Manuela Ósk vill vernda keppendur fyrir háðsglósum á Twitter Jakob Bjarnar skrifar 1. ágúst 2017 11:04 Manuela Ósk segist ekki vilja stilla keppendum upp sem skotmörk fyrir þá sem vilja slátra keppninni á Twitter. Manuela Ósk Harðardóttir framkvæmdastjóri Miss Universe Iceland vill hlífa keppendum við háðsglósum þeirra sem lifa og hrærast á Twitter. Keppninni, sem haldin verður 25. september næstkomandi, verður því hvorki sjónvarpað né streymt á netinu. Í fyrra fór Hildur María Leifsdóttir með sigur í keppninni. En, í viðtali Vísis við Önnu Láru Orlowska, sem sigraði í keppninni Ungfrú Ísland í fyrra, kom fram að þessar glósur eru stúlkunum mikil raun. Undirbúningur fyrir fegurðarsamkeppnina stendur nú sem hæst en 18 stúlka tekur þátt. Manuela Ósk, sem jafnframt er ein helsta samfélagsmiðlastjarna landsins og hefur marga fjöruna sopið á þeim vettvangi, segir ekki hægt að stilla keppendum upp sem skotmörk fyrir samansúrraðan Twitterskríl. „Þetta er til dæmis ástæðan fyrir því að keppnin okkar er ekki í sjónvarpi né streymt á netinu. Ég held að Íslendingar séu ekki tilbúnir í þetta. Þeir sem vilja styðja keppendur þeir mæta í Gamla bíó. Þeir sem vilja slátra keppninni á netinu, á Twitter og vera leiðinlegir, þeir munu sitja uppí sófa með popp og kók heima og horfa. Þannig að ég tók algerlega fyrir það. Þetta verður ekki í sjónvarpi. Til að fólk geti gert grín á þeirra kostnað. Mér finnst það ekki rétt. Þær eru allar að leggja mikið á sig. Og standa sig ótrúlega vel,“ sagði Manuela Ósk í útvarpsviðtali í Brennslunni á FM957 þar sem hún ræddi við Hjörvar Hafliðason og Kjartan Atla KjartanssonKjartan Atli, sem var kynnir í Ungfrú Ísland í fyrra, segist kannast mæta vel við þessa stæku andúð meðal þeirra sem virkastir eru á Twitter. Að það myndaðist afar sérkennilegt og yfirgengilegt „hate“ gagnvart fegurðarsamkeppnum á þeim vettvangi. Tvær keppnir af þessu tagi eru virkar. Ungfrú Ísland og svo þessi sem er samkvæmt bandarískri fyrirmynd, enda eru eigendur keppninnar IMG fyrirsætuskrifstofa. Manuela Ósk segir að mikið verði um dýrðir en til landsins kemur sérstaklega óháð dómnefnd, en Manuela Ósk segir að ekki dugi annað í svo litlu samfélagi sem Ísland er. Miss Universe Iceland Tengdar fréttir Arna Ýr sökuð um fitufordóma: „Konur eru svo ótrúlega fljótar að móðgast“ "Ég er eiginlega búin að eyða Twitter út úr símanum mínum, því fólk virðist ekki vilja skilja hvað ég er að reyna segja,“ segir fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir í samtali við Vísi. 28. október 2016 10:45 Hræddist gagnrýni en sér ekki eftir neinu Anna Lára Orlowska bar í gær sigur úr býtum í keppninni um Ungfrú Ísland í gær. 28. ágúst 2016 17:06 Ný ungfrú Ísland tekur við keflinu Reykjavíkurborg þarf að greiða húseigendum hluta Hallveigarstígs 2 rúmlega tvær milljónir króna í skaðabætur vegna mistaka embættismanns. 27. ágúst 2016 10:00 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Vill skipun rannsóknarnefndar Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Sjá meira
