Erlent

Komu í veg fyrir aðra árás

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá vettvangi árásarinnar í gær.
Frá vettvangi árásarinnar í gær. Vísir/EPA
Lögreglan á Spáni segist hafa fellt fimm grunaða hryðjuverkamenn í bænum Cambrils skammt suður af Barselóna í nótt. Mennirnir, sem klæddir voru fölskum sprengjubeltum, er sagðir tengjast árásinni í miðborg Barselóna þar sem sendiferðabíl var ekið á fjölda fólks. Minnst þrettán létu lífið og tugir eru særðir.

Þrír hafa verið handteknir vegna árásarinnar.

Fórnarlömb árásarinnar eru frá 24 löndum víðsvegar um heiminn. Um er að ræða mannskæðustu árás á spænskri grundu síðan 191 lést í sprengingum í Madríd árið 2004.

Sex borgarar og einn lögregluþjónn særðust í Cambril þegar mennirnir óku á þá, áður en bíll þeirra valt og þeir voru skotnir til bana af lögreglu. Mennirnir voru með sprengjubelti, sem í fyrstu voru talin vera ekta. Sprengjusérfræðingar hafa nú staðfest að engar sprengjur voru í þeim.

Vísir/Graphicnews
Lögreglan leitar enn að ökumanni sendiferðabílsins sem flúði af vettvangi árásarinnar í Barselóna. Tveir menn voru handteknir í gærkvöldi en hvorugur þeirra er ökumaðurinn samkvæmt lögreglu. Mennirnir eru báðir frá Norður-Afríku. Frekari upplýsingar um þann sem var handtekinn í morgun liggja ekki fyrir.

Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Ekki liggur þó fyrir hvort að árásin hafi verið framvkæmd af meðlimum samtakanna eða mönnum sem aðhyllast þeim.

Þar að auki sprakk sprengja í húsi í bænum Alcanar á miðvikudagskvöldið, sem yfirvöld segja að tengist ennig árásinni, samkvæmt frétt BBC.

Búið er að lýsa yfir þriggja daga þjóðarsorg í Katalóníu og haldin verður mínútuþögn á Plaça Catalunya í hádeginu í dag.

Yfirlýsing forsætisráðherra Spánar.
Stuðningsmenn ISIS fagna árásinni á samfélagsmiðlum og kalla eftir fleirum.
Yfirlit yfir sambærilegar árásir í Evrópu frá því í fyrra.

Tengdar fréttir

Hryllingur í Barcelona

Á annan tug lét lífið í hryðjuverkaárás á Römblunni í höfuðborg Katalóníu í gær. Tveir handteknir. Utanríkisráðherra segir öryggismálin í forgangi hjá flestum ríkjum en að ekki sé hægt að útiloka árásir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×