Borgarstjórinn krefst þess að styttan fari Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. ágúst 2017 20:45 Styttan af Robert E. Lee og hesti hans Traveller var reist árið 1924. Vísir/Getty Borgarstjóri Charlottesville, Mike Signer, krefst þess að minnisvarðar um Þrælastríðið verði fjarlægðir úr miðborginni. Þeirra á meðal er umdeilda styttan af hershöfðingjanum Robert E. Lee sem nasistar, fasistar og meðlimir haturssamtakanna Ku Klux Klan stóðu vörð um síðastliðna helgi þegar fyrirhugað var að lyfta henni af stalli sínum. Til átaka kom á milli þeirra og hóps fólks sem mótmælti veru þeirra í borginni. Þrír létust, þar af var ein kona sem ekið var á. Í yfirlýsingu frá borgarstjóranum í kvöld segir að í kjölfar „hryðjuverkaárásarinnar,“ og vísar hann þar til bílsins sem ekið var á konuna, séu minnisvarðarnir farnir að bjóða hættunni heim.Mike Signer, borgarstjóri Charlottesville, hefur haft í nógu að snúast.„Við getum og verðum að bregðast við með því að neita nasistum og KKK um þau sjúku skurðgoð sem þeir sækjast í,“ segir Signer. Hann boðar því, með almannahagsmuni að leiðarljósi, að minnisvarðarnir verði fjarlægðir. Hann hefur kallað eftir því að ríkisstjóri Virginíu og meðlimir löggjafarsamkundunnar styðji við ákvörðun sína. Signer hefur áður kosið gegn því að fjarlægja styttur sem vísa til Þrælastríðsins. Það gerði hann t.a.m. í maí síðastliðnum þegar til umræðu var að fjarlægja fyrrnefnda styttu af Robert E. Lee. Borgarstjórinn segir hins vegar að andlát konunnar um liðna helgi hafi orðið til þess að hann hafi nú breytt afstöðu sinni. Búist er við frekari mótmælum hægrimanna í Charlottesville um helgina. Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Trump fordæmir fjarlægingu „fallegra“ Suðurríkjastyttna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir stytturnar vera "fallegar“. 17. ágúst 2017 14:41 Móðir konunnar sem lést í Charlottesville ætlar ekki að ræða við Trump Ástæðuna segir hún vera yfirlýsingar hans á blaðamannafundi á þriðjudag. 18. ágúst 2017 14:00 Tekist á um tákn sundraðrar fortíðar Minnisvarði um Suðurríkin voru miðpunktur mótmæla hvítra þjóðernissinna í Charlottesville um helgina. Tákn Suðurríkjanna hafa lengi verið sundrungarafl í bandarísku samfélagi. 16. ágúst 2017 16:00 Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fánar gömlu Suðurríkjanna voru áberandi í hópi hvítra þjóðernissinna sem fylktu liði í Charlottesville í Bandaríkjunum í gær. Þeir hrópuðu rasísk slagorð og sumir heilsuðu að nasistasið og báru fána með hakakrossinum. 13. ágúst 2017 11:43 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Borgarstjóri Charlottesville, Mike Signer, krefst þess að minnisvarðar um Þrælastríðið verði fjarlægðir úr miðborginni. Þeirra á meðal er umdeilda styttan af hershöfðingjanum Robert E. Lee sem nasistar, fasistar og meðlimir haturssamtakanna Ku Klux Klan stóðu vörð um síðastliðna helgi þegar fyrirhugað var að lyfta henni af stalli sínum. Til átaka kom á milli þeirra og hóps fólks sem mótmælti veru þeirra í borginni. Þrír létust, þar af var ein kona sem ekið var á. Í yfirlýsingu frá borgarstjóranum í kvöld segir að í kjölfar „hryðjuverkaárásarinnar,“ og vísar hann þar til bílsins sem ekið var á konuna, séu minnisvarðarnir farnir að bjóða hættunni heim.Mike Signer, borgarstjóri Charlottesville, hefur haft í nógu að snúast.„Við getum og verðum að bregðast við með því að neita nasistum og KKK um þau sjúku skurðgoð sem þeir sækjast í,“ segir Signer. Hann boðar því, með almannahagsmuni að leiðarljósi, að minnisvarðarnir verði fjarlægðir. Hann hefur kallað eftir því að ríkisstjóri Virginíu og meðlimir löggjafarsamkundunnar styðji við ákvörðun sína. Signer hefur áður kosið gegn því að fjarlægja styttur sem vísa til Þrælastríðsins. Það gerði hann t.a.m. í maí síðastliðnum þegar til umræðu var að fjarlægja fyrrnefnda styttu af Robert E. Lee. Borgarstjórinn segir hins vegar að andlát konunnar um liðna helgi hafi orðið til þess að hann hafi nú breytt afstöðu sinni. Búist er við frekari mótmælum hægrimanna í Charlottesville um helgina.
Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Trump fordæmir fjarlægingu „fallegra“ Suðurríkjastyttna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir stytturnar vera "fallegar“. 17. ágúst 2017 14:41 Móðir konunnar sem lést í Charlottesville ætlar ekki að ræða við Trump Ástæðuna segir hún vera yfirlýsingar hans á blaðamannafundi á þriðjudag. 18. ágúst 2017 14:00 Tekist á um tákn sundraðrar fortíðar Minnisvarði um Suðurríkin voru miðpunktur mótmæla hvítra þjóðernissinna í Charlottesville um helgina. Tákn Suðurríkjanna hafa lengi verið sundrungarafl í bandarísku samfélagi. 16. ágúst 2017 16:00 Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fánar gömlu Suðurríkjanna voru áberandi í hópi hvítra þjóðernissinna sem fylktu liði í Charlottesville í Bandaríkjunum í gær. Þeir hrópuðu rasísk slagorð og sumir heilsuðu að nasistasið og báru fána með hakakrossinum. 13. ágúst 2017 11:43 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Trump fordæmir fjarlægingu „fallegra“ Suðurríkjastyttna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir stytturnar vera "fallegar“. 17. ágúst 2017 14:41
Móðir konunnar sem lést í Charlottesville ætlar ekki að ræða við Trump Ástæðuna segir hún vera yfirlýsingar hans á blaðamannafundi á þriðjudag. 18. ágúst 2017 14:00
Tekist á um tákn sundraðrar fortíðar Minnisvarði um Suðurríkin voru miðpunktur mótmæla hvítra þjóðernissinna í Charlottesville um helgina. Tákn Suðurríkjanna hafa lengi verið sundrungarafl í bandarísku samfélagi. 16. ágúst 2017 16:00
Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fánar gömlu Suðurríkjanna voru áberandi í hópi hvítra þjóðernissinna sem fylktu liði í Charlottesville í Bandaríkjunum í gær. Þeir hrópuðu rasísk slagorð og sumir heilsuðu að nasistasið og báru fána með hakakrossinum. 13. ágúst 2017 11:43