Hryðjuverk í Barselóna: Það sem við vitum í lok dags Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. ágúst 2017 23:35 Lögreglan lokaði miðborg Barselóna í um 6 klukkustundir meðan hún rannsakaði vettvang árásarinnar. Vísir/getty Sendiferðabíl var ekið inn í hóp fólks í miðborg Barselóna um klukkan 15 að íslenskum tíma. Atvikið er rannsakað sem hryðjuverk. Um er að ræða mannskæðustu árás á spænskri grundu síðan 191 lést í sprengingum í Madríd árið 2004. Búið er að lýsa yfir þriggja daga þjóðarsorg í Katalóníu og haldin verður mínútuþögn á Plaça Catalunya í hádeginu á morgun. Þetta er það sem liggur fyrir um árásina undir lok dags.Hvítum Fiat-sendiferðabíl var ekið niður verslunargötuna Römbluna í miðborg Barselóna.Hið minnsta 13 eru látnir og rúmlega 100 eru slasaðir, þar af 15 alvarlega. Yfirvöld segja fórnarlömbin vera af 18 þjóðernum. Vitað er að einn Belgi og þrír Þjóðverjar létu lífið. Þá særðist ein áströlsk kona lífshættulega.Búið er að handtaka tvo menn í tengslum við málið. Annar mannanna hefur verið nafngreindur sem Driss Oukabir, 28 ára gamall Spánverji af marokkóskum uppruna. Skilríki hans fundust í hvíta sendiferðabílnum og talið er hann hafi tekið bílinn á leigu. Hann hefur neitað allri sök og segir að bróðir sinn hafi stolið skilríkjunum og skilið þau eftir í bílnum. Hann var handtekinn í bænum Ripoll. Lögreglumenn rannska nú bílinn sem notaður var til verksins. Skilríki fundust í framsætinu.Minna er vitað um hinn manninn. Þó hefur komið fram að hann sé frá hafnarborginni Melilla á norðurströnd Afríku. Hann er líka spænskur ríkisborgari og var handtekinn í Alcanar.Hvorugur mannanna sem eru í haldi lögreglu eru sagðir vera ökumenn sendibílsins. Lögreglan telur hann vera ennþá á flótta. Hann hljóp af vettvangi og er ekki talinn vopnaður.Þá lagði lögreglan hald á annan bíl í borginni Vic, sem er í 72 kílómetra fjarlægð frá Römblunni. Talið er að sú bifreið hafi verið notuð til að komast undan.Ekki er vitað hvað árásarmönnunum gekk til með árásinni. Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki segir þá þó hafa verið „hermenn“ á þeirra vegum. Því er þó tekið með fyrirvara enda samtökin gjörn á að lýsa ábyrgð á ódæðum á hendur sér þó svo að enginn fótur kunni að vera fyrir því.Árásin á Römblunni er sögð tengjast húsi sem sprakk í Alcanar, bæ um 200 kílómetra sunnan við Barselóna, í gær. Við rannsókn lögreglunnar fundust 20 gaskútar í rústum hússins sem og efni til sprengjugerðar. Einn lést í sprengingunni.Búið er að opna Römbluna aftur eftir að hafa verið girt af í rúmlega 6 klukkustundir eftir árásina.Fjöldi Íslendinga er í Barselóna og hafa þeir í samtali við Vísi í dag lýst aðstæðunum í borginni. Viðtöl við þá má nálgast hér, hér og hér. Talið er að sprenging í bænum Alcanar tengist ódæðinu á Römblunni með einhverjum hætti.Þá var ökumaður skotinn til bana í útjaðri Barselóna ekki löngu eftir árásina á Römblunni. Hann hafði ekið á tvo lögreglumenn sem særðust lítillega. Ökumaðurinn er ekki talinn tengjast árásinni í miðborg Barselóna á nokkurn hátt.Skömmu fyrir miðnætti greindi lögreglan frá því að það stæðu yfir aðgerðir í hafnarbænum Cambrils sem er í um 120 kílómetra fjarlægð frá Barselóna. Hún hefur staðfest að aðgerðirnar tengist hryðjuverkum með einhverjum hætti en hefur ekki viljað gefa nánari upplýsingar að svo stöddu. Cambrils er vinsæll ferðamannastaður. Hér að neðan má fræðast um atburðarásinni eins og hún þróaðist í dag.
