Vildu þrýsta á kjósendur og stjórnvöld Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. ágúst 2017 06:00 Þjóðarsorg ríkir nú á Spáni vegna hryðjuverkaárásarinnar. Nordicphotos/AFP Markmiðið með árás hryðjuverkamanna Íslamska ríkisins (ISIS) á Römbluna í Barcelona var að setja þrýsting á spænsk stjórnvöld og spænskan almenning í þeirri von að Spánn dragi sig út úr hernaðarbandalaginu gegn ISIS. Þessu hélt Mina al-Lami, greinandi BBC, fram á vefsíðu breska ríkisútvarpsins í gær. Rás ISIS á spjallforritinu Telegram birti í kjölfar árásarinnar fjölda innleggja, bæði á arabísku og spænsku, þar sem þeim skilaboðum var beint til Spánverja að ríkisstjórn þeirra bæri ábyrgð á árásinni. „Spánverjar. Ekki flykkjast út á götur til að mótmæla hryðjuverkum, það er tilgangslaust. Þrýstið frekar á ríkisstjórn ykkar og fáið hana til að draga Spán úr þessu krossfararbandalagi,“ stóð í einum skilaboðum. Í öðrum skilaboðum stóð að fleiri árása væri að vænta. „Spánverjar. Það sem gerðist í Barcelona er bara byrjunin.“ Al-Lami hélt því jafnframt fram að miðausturlenskir hryðjuverkamenn litu á árásirnar í Madríd árið 2004 sem fullkomið dæmi um vel heppnaða árás. Árásin var gerð þremur dögum fyrir þingkosningar á Spáni og og átti drjúgan þátt í því að Spánverjar drógu hermenn sína heim frá Írak. Tala látinna hækkaði í fjórtán í gær en margir liggja enn þungt haldnir á sjúkrahúsi og þá felldi lögregla einnig fimm sem grunaðir eru um aðild að árásinni í bænum Cambrils. Umfangsmikil leit var í gær gerð að hinum marokkóska Moussa Oukabir, sem talinn er hafa keyrt sendiferðabíl niður Römbluna með fyrrnefndum afleiðingum. Seint í gærkvöldi var greint frá því að Oukabir hefði verið á meðal þeirra sem lögregla skaut til bana í Cambrils. Spænskir fjölmiðlar greindu frá því að Oukabir hefði leigt tvo sendiferðabíla, annan til að fremja voðaverkið og hinn til þess að sleppa. Driss Oukabir, bróðir Moussa, var eftirlýstur um stund en skilríki hans voru notuð til að leigja bílana. Hann gaf sig fram á miðvikudag og sagðist saklaus, skilríkjum hans hefði verið stolið. Þá leitar lögregla einnig að þeim Said Aallaa, Mohamed Hychami og Younes Abouyaaqoub. Allir eru þeir fæddir í Marokkó. Katalónska lögreglan greindi frá því í gær að til hefði staðið að gera mun stærri árásir en þá sem gerð var á Römbluna. Á miðvikudag sprungu gastankar í húsi í smábænum Alcanar, suður af Barcelona. Sagði lögregla að þar hefðu fundist um tuttugu gastankar sem voru útbúnir til þess að nota í stórum árásum. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, lýsti í gær yfir þriggja daga þjóðarsorg á Spáni. Þá munu Spánverjar heiðra hina látnu með mínútu þögn í hádeginu í dag, eða klukkan 10.00 að íslenskum tíma. Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Barcelona Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Markmiðið með árás hryðjuverkamanna Íslamska ríkisins (ISIS) á Römbluna í Barcelona var að setja þrýsting á spænsk stjórnvöld og spænskan almenning í þeirri von að Spánn dragi sig út úr hernaðarbandalaginu gegn ISIS. Þessu hélt Mina al-Lami, greinandi BBC, fram á vefsíðu breska ríkisútvarpsins í gær. Rás ISIS á spjallforritinu Telegram birti í kjölfar árásarinnar fjölda innleggja, bæði á arabísku og spænsku, þar sem þeim skilaboðum var beint til Spánverja að ríkisstjórn þeirra bæri ábyrgð á árásinni. „Spánverjar. Ekki flykkjast út á götur til að mótmæla hryðjuverkum, það er tilgangslaust. Þrýstið frekar á ríkisstjórn ykkar og fáið hana til að draga Spán úr þessu krossfararbandalagi,“ stóð í einum skilaboðum. Í öðrum skilaboðum stóð að fleiri árása væri að vænta. „Spánverjar. Það sem gerðist í Barcelona er bara byrjunin.“ Al-Lami hélt því jafnframt fram að miðausturlenskir hryðjuverkamenn litu á árásirnar í Madríd árið 2004 sem fullkomið dæmi um vel heppnaða árás. Árásin var gerð þremur dögum fyrir þingkosningar á Spáni og og átti drjúgan þátt í því að Spánverjar drógu hermenn sína heim frá Írak. Tala látinna hækkaði í fjórtán í gær en margir liggja enn þungt haldnir á sjúkrahúsi og þá felldi lögregla einnig fimm sem grunaðir eru um aðild að árásinni í bænum Cambrils. Umfangsmikil leit var í gær gerð að hinum marokkóska Moussa Oukabir, sem talinn er hafa keyrt sendiferðabíl niður Römbluna með fyrrnefndum afleiðingum. Seint í gærkvöldi var greint frá því að Oukabir hefði verið á meðal þeirra sem lögregla skaut til bana í Cambrils. Spænskir fjölmiðlar greindu frá því að Oukabir hefði leigt tvo sendiferðabíla, annan til að fremja voðaverkið og hinn til þess að sleppa. Driss Oukabir, bróðir Moussa, var eftirlýstur um stund en skilríki hans voru notuð til að leigja bílana. Hann gaf sig fram á miðvikudag og sagðist saklaus, skilríkjum hans hefði verið stolið. Þá leitar lögregla einnig að þeim Said Aallaa, Mohamed Hychami og Younes Abouyaaqoub. Allir eru þeir fæddir í Marokkó. Katalónska lögreglan greindi frá því í gær að til hefði staðið að gera mun stærri árásir en þá sem gerð var á Römbluna. Á miðvikudag sprungu gastankar í húsi í smábænum Alcanar, suður af Barcelona. Sagði lögregla að þar hefðu fundist um tuttugu gastankar sem voru útbúnir til þess að nota í stórum árásum. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, lýsti í gær yfir þriggja daga þjóðarsorg á Spáni. Þá munu Spánverjar heiðra hina látnu með mínútu þögn í hádeginu í dag, eða klukkan 10.00 að íslenskum tíma.
Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Barcelona Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“