Akstur í Esjunni bara brot af vandanum Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. ágúst 2017 06:00 Sumir ferðamenn láta sér ekki nægja að aka bílum sínum á viðkvæmum náttúrusvæðum, heldur tjalda þar einnig. Þessi mynd var tekin sumarið 2016. Ferðamönnunum var vísað burt af svæðinu. „Utanvegaakstur er mikið vandamál og þessi uppákoma í Esjuhlíðum ekki stór í því samhengi. Á hálendinu hagar þannig til að vegir eða slóðar eru víða einbreiðir og því nauðsynlegt að fara út fyrir slóðann þegar bílar mætast, annars staðar er plássið meira,“ segir Páll Gíslason, framkvæmdastjóri í Kerlingarfjöllum.Hér með fréttinni má sjá myndir sem voru teknar á Kjalvegi og í nágrenni við Kerlingarfjöll í sumar og í fyrrasumar. Þær sýna utanvegaakstur og þær afleiðingar sem hann kann að hafa. Undanfarið hefur verið fjallað mikið um bíl sem ekið var í Esjuhlíðar og olli skemmdum. Fréttablaðið greindi frá því í gær að viðurlög við utanvegaakstri væru sektargreiðslur eða fangelsi allt að tveimur árum samkvæmt lögum. Yfirleitt er málum lokið með sektargreiðslum sem nema á bilinu eitt til tvö hundruð þúsund krónur. Snæbjörn Guðmundsson, formaður Landverndar, tekur undir það að vandinn sé mikill og hugsanlega þurfi að þyngja viðurlög með hærri sektum. „Ég sé enga ástæðu til þess að vera eitthvað sérstaklega mjúk í þessu. Því þetta er víða mikið vandamál,“ segir Snæbjörn.Sveinbjörn Halldórsson, formaður ferðaklúbbsins 4X4, segir að skilgreiningar á því hvað sé ólöglegur utanvegaakstur þurfi að vera betri. „Það er ekki til neitt sem heitir skráning á því hvað er utanvegaakstur og hvað er ekki utanvegaakstur. Þar fyrir utan þyrfti líka að vera skráning á því hvort það sé löglegur utanvegaakstur, eins og leitir, eftirleitir eða annað sem viðkemur landbúnaði eða björgunarstörfum og öðru. Vandamálið er að það er talað um utanvegaakstur en 90 prósent af honum er lögleyfður utanvegaakstur,“ segir Sveinbjörn. Hins vegar þurfi að koma i veg fyrir utanvegaakstur þar sem hann eyðileggur umhverfið. „Við leggjum mikið upp úr því við okkar félagsmenn að virða náttúruna,“ segir hann. Páll Gíslason vill vakningu til að menn haldi sig innan þeirra ramma sem vegir og slóðar marka meðan jörð er auð og snjólaus. „Svipað og herferðin Hreint land – fagurt land forðum,“ segir hann. En ráðist var í það átak fyrir nokkrum árum til að koma í veg fyrir náttúruspjöll og rusl og annan óþrifnað í bæjum og til sveita, meðfram þjóðvegum og áningarstöðum ferðamanna.Ferðamenn fara á hálendið í lengri og skemmri ferðir.Sumir ökumenn sem fara á hálendið lenda í miklum vandræðum. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Laga þarf skemmdir í Esjunni með handafli Maðurinn sem ók Land Cruiser upp í Esjuna um helgina gæti átt yfir höfði sér hundraða þúsunda króna sekt. Skógræktin mun að auki krefja manninn bóta vegna skemmda. Ekki er hægt að fara með tæki upp í hlíðarnar til að lagfæra. 2. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
„Utanvegaakstur er mikið vandamál og þessi uppákoma í Esjuhlíðum ekki stór í því samhengi. Á hálendinu hagar þannig til að vegir eða slóðar eru víða einbreiðir og því nauðsynlegt að fara út fyrir slóðann þegar bílar mætast, annars staðar er plássið meira,“ segir Páll Gíslason, framkvæmdastjóri í Kerlingarfjöllum.Hér með fréttinni má sjá myndir sem voru teknar á Kjalvegi og í nágrenni við Kerlingarfjöll í sumar og í fyrrasumar. Þær sýna utanvegaakstur og þær afleiðingar sem hann kann að hafa. Undanfarið hefur verið fjallað mikið um bíl sem ekið var í Esjuhlíðar og olli skemmdum. Fréttablaðið greindi frá því í gær að viðurlög við utanvegaakstri væru sektargreiðslur eða fangelsi allt að tveimur árum samkvæmt lögum. Yfirleitt er málum lokið með sektargreiðslum sem nema á bilinu eitt til tvö hundruð þúsund krónur. Snæbjörn Guðmundsson, formaður Landverndar, tekur undir það að vandinn sé mikill og hugsanlega þurfi að þyngja viðurlög með hærri sektum. „Ég sé enga ástæðu til þess að vera eitthvað sérstaklega mjúk í þessu. Því þetta er víða mikið vandamál,“ segir Snæbjörn.Sveinbjörn Halldórsson, formaður ferðaklúbbsins 4X4, segir að skilgreiningar á því hvað sé ólöglegur utanvegaakstur þurfi að vera betri. „Það er ekki til neitt sem heitir skráning á því hvað er utanvegaakstur og hvað er ekki utanvegaakstur. Þar fyrir utan þyrfti líka að vera skráning á því hvort það sé löglegur utanvegaakstur, eins og leitir, eftirleitir eða annað sem viðkemur landbúnaði eða björgunarstörfum og öðru. Vandamálið er að það er talað um utanvegaakstur en 90 prósent af honum er lögleyfður utanvegaakstur,“ segir Sveinbjörn. Hins vegar þurfi að koma i veg fyrir utanvegaakstur þar sem hann eyðileggur umhverfið. „Við leggjum mikið upp úr því við okkar félagsmenn að virða náttúruna,“ segir hann. Páll Gíslason vill vakningu til að menn haldi sig innan þeirra ramma sem vegir og slóðar marka meðan jörð er auð og snjólaus. „Svipað og herferðin Hreint land – fagurt land forðum,“ segir hann. En ráðist var í það átak fyrir nokkrum árum til að koma í veg fyrir náttúruspjöll og rusl og annan óþrifnað í bæjum og til sveita, meðfram þjóðvegum og áningarstöðum ferðamanna.Ferðamenn fara á hálendið í lengri og skemmri ferðir.Sumir ökumenn sem fara á hálendið lenda í miklum vandræðum.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Laga þarf skemmdir í Esjunni með handafli Maðurinn sem ók Land Cruiser upp í Esjuna um helgina gæti átt yfir höfði sér hundraða þúsunda króna sekt. Skógræktin mun að auki krefja manninn bóta vegna skemmda. Ekki er hægt að fara með tæki upp í hlíðarnar til að lagfæra. 2. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Laga þarf skemmdir í Esjunni með handafli Maðurinn sem ók Land Cruiser upp í Esjuna um helgina gæti átt yfir höfði sér hundraða þúsunda króna sekt. Skógræktin mun að auki krefja manninn bóta vegna skemmda. Ekki er hægt að fara með tæki upp í hlíðarnar til að lagfæra. 2. ágúst 2017 06:00