Sendiferðabíl var ekið inn í hóp fólks í miðborg Barselóna um klukkan 15 að íslenskum tíma. Atvikið er rannsakað sem hryðjuverk. Um er að ræða mannskæðustu árás á spænskri grundu síðan 191 lést í sprengingum í Madríd árið 2004. Búið er að lýsa yfir þriggja daga þjóðarsorg í Katalóníu og haldin verður mínútuþögn á Plaça Catalunya í hádeginu á morgun. Þetta er það sem liggur fyrir um árásina undir lok dags.Hvítum Fiat-sendiferðabíl var ekið niður verslunargötuna Römbluna í miðborg Barselóna.Hið minnsta 13 eru látnir og rúmlega 100 eru slasaðir, þar af 15 alvarlega. Yfirvöld segja fórnarlömbin vera af 18 þjóðernum. Vitað er að einn Belgi og þrír Þjóðverjar létu lífið. Þá særðist ein áströlsk kona lífshættulega.Búið er að handtaka tvo menn í tengslum við málið. Annar mannanna hefur verið nafngreindur sem Driss Oukabir, 28 ára gamall Spánverji af marokkóskum uppruna. Skilríki hans fundust í hvíta sendiferðabílnum og talið er hann hafi tekið bílinn á leigu. Hann hefur neitað allri sök og segir að bróðir sinn hafi stolið skilríkjunum og skilið þau eftir í bílnum. Hann var handtekinn í bænum Ripoll. Lögreglumenn rannska nú bílinn sem notaður var til verksins. Skilríki fundust í framsætinu.Minna er vitað um hinn manninn. Þó hefur komið fram að hann sé frá hafnarborginni Melilla á norðurströnd Afríku. Hann er líka spænskur ríkisborgari og var handtekinn í Alcanar.Hvorugur mannanna sem eru í haldi lögreglu eru sagðir vera ökumenn sendibílsins. Lögreglan telur hann vera ennþá á flótta. Hann hljóp af vettvangi og er ekki talinn vopnaður.Þá lagði lögreglan hald á annan bíl í borginni Vic, sem er í 72 kílómetra fjarlægð frá Römblunni. Talið er að sú bifreið hafi verið notuð til að komast undan.Ekki er vitað hvað árásarmönnunum gekk til með árásinni. Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki segir þá þó hafa verið „hermenn“ á þeirra vegum. Því er þó tekið með fyrirvara enda samtökin gjörn á að lýsa ábyrgð á ódæðum á hendur sér þó svo að enginn fótur kunni að vera fyrir því.Árásin á Römblunni er sögð tengjast húsi sem sprakk í Alcanar, bæ um 200 kílómetra sunnan við Barselóna, í gær. Við rannsókn lögreglunnar fundust 20 gaskútar í rústum hússins sem og efni til sprengjugerðar. Einn lést í sprengingunni.Búið er að opna Römbluna aftur eftir að hafa verið girt af í rúmlega 6 klukkustundir eftir árásina.Fjöldi Íslendinga er í Barselóna og hafa þeir í samtali við Vísi í dag lýst aðstæðunum í borginni. Viðtöl við þá má nálgast hér, hér og hér. Talið er að sprenging í bænum Alcanar tengist ódæðinu á Römblunni með einhverjum hætti.Þá var ökumaður skotinn til bana í útjaðri Barselóna ekki löngu eftir árásina á Römblunni. Hann hafði ekið á tvo lögreglumenn sem særðust lítillega. Ökumaðurinn er ekki talinn tengjast árásinni í miðborg Barselóna á nokkurn hátt.Skömmu fyrir miðnætti greindi lögreglan frá því að það stæðu yfir aðgerðir í hafnarbænum Cambrils sem er í um 120 kílómetra fjarlægð frá Barselóna. Hún hefur staðfest að aðgerðirnar tengist hryðjuverkum með einhverjum hætti en hefur ekki viljað gefa nánari upplýsingar að svo stöddu. Cambrils er vinsæll ferðamannastaður. Hér að neðan má fræðast um atburðarásinni eins og hún þróaðist í dag.
Hryðjuverk í Barcelona Tengdar fréttir Íslendingur í Barselóna lagði sig í staðinn fyrir að fara á Römbluna í dag Kristbjörg lagði í stað þess að fara á staðinn sem hryðjuverkin voru framin í dag. 17. ágúst 2017 17:31 Hrafnhildur heyrði sendiferðabílinn aka á fólkið Hrafnhildur og vinkona hennar flúðu af vettvangi hryðjuverkaárásarinnar í dag. 17. ágúst 2017 19:30 Kolbrún Bergþórs á Römblunni: „Ég var að tala við konu áðan og bíllinn rétt fór fram hjá henni“ Kolbrún segir að hún sjái ekkert út úr búðinni vegna hleranna sem liggja fyrir. Hún segir þó að allt sé fullt af lögreglumönnum og þyrlum. Hún nefnir að enginn sé særður inn í búðinni. 17. ágúst 2017 17:13 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Sjá meira
Íslendingur í Barselóna lagði sig í staðinn fyrir að fara á Römbluna í dag Kristbjörg lagði í stað þess að fara á staðinn sem hryðjuverkin voru framin í dag. 17. ágúst 2017 17:31
Hrafnhildur heyrði sendiferðabílinn aka á fólkið Hrafnhildur og vinkona hennar flúðu af vettvangi hryðjuverkaárásarinnar í dag. 17. ágúst 2017 19:30
Kolbrún Bergþórs á Römblunni: „Ég var að tala við konu áðan og bíllinn rétt fór fram hjá henni“ Kolbrún segir að hún sjái ekkert út úr búðinni vegna hleranna sem liggja fyrir. Hún segir þó að allt sé fullt af lögreglumönnum og þyrlum. Hún nefnir að enginn sé særður inn í búðinni. 17. ágúst 2017 17:13