„Leita þarf lausna án tafar en drepa ekki málinu á dreif með karpi“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. ágúst 2017 22:57 Vísir/Stefán Sveitarstjórn Húnavatnshrepps lýsir yfir „þungum áhyggjum“ vegna boðaðra lækkana á verði til sauðfjárbænda í komandi sláturtíð og skorar á hlutaðeigandi að leita allra leiða til að leysa þá „grafalvarlegu stöðu“ sem uppi er. Sveitarstjórnin samþykkti samhljóða á fundi sínum í kvöld ályktun þar sem sagt er að verði boðaðar verðlækkanir á afurðaverði til sauðfjárbænda nú í haust að veruleika sé rekstrargrundvöllur sauðfjárbúa í landinu algerlega brostinn. Ljóst er að mati sveitarstjórnarinnar að það muni hafa í för með sér hrun í búgreininni og í framhaldi af því stórfellda byggðaröskun „Sauðfjárrækt er undirstaða byggðar í héraðinu og þar af leiðandi hriktir í byggðinni þegar fótum er kippt undan þeirri starfsemi,“ segir í ályktuninni.Sjá einnig: Sigurður Ingi telur að ríkið þurfi að styðja við sauðfjárbændur Sauðfjárbúskapur er stærsta atvinnugrein innan Húnavatnshrepps og segir í ályktuninni að boðuð lækkun á verði til sauðfjárbænda muni hafa „gífurleg áhrif“ á afkomu heimila í Húnavatnshreppi og sveitarfélagsins í heild. „Nú, annað árið í röð standa sauðfjárbændur frammi fyrir verulegri tekjuskerðingu og á komandi hausti af þeirri stærðargráðu að ekkert mun standa eftir af tekjum búanna til greiðslu á launum, þegar kostnaður við framleiðsluna hefur verið greiddur. Laun bænda vegna búrekstrarins verða því engin. Miklir fjárhagsörðugleikar blasa við, sérstaklega skuldsettum bændum. Kemur tekjuskerðing augljóslega harðast niður á þeim sem nýlega hafa byrjað búskap, sem eru í flestum tilfellum yngstu bændurnir,“ segir í ályktuninni. Sveitarstjórn Húnavatnshrepps skorar á stjórnvöld, forystumenn bænda, sláturleyfishafa og aðra hlutaðeigandi að leita allra leiða til leysa þá „grafalvarlegu stöðu“ sem uppi er. „Leita þarf lausna án tafar, en drepa ekki málinu á dreif með karpi um orsakir vandans.“ Húnavatnshreppur Tengdar fréttir Sigurður Ingi telur að ríkið þurfi að styðja við sauðfjárbændur Bændur funduðu með atvinnuveganefnd Alþingis í gær um stöðu sauðfjárræktar en áætlað er að 1.300 tonn af óseldu lambakjöti verði til í haust þegar slátrun hefst. 16. ágúst 2017 15:15 Sauðfjárbændur segja stöðuna grafalvarlega Vilja vinna með stjórnvöldum að bæði skammtíma- og langtímalausn og söluvanda. 11. ágúst 2017 23:23 Áætla 1.300 tonn af óseldu lambakjöti í haust Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, telur að minnka þurfi framleiðslu í takt við minni eftirspurn. 15. ágúst 2017 14:45 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Fleiri fréttir Funda aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Sveitarstjórn Húnavatnshrepps lýsir yfir „þungum áhyggjum“ vegna boðaðra lækkana á verði til sauðfjárbænda í komandi sláturtíð og skorar á hlutaðeigandi að leita allra leiða til að leysa þá „grafalvarlegu stöðu“ sem uppi er. Sveitarstjórnin samþykkti samhljóða á fundi sínum í kvöld ályktun þar sem sagt er að verði boðaðar verðlækkanir á afurðaverði til sauðfjárbænda nú í haust að veruleika sé rekstrargrundvöllur sauðfjárbúa í landinu algerlega brostinn. Ljóst er að mati sveitarstjórnarinnar að það muni hafa í för með sér hrun í búgreininni og í framhaldi af því stórfellda byggðaröskun „Sauðfjárrækt er undirstaða byggðar í héraðinu og þar af leiðandi hriktir í byggðinni þegar fótum er kippt undan þeirri starfsemi,“ segir í ályktuninni.Sjá einnig: Sigurður Ingi telur að ríkið þurfi að styðja við sauðfjárbændur Sauðfjárbúskapur er stærsta atvinnugrein innan Húnavatnshrepps og segir í ályktuninni að boðuð lækkun á verði til sauðfjárbænda muni hafa „gífurleg áhrif“ á afkomu heimila í Húnavatnshreppi og sveitarfélagsins í heild. „Nú, annað árið í röð standa sauðfjárbændur frammi fyrir verulegri tekjuskerðingu og á komandi hausti af þeirri stærðargráðu að ekkert mun standa eftir af tekjum búanna til greiðslu á launum, þegar kostnaður við framleiðsluna hefur verið greiddur. Laun bænda vegna búrekstrarins verða því engin. Miklir fjárhagsörðugleikar blasa við, sérstaklega skuldsettum bændum. Kemur tekjuskerðing augljóslega harðast niður á þeim sem nýlega hafa byrjað búskap, sem eru í flestum tilfellum yngstu bændurnir,“ segir í ályktuninni. Sveitarstjórn Húnavatnshrepps skorar á stjórnvöld, forystumenn bænda, sláturleyfishafa og aðra hlutaðeigandi að leita allra leiða til leysa þá „grafalvarlegu stöðu“ sem uppi er. „Leita þarf lausna án tafar, en drepa ekki málinu á dreif með karpi um orsakir vandans.“
Húnavatnshreppur Tengdar fréttir Sigurður Ingi telur að ríkið þurfi að styðja við sauðfjárbændur Bændur funduðu með atvinnuveganefnd Alþingis í gær um stöðu sauðfjárræktar en áætlað er að 1.300 tonn af óseldu lambakjöti verði til í haust þegar slátrun hefst. 16. ágúst 2017 15:15 Sauðfjárbændur segja stöðuna grafalvarlega Vilja vinna með stjórnvöldum að bæði skammtíma- og langtímalausn og söluvanda. 11. ágúst 2017 23:23 Áætla 1.300 tonn af óseldu lambakjöti í haust Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, telur að minnka þurfi framleiðslu í takt við minni eftirspurn. 15. ágúst 2017 14:45 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Fleiri fréttir Funda aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Sigurður Ingi telur að ríkið þurfi að styðja við sauðfjárbændur Bændur funduðu með atvinnuveganefnd Alþingis í gær um stöðu sauðfjárræktar en áætlað er að 1.300 tonn af óseldu lambakjöti verði til í haust þegar slátrun hefst. 16. ágúst 2017 15:15
Sauðfjárbændur segja stöðuna grafalvarlega Vilja vinna með stjórnvöldum að bæði skammtíma- og langtímalausn og söluvanda. 11. ágúst 2017 23:23
Áætla 1.300 tonn af óseldu lambakjöti í haust Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, telur að minnka þurfi framleiðslu í takt við minni eftirspurn. 15. ágúst 2017 14:45