Féll úr skíðalyftu og lést Valur Páll Eiríksson skrifar 25. desember 2025 09:00 Hertner var frambærilegur fótboltamaður. Oliver Hardt/Getty Images Fyrrum þýskur unglingalandsliðsmaður í knattspyrnu lést í slysi í stólalyftu í skíðabrekku í Svartfjallalandi skömmu fyrir jól. Kona hans sat föst í lyftunni klukkustundum saman. Hinn 34 ára gamli Sebastian Hertner lést á skíðasvæðinu Savin Kuk nálægt fjallabænum Žabljak þann 20. desember eftir að tvöföld stólalyfta losnaði frá kapli og rakst á sætið fyrir aftan. Atvikið átