Viðskipti erlent

Svona mun útlit Facebook breytast á næstu vikum

Atli Ísleifsson skrifar
Búið er að prófa útlitsbreytingarnar á hjá hópi notenda á síðustu vikum.
Búið er að prófa útlitsbreytingarnar á hjá hópi notenda á síðustu vikum. Vísir/Getty
Notendur Facebook munu á næstu vikum taka eftir breytingum á útliti samfélagsmiðilsins. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Facebook sem birtist í gær.

Með breytingunum er vonast til að auðvelda samskipti fólks í athugasemdahluta færslna á Facebook. „Við höfum uppfært hönnun athugasemda sem mun auðvelda fólki að sjá hvaða athugasemdir eru bein svör við innlegg annars.“

Búið er að prófa útlitsbreytingarnar á hjá hópi notenda á síðustu vikum.

Útlit deilinga fólks og síðna á hlekkjum eða myndum breytist sömuleiðis og virðist Facebook vera að færa sig í átt frá hinum hefðbundna bláa lit sínum í átt að gráum sem verður meira áberandi eftir breytingar. Er talið að litabreytingarnar sé liður í að tengja miðilinn betur við Instagram sem einnig er í eigu Facebook.

Með breytingunum er einnig vonast til að auðveldara verði að lesa efnið á síðunni og að flakka inni á síðunni, sem og að ýta á hina ýmsu hnappa inni í Facebook-appinu.

Að neðan má sjá myndir af þeim breytingum sem notendur munu fá að kynnast á næstu vikum.

Facebook
facebook
facebook





Fleiri fréttir

Sjá meira


×