Noble: Tapið gegn Íslandi plagar Joe hvern dag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. ágúst 2017 16:40 Noble og Bilic á blaðamannafundinum í dag. Vísir/Andri Marinó Mark Noble, fyrirliði West Ham, sló á létta strengi þegar hann ræddi við fréttamenn á Laugardalsvelli síðdegis, fyrir leik liðsins gegn Manchester City klukkan 14.00 á morgun. Slaven Bilic, stjóri liðsins, var með honum á blaðamannafundinum og hlakkar til að mæta Íslandi. „Við fáum að spila við eitt stærsta félags heims en við erum líka með gott lið. Við mætum Manchester United í fyrstu umferð deildarinnar og það er leikurinn sem við erum að hugsa um og þurfum að vera tilbúnir fyrir,“ sagði Bilic. „Við erum mjög spenntir. Við vitum að það verður frábært andrúmsloft á leiknum og vonandi finnum við fyrir því á morgun.“ Talið barst fljótlega að sigri Íslands á Englandi á 16-liða úrslitum EM í fyrra en Noble var spurður út í leikinn. „Ég var að velta því fyrir mér hvað ég myndi vera lengi á Íslandi áður en ég fengi þessa spurningu,“ sagði hann í léttum dúr. „Ég væri helst til að hafa Joe Hart með mér hérna uppi, ég veit að þetta plagar hann á hverjum degi.“ „En þið áttuð það skilið, af hverju ekki? Gylfi er maðurinn sem allt snýst um enda frábær leikmaður. Ísland er nú orðin toppþjóð í knattspyrnunni og þess vegna erum við hér í dag.“Slaven Bilic, stjóri West Ham.Vísir/Andri MarinóBilic fylgist einnig vel með íslenska landsliðinu enda fyrrum landsliðsþjálfari Króatíu. Hann horfði til dæmis á leik Íslands og Króatíu í vor, sem Ísland vann 1-0. „Við vorum óheppnir. Þetta var dæmigerður 0-0 leikur en við spiluðum ekki nógu vel til að vinna og Ísland var afar skipulagt. Liðið beitir góðum skyndisóknum og er hættulegt í föstum leikatriði. Markið kom eftir eitt slíkt.“ „En ég er nokkuð viss um að Króatía fari til Rússlands. Ísland á möguleika og það er allt opið. En nú er komin pressa á leikmannina sem var ekki áður. Það gæti haft eitthvað að segja.“ Leikur West Ham og Manchester City á Laugardalsvelli hefst klukkan 14.00 á morgun og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira
Mark Noble, fyrirliði West Ham, sló á létta strengi þegar hann ræddi við fréttamenn á Laugardalsvelli síðdegis, fyrir leik liðsins gegn Manchester City klukkan 14.00 á morgun. Slaven Bilic, stjóri liðsins, var með honum á blaðamannafundinum og hlakkar til að mæta Íslandi. „Við fáum að spila við eitt stærsta félags heims en við erum líka með gott lið. Við mætum Manchester United í fyrstu umferð deildarinnar og það er leikurinn sem við erum að hugsa um og þurfum að vera tilbúnir fyrir,“ sagði Bilic. „Við erum mjög spenntir. Við vitum að það verður frábært andrúmsloft á leiknum og vonandi finnum við fyrir því á morgun.“ Talið barst fljótlega að sigri Íslands á Englandi á 16-liða úrslitum EM í fyrra en Noble var spurður út í leikinn. „Ég var að velta því fyrir mér hvað ég myndi vera lengi á Íslandi áður en ég fengi þessa spurningu,“ sagði hann í léttum dúr. „Ég væri helst til að hafa Joe Hart með mér hérna uppi, ég veit að þetta plagar hann á hverjum degi.“ „En þið áttuð það skilið, af hverju ekki? Gylfi er maðurinn sem allt snýst um enda frábær leikmaður. Ísland er nú orðin toppþjóð í knattspyrnunni og þess vegna erum við hér í dag.“Slaven Bilic, stjóri West Ham.Vísir/Andri MarinóBilic fylgist einnig vel með íslenska landsliðinu enda fyrrum landsliðsþjálfari Króatíu. Hann horfði til dæmis á leik Íslands og Króatíu í vor, sem Ísland vann 1-0. „Við vorum óheppnir. Þetta var dæmigerður 0-0 leikur en við spiluðum ekki nógu vel til að vinna og Ísland var afar skipulagt. Liðið beitir góðum skyndisóknum og er hættulegt í föstum leikatriði. Markið kom eftir eitt slíkt.“ „En ég er nokkuð viss um að Króatía fari til Rússlands. Ísland á möguleika og það er allt opið. En nú er komin pressa á leikmannina sem var ekki áður. Það gæti haft eitthvað að segja.“ Leikur West Ham og Manchester City á Laugardalsvelli hefst klukkan 14.00 á morgun og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira