Endurkomutíðnin hæst hjá 6-8 ára Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 1. ágúst 2017 06:00 Endurkomutíðni í fangelsi hefur verið Afstöðu hugleikin um margra ára skeið. Fyrst og fremst vegna þess að tilfinning félagsins stangast á við fullyrðingar Fangelsismálastofnunar og ráðamanna en einnig vegna þess að engar rannsóknir hafa verið gerðar á endurkomutíðni í íslensk fangelsi. Og það er tölfræði sem á að vera aðgengileg. Það er eitt helsta mælitæki í fangelsismálum, þannig sjáum við hvort starfið í fangelsum landsins skili árangri. Þau gögn sem ávallt eru dregin upp á yfirborðið þegar spurt er um endurkomutíðni í íslenskum fangelsum er könnun Norðmannsins Ragnars Kristoffersen sem starfar við norska fangavarðaskólann. Hann fékk sendar upplýsingar frá Noregi, Íslandi, Finnlandi, Danmörku og Svíþjóð um það hvernig staðan var árið 2005 og kom skýrsla hans út árið 2010. Engin ástæða er til að draga í efa að það sem þar kemur fram sé satt og rétt. Á dögunum var nýr vefur Stjórnarráðsins kynntur og meðal þess sem finna má á vefnum er fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar en hún felur í sér útlistun á því hvernig markmiðum fjármálastefnu verði náð. Í kaflanum um almanna- og réttaröryggi er eftirfarandi texti um endurkomutíðni: „Árið 2010 voru birtar niðurstöður samnorrænnar samanburðarrannsóknar á því hvernig föngum vegnar að lokinni afplánun. Þar kom fram að Ísland er með næstlægstu endurkomutíðni á eftir Noregi. Endurkomutíðni er reiknuð með tvennum hætti. Annars vegar sem hlutfall þeirra sem fá nýjan dóm innan tilskilins tíma frá lokum afplánunar, upphafi samfélagsþjónustu, eftirlits vegna skilorðsbundins dóms eða rafræns eftirlits og hins vegar sem hlutfall fanga sem hafa áður afplánað refsingu í fangelsi. Ef skoðaður er hópurinn sem afplánar refsingu með samfélagsþjónustu eða sambærilegum úrræðum er Ísland með bestu útkomuna. Rannsóknin leiddi m.a. í ljós að þeir sem eru dæmdir fyrir kynferðisbrot, ofbeldisbrot og fíkniefnabrot koma mun sjaldnar aftur heldur en þeir sem dæmdir hafa verið fyrir þjófnað og umferðarlagabrot. Þá kemur fram að þeir sem koma aftur koma yfirleitt ekki inn aftur fyrir sama afbrot.“ (Leturbreytingar eru Afstöðu.) Eftir að hafa rýnt í skýrsluna er ljóst að setja má umræddan texta fram með eftirfarandi hætti og hann er alveg jafn sannleikanum samkvæmur. „Árið 2010 voru birtar niðurstöður samnorrænnar samantektar á því hvernig föngum vegnar að lokinni afplánun. Þar kom fram að Ísland er með hæstu endurkomutíðni í hópi 18-20 ára fanga. Endurkomutíðni er reiknuð með tvennum hætti. Annars vegar sem hlutfall þeirra sem fá nýjan dóm innan tilskilins tíma frá lokum afplánunar, upphafi samfélagsþjónustu, eftirlits vegna skilorðsbundins dóms eða rafræns eftirlits og hins vegar sem hlutfall fanga sem hafa áður afplánað refsingu í fangelsi. Ef skoðaður er hópurinn sem afplánar refsingu með samfélagsþjónustu eða sambærilegum úrræðum stendur Ísland sig verst í hópi 18-20 ára og 61 árs og eldri. Samantektin leiddi m.a. í ljós að þeir sem eru dæmdir fyrir rán, ofbeldisbrot og umferðarlagabrot koma mun oftar aftur heldur en þeir sem dæmdir hafa verið fyrir fíkniefnalagabrot og kynferðisbrot. Þá kemur fram að þeir sem koma aftur, á Norðurlöndunum öllum, koma yfirleitt ekki inn aftur fyrir sama brot.“ Með þessu vill Afstaða benda á tvennt. Annars vegar að skýrslan frá 2010 dregur ekki upp neina glansmynd af ástandinu í fangelsiskerfinu íslenska og að hafa verður í huga, ef ráðherra ætlar sér að alhæfa út frá skýrslunni, að hópurinn sem hún segir standa verst var 6-8 ára þegar gögnunum var safnað.Höfundur er formaður Afstöðu - félags fanga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Endurkomutíðni í fangelsi hefur verið Afstöðu hugleikin um margra ára skeið. Fyrst og fremst vegna þess að tilfinning félagsins stangast á við fullyrðingar Fangelsismálastofnunar og ráðamanna en einnig vegna þess að engar rannsóknir hafa verið gerðar á endurkomutíðni í íslensk fangelsi. Og það er tölfræði sem á að vera aðgengileg. Það er eitt helsta mælitæki í fangelsismálum, þannig sjáum við hvort starfið í fangelsum landsins skili árangri. Þau gögn sem ávallt eru dregin upp á yfirborðið þegar spurt er um endurkomutíðni í íslenskum fangelsum er könnun Norðmannsins Ragnars Kristoffersen sem starfar við norska fangavarðaskólann. Hann fékk sendar upplýsingar frá Noregi, Íslandi, Finnlandi, Danmörku og Svíþjóð um það hvernig staðan var árið 2005 og kom skýrsla hans út árið 2010. Engin ástæða er til að draga í efa að það sem þar kemur fram sé satt og rétt. Á dögunum var nýr vefur Stjórnarráðsins kynntur og meðal þess sem finna má á vefnum er fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar en hún felur í sér útlistun á því hvernig markmiðum fjármálastefnu verði náð. Í kaflanum um almanna- og réttaröryggi er eftirfarandi texti um endurkomutíðni: „Árið 2010 voru birtar niðurstöður samnorrænnar samanburðarrannsóknar á því hvernig föngum vegnar að lokinni afplánun. Þar kom fram að Ísland er með næstlægstu endurkomutíðni á eftir Noregi. Endurkomutíðni er reiknuð með tvennum hætti. Annars vegar sem hlutfall þeirra sem fá nýjan dóm innan tilskilins tíma frá lokum afplánunar, upphafi samfélagsþjónustu, eftirlits vegna skilorðsbundins dóms eða rafræns eftirlits og hins vegar sem hlutfall fanga sem hafa áður afplánað refsingu í fangelsi. Ef skoðaður er hópurinn sem afplánar refsingu með samfélagsþjónustu eða sambærilegum úrræðum er Ísland með bestu útkomuna. Rannsóknin leiddi m.a. í ljós að þeir sem eru dæmdir fyrir kynferðisbrot, ofbeldisbrot og fíkniefnabrot koma mun sjaldnar aftur heldur en þeir sem dæmdir hafa verið fyrir þjófnað og umferðarlagabrot. Þá kemur fram að þeir sem koma aftur koma yfirleitt ekki inn aftur fyrir sama afbrot.“ (Leturbreytingar eru Afstöðu.) Eftir að hafa rýnt í skýrsluna er ljóst að setja má umræddan texta fram með eftirfarandi hætti og hann er alveg jafn sannleikanum samkvæmur. „Árið 2010 voru birtar niðurstöður samnorrænnar samantektar á því hvernig föngum vegnar að lokinni afplánun. Þar kom fram að Ísland er með hæstu endurkomutíðni í hópi 18-20 ára fanga. Endurkomutíðni er reiknuð með tvennum hætti. Annars vegar sem hlutfall þeirra sem fá nýjan dóm innan tilskilins tíma frá lokum afplánunar, upphafi samfélagsþjónustu, eftirlits vegna skilorðsbundins dóms eða rafræns eftirlits og hins vegar sem hlutfall fanga sem hafa áður afplánað refsingu í fangelsi. Ef skoðaður er hópurinn sem afplánar refsingu með samfélagsþjónustu eða sambærilegum úrræðum stendur Ísland sig verst í hópi 18-20 ára og 61 árs og eldri. Samantektin leiddi m.a. í ljós að þeir sem eru dæmdir fyrir rán, ofbeldisbrot og umferðarlagabrot koma mun oftar aftur heldur en þeir sem dæmdir hafa verið fyrir fíkniefnalagabrot og kynferðisbrot. Þá kemur fram að þeir sem koma aftur, á Norðurlöndunum öllum, koma yfirleitt ekki inn aftur fyrir sama brot.“ Með þessu vill Afstaða benda á tvennt. Annars vegar að skýrslan frá 2010 dregur ekki upp neina glansmynd af ástandinu í fangelsiskerfinu íslenska og að hafa verður í huga, ef ráðherra ætlar sér að alhæfa út frá skýrslunni, að hópurinn sem hún segir standa verst var 6-8 ára þegar gögnunum var safnað.Höfundur er formaður Afstöðu - félags fanga.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun