekknum í dag og einhverjar sögusagnir á kreiki um ástæðuna. Getur þú eitthvað sagt um það? „Já, Pape átti að vera í byrjunarliði í dag en eitthvað kom uppá,“ sagði Ejub að lokum.Guðmundur Steinn: Staðan í töflunni gerir þetta sætara Eitt núll sigur í sex stiga leik, þetta hlýtur að vera sætt? „Já, virkilega sætt og sérstaklega úr því að vera einum færri í stöðunni 0:0, það var virkilega gott að sigla þessu heim, bara gerist ekki betra,“ sagði Guðmundur Steinn Hafsteinsson, hetja Víkinga i leiknum. Sjálfur var Guðmundur á mála hjá ÍBV en segir það ekki skipta máli í svona leikjum. „Það er bara gaman að skora og vinna, ekki endilega af því að þetta var ÍBV. Staðan í töflunni er bara þannig að þessi leikur var þvílíkt mikilvægur fyrir bæði lið, það kannski gerir þetta sætara, að vinna liðið sem er að narta í okkur fyrir neðan,“ sagði Guðmundur Steinn. Næsti leikur Víkings er á sunnudaginn og segir Guðmundur að liðið verði að nýta tímann vel fram að honum. „Við verðum bara að slaka aðeins á og ná þessum leik úr okkur og svo bara byrja strax að æfa fyrir næsta leik, þetta er þétt núna og það er bara gaman,“ sagði Guðmundur Steinn. Það var ekki mikið um fína drætti í þessum leik, hvernig horfði þetta við þér? „Það er alveg rétt, það voru sláarskot hjá báðum og eins og þú segir þá lágu bæði lið svolítið til baka en þessu tvö lið eru svo sem ekki vön því að hafa mikið boltann. Menn voru ekki beint á heimavelli þegar kom að því að stjórna spilinu en mér fannst bæði lið gera það ágætlega, spila þétt og loka svæðum. Hvorugt liðið vildi tapa en þeir taka kannski aðeins meiri sénsa manni fleiri og við nýttum okkur það,“ sagði Guðmundur Steinn.Gunnar Heiðar Þorvaldsson í leik á móti Reykjavíkur Víkingum.Vísir/Andri MarinóGunnar Heiðar: Ef við viljum fara erfiðu leiðina þá bara gerum við það Martraðar niðurstaða fyrir ykkur eða hvað? „Jú þetta var ekki nógu góð úrslit, við hefðum allavega ekki átt að tapa hérna. En nú erum við komnir í þessa holu og það er enginn annar sem getur hjálpað okkur, við verðum bara að þjappa okkur saman og klára þetta. Ef við viljum fara erfiðu leiðina þá bara gerum við það,“ segir Gunnar Heiðar Þorvaldsson. Þið spilið flottan fótbolta í bikarúrslitunum síðustu helgi en það er alls ekki það sama uppi á teningnum í dag, hvað veldur? „Ég veit það ekki. Við töluðum um það fyrir leik að við værum komnir með sjálfstraust núna, eftir að hafa unnið þennan leik og eftir að hafa gengið vel í síðustu leikjum. Við spilum svo sem ekkert illa í dag, við vorum bara aðeins of lengi af stað og fastir í fjórða gír í stað fimmta. Við töluðum um í hálfleik að bæta það en eins og ég segi, svona er fótboltinn, það þýðir ekkert að gráta það. Það eru sex leikir eftir og 18 stig í pottinum og við verðum bara að vinna það sem eftir er ef við ætlum að halda okkur uppi,“ segir Gunnar Heiðar. Aðspurður út í rauða spjaldið segir Gunnar Heiðar það rétta ákvörðun. „Hann kemur bara með báðar lappir beint í löppina á mér og ég meina þetta er bara rautt og ekkert annað enda enginn að andmæla þessu eins og þið sáuð,“ segir Gunnar Heiðar.Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV.Vísir/EyþórKristján Guðmundsson: Erum bara komnir í störukeppni við falldrauginn „Við erum bara komnir í störukeppni við falldrauginn,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, aðspurður út í þá stöðu liðsins eftir leikinn og bætti við að liðið hefði ekki mætt nógu ákveðið til leiks. „Við vorum ekki nógu ákveðnir þegar við sóttum fram á völlinn, töpuðum boltanum eða skiluðum honum aftur til baka. Við náðum ekki upp nógu mikilli orku fyrr en of seint í fyrri hálfleiknum. Í seinni hálfleik kom ágætis kafli en við sofnum á verðinum þegar við erum einum fleiri, það hefur gerst áður,“ sagði Kristján. Það virðist vera að þeir styrkist eftir rauða spjaldið ef eitthvað er. „Já, þeir skora þetta mark sem ég er mjög ósáttur með en það má ekki taka það frá Víkingi Ólafsvík að þeir eru með mjög sterkt lið. Þó þeir heita Víkingur Ólafsvík þá eru þeir ekki með slakt lið, þvert á móti eru þeir með mjög sterkt og þroskað lið,“ sagði Kristján. Nú er stutt í næsta leik, hvernig ætlar þú að mótivera þína menn? „Við verðum bara að gera okkur grein fyrir þessari erfiðu stöðu og ég held að allir geri það. Það er stutt á milli að vera að fagna bikarmeistaratitli fyrir þremur dögum og síðan horfast í augu við falldrauginn og átta sig á því að við gætum verið að fara niður. Svona er fótboltinn, hann tekur mann niður þegar maður á síst von á því,“ sagði Kristján að lokum. Pepsi Max-deild karla
Nýkrýndir bikarmeistarar í ÍBV tóku á móti Víkingi Ó. í 15. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld en lokatölur leiksins voru 0:1, gestunum í vil. Með sigri hefðu Eyjamenn getað jafnað Víking Ó. að stigum en í staðin breikkaði bilið í sex stig og staðan orðin alvarleg fyrir Eyjamenn sem sitja í fallsæti. Eins og við mátti búast fór leikurinn hægt af stað, Eyjamenn voru eilítið meira til baka á meðan Víkingur hélt boltanum án þess þó að skapa sér neitt. Á 13. mínútu leiksins munaði minnstu að Sindri Snær Magnússon, fyrirliði ÍBV, kæmi heimamönnum yfir en skalli hans fór í þverslánna. Stuttu seinna fékk Gunnar Heiðar Þorvaldsson dauðafæri þegar boltinn hrökk óvart til hans inni í vítateig en Cristian Martinez Liberato í marki gestanna sá við honum. Eftir rúman hálftíma leik átti Kenan Turudija, leikmaður Víkings, virkilega fínt skot en því miður fyrir hann aðra Ólsara fór boltinn í slánna. Derby Carillo í marki ÍBV stóð sem fastast á línunni og hefði ekki komið neinum vörnum við hefði skotið verið örlítið lægra. Þversláin átti eftir að koma við sögu aftur í fyrri hálfleiknum en misheppnuð fyrirgjöf Færeyingsins Kaj Leo í Bartalsstovu hafnaði óvænt á ofanverðri slánni og yfir markið. Á sömu mínútu komst Pablo Punyed í ákjósanlega stöðu enn inn vildi boltinn ekki. Lítil breyting var á spilamennsku liðanna í síðari hálfleik og í raun lítið markvert sem gerðist þar til rauða spjaldið fór á loft eftir um 70 mínútna leik. Kwame Quee fékk þá beint rautt spjald eftir viðskipti sín við Gunnar Heiðar Þorvaldsson sem lá eftir í valnum. Harður dómur og hefði gult líklega verið meira viðeigandi í þessu tilviki. Eitthvað hresstust liðsmenn Víkings við þetta því á 73. mínútu kom Guðmundur Steinn Hafsteinsson þeim yfir með fínu skallamarki. Í kjölfarið fjölguðu Eyjamenn í fremstu víglínu hjá sér án þess að ógna marki andstæðingsins verulega. Á móti opnaðist vörn ÍBV en varamaðurinn Þorsteinn Már Ragnarsson, í liði Víkings, fór tvívegis illa að ráði sínu í upplögðu færi. Fleiri urðu mörkin ekki og lokastaða 0:1 eins og fyrr segir.Af hverju vann Víkingur Ó.? Stigin þrjú hefðu svo sem getað dottið hvoru megin sem var þar sem nokkuð jafnræði var með liðunum. Það var fátt um fína drætti í leiknum en góður skalli Guðmunds Steins var munurinn í dag.Hverjir stóðu upp úr? Guðmundur Steinn var líklega eini maðurinn sem stóð upp úr í dag en hann barðist vel í fremstu víglínu og lét varnarmenn ÍBV hafa fyrir hlutunum. Ásamt því að skora sigurmarkið, þá tapaði hann boltanum sjaldan og átti sendingu á Þorstein Má sem klúðraði einn á móti Derby.Hvað gekk illa? Ljóst var að bæði lið vildu ekki fá á sig mark í leiknum og einkenndist hann því ekki af góðum fótbolta. Eyjamenn lágu oft og tíðum langt til baka með marga menn í vörn og treystu á langa bolta sem oftar en ekki enduðu aftur í vörslu Víkings. Eyjamönnum gekk einnig illa að nýta sér liðsmuninn eftir að Kwame Quee, leikmaður Víkings, fékk beint rautt spjald á 69. mínútu.Maður leiksins: Guðmundur Steinn Hafsteinsson, Víkingur Ó Einkunnir má sjá með því að smella á flipann Liðin hér fyrir ofanEjub Purisevic, þjálfari Víkinga,Vísir/EyþórEjub: Vorum alltaf líklegir Ejub Purisevic, þjálfari Víkinga, var að vonum sáttur með stigin þrjú þegar blaðamaður ræddi við hann eftir leik. „Þetta var mjög sætt og mér fannst við hafa unnið fyrir því í dag.“ Fannst þér þið vera betri aðilinn? „Ég veit það ekki, leikurinn var mjög taktískur og sérstaklega í fyrri hálfleik. Mér fannst við alla vega ekki vera verri og vorum alltaf líklegir þannig þetta var alveg verðskuldað,“ sagði Ejub Purisevic, þjálfari Víkinga. Aðspurður út í brottrekstur Kwame Quee sagði Ejub það aldrei hafa átt að vera rautt spjald. „Ég var nálægt þessu og þetta var aldrei rautt að mínu mati. Ef við skoðum bara línuna sem dómarinn setti í þessum leik og aðrar ákvarðanir þá fannst mér þetta ekki vera rautt. Það er allt í lagi að skoða þetta í sjónvarpinu og vera viss en þetta er mikil og stór ákvörðun, sérstaklega ef dómarinn var ekki viss,“ sagði Ejub. Eftir leikinn eru sex stig sem skilja á milli liðanna en Ejub segist ekki geta leyft sér að anda léttar. „Nei, ég mun bara skoða töfluna í lok september. Þessi þrjú stig gefa okkur vissulega mikið en við getum ekki leyft okkur að slaka á heldur þurfum við að fara að undirbúa okkur fyrir næsta leik og reyna fá stig þar og koll af kolli,“ sagði Ejub. Það vakti athygli að Pape Mamadou Faye var á bekknum í dag og einhverjar sögusagnir á kreiki um ástæðuna. Getur þú eitthvað sagt um það? „Já, Pape átti að vera í byrjunarliði í dag en eitthvað kom uppá,“ sagði Ejub að lokum.Guðmundur Steinn: Staðan í töflunni gerir þetta sætara Eitt núll sigur í sex stiga leik, þetta hlýtur að vera sætt? „Já, virkilega sætt og sérstaklega úr því að vera einum færri í stöðunni 0:0, það var virkilega gott að sigla þessu heim, bara gerist ekki betra,“ sagði Guðmundur Steinn Hafsteinsson, hetja Víkinga i leiknum. Sjálfur var Guðmundur á mála hjá ÍBV en segir það ekki skipta máli í svona leikjum. „Það er bara gaman að skora og vinna, ekki endilega af því að þetta var ÍBV. Staðan í töflunni er bara þannig að þessi leikur var þvílíkt mikilvægur fyrir bæði lið, það kannski gerir þetta sætara, að vinna liðið sem er að narta í okkur fyrir neðan,“ sagði Guðmundur Steinn. Næsti leikur Víkings er á sunnudaginn og segir Guðmundur að liðið verði að nýta tímann vel fram að honum. „Við verðum bara að slaka aðeins á og ná þessum leik úr okkur og svo bara byrja strax að æfa fyrir næsta leik, þetta er þétt núna og það er bara gaman,“ sagði Guðmundur Steinn. Það var ekki mikið um fína drætti í þessum leik, hvernig horfði þetta við þér? „Það er alveg rétt, það voru sláarskot hjá báðum og eins og þú segir þá lágu bæði lið svolítið til baka en þessu tvö lið eru svo sem ekki vön því að hafa mikið boltann. Menn voru ekki beint á heimavelli þegar kom að því að stjórna spilinu en mér fannst bæði lið gera það ágætlega, spila þétt og loka svæðum. Hvorugt liðið vildi tapa en þeir taka kannski aðeins meiri sénsa manni fleiri og við nýttum okkur það,“ sagði Guðmundur Steinn.Gunnar Heiðar Þorvaldsson í leik á móti Reykjavíkur Víkingum.Vísir/Andri MarinóGunnar Heiðar: Ef við viljum fara erfiðu leiðina þá bara gerum við það Martraðar niðurstaða fyrir ykkur eða hvað? „Jú þetta var ekki nógu góð úrslit, við hefðum allavega ekki átt að tapa hérna. En nú erum við komnir í þessa holu og það er enginn annar sem getur hjálpað okkur, við verðum bara að þjappa okkur saman og klára þetta. Ef við viljum fara erfiðu leiðina þá bara gerum við það,“ segir Gunnar Heiðar Þorvaldsson. Þið spilið flottan fótbolta í bikarúrslitunum síðustu helgi en það er alls ekki það sama uppi á teningnum í dag, hvað veldur? „Ég veit það ekki. Við töluðum um það fyrir leik að við værum komnir með sjálfstraust núna, eftir að hafa unnið þennan leik og eftir að hafa gengið vel í síðustu leikjum. Við spilum svo sem ekkert illa í dag, við vorum bara aðeins of lengi af stað og fastir í fjórða gír í stað fimmta. Við töluðum um í hálfleik að bæta það en eins og ég segi, svona er fótboltinn, það þýðir ekkert að gráta það. Það eru sex leikir eftir og 18 stig í pottinum og við verðum bara að vinna það sem eftir er ef við ætlum að halda okkur uppi,“ segir Gunnar Heiðar. Aðspurður út í rauða spjaldið segir Gunnar Heiðar það rétta ákvörðun. „Hann kemur bara með báðar lappir beint í löppina á mér og ég meina þetta er bara rautt og ekkert annað enda enginn að andmæla þessu eins og þið sáuð,“ segir Gunnar Heiðar.Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV.Vísir/EyþórKristján Guðmundsson: Erum bara komnir í störukeppni við falldrauginn „Við erum bara komnir í störukeppni við falldrauginn,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, aðspurður út í þá stöðu liðsins eftir leikinn og bætti við að liðið hefði ekki mætt nógu ákveðið til leiks. „Við vorum ekki nógu ákveðnir þegar við sóttum fram á völlinn, töpuðum boltanum eða skiluðum honum aftur til baka. Við náðum ekki upp nógu mikilli orku fyrr en of seint í fyrri hálfleiknum. Í seinni hálfleik kom ágætis kafli en við sofnum á verðinum þegar við erum einum fleiri, það hefur gerst áður,“ sagði Kristján. Það virðist vera að þeir styrkist eftir rauða spjaldið ef eitthvað er. „Já, þeir skora þetta mark sem ég er mjög ósáttur með en það má ekki taka það frá Víkingi Ólafsvík að þeir eru með mjög sterkt lið. Þó þeir heita Víkingur Ólafsvík þá eru þeir ekki með slakt lið, þvert á móti eru þeir með mjög sterkt og þroskað lið,“ sagði Kristján. Nú er stutt í næsta leik, hvernig ætlar þú að mótivera þína menn? „Við verðum bara að gera okkur grein fyrir þessari erfiðu stöðu og ég held að allir geri það. Það er stutt á milli að vera að fagna bikarmeistaratitli fyrir þremur dögum og síðan horfast í augu við falldrauginn og átta sig á því að við gætum verið að fara niður. Svona er fótboltinn, hann tekur mann niður þegar maður á síst von á því,“ sagði Kristján að lokum.