Manuela Ósk Harðardóttir framkvæmdastjóri Miss Universe Iceland vill hlífa keppendum við háðsglósum þeirra sem lifa og hrærast á Twitter. Keppninni, sem haldin verður 25. september næstkomandi, verður því hvorki sjónvarpað né streymt á netinu. Í fyrra fór Hildur María Leifsdóttir með sigur í keppninni. En, í viðtali Vísis við Önnu Láru Orlowska, sem sigraði í keppninni Ungfrú Ísland í fyrra, kom fram að þessar glósur eru stúlkunum mikil raun. Undirbúningur fyrir fegurðarsamkeppnina stendur nú sem hæst en 18 stúlka tekur þátt. Manuela Ósk, sem jafnframt er ein helsta samfélagsmiðlastjarna landsins og hefur marga fjöruna sopið á þeim vettvangi, segir ekki hægt að stilla keppendum upp sem skotmörk fyrir samansúrraðan Twitterskríl. „Þetta er til dæmis ástæðan fyrir því að keppnin okkar er ekki í sjónvarpi né streymt á netinu. Ég held að Íslendingar séu ekki tilbúnir í þetta. Þeir sem vilja styðja keppendur þeir mæta í Gamla bíó. Þeir sem vilja slátra keppninni á netinu, á Twitter og vera leiðinlegir, þeir munu sitja uppí sófa með popp og kók heima og horfa. Þannig að ég tók algerlega fyrir það. Þetta verður ekki í sjónvarpi. Til að fólk geti gert grín á þeirra kostnað. Mér finnst það ekki rétt. Þær eru allar að leggja mikið á sig. Og standa sig ótrúlega vel,“ sagði Manuela Ósk í útvarpsviðtali í Brennslunni á FM957 þar sem hún ræddi við Hjörvar Hafliðason og Kjartan Atla KjartanssonKjartan Atli, sem var kynnir í Ungfrú Ísland í fyrra, segist kannast mæta vel við þessa stæku andúð meðal þeirra sem virkastir eru á Twitter. Að það myndaðist afar sérkennilegt og yfirgengilegt „hate“ gagnvart fegurðarsamkeppnum á þeim vettvangi. Tvær keppnir af þessu tagi eru virkar. Ungfrú Ísland og svo þessi sem er samkvæmt bandarískri fyrirmynd, enda eru eigendur keppninnar IMG fyrirsætuskrifstofa. Manuela Ósk segir að mikið verði um dýrðir en til landsins kemur sérstaklega óháð dómnefnd, en Manuela Ósk segir að ekki dugi annað í svo litlu samfélagi sem Ísland er.
Miss Universe Iceland Tengdar fréttir Arna Ýr sökuð um fitufordóma: „Konur eru svo ótrúlega fljótar að móðgast“ "Ég er eiginlega búin að eyða Twitter út úr símanum mínum, því fólk virðist ekki vilja skilja hvað ég er að reyna segja,“ segir fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir í samtali við Vísi. 28. október 2016 10:45 Hræddist gagnrýni en sér ekki eftir neinu Anna Lára Orlowska bar í gær sigur úr býtum í keppninni um Ungfrú Ísland í gær. 28. ágúst 2016 17:06 Ný ungfrú Ísland tekur við keflinu Reykjavíkurborg þarf að greiða húseigendum hluta Hallveigarstígs 2 rúmlega tvær milljónir króna í skaðabætur vegna mistaka embættismanns. 27. ágúst 2016 10:00 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Vill skipun rannsóknarnefndar Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Sjá meira
Arna Ýr sökuð um fitufordóma: „Konur eru svo ótrúlega fljótar að móðgast“ "Ég er eiginlega búin að eyða Twitter út úr símanum mínum, því fólk virðist ekki vilja skilja hvað ég er að reyna segja,“ segir fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir í samtali við Vísi. 28. október 2016 10:45
Hræddist gagnrýni en sér ekki eftir neinu Anna Lára Orlowska bar í gær sigur úr býtum í keppninni um Ungfrú Ísland í gær. 28. ágúst 2016 17:06
Ný ungfrú Ísland tekur við keflinu Reykjavíkurborg þarf að greiða húseigendum hluta Hallveigarstígs 2 rúmlega tvær milljónir króna í skaðabætur vegna mistaka embættismanns. 27. ágúst 2016 10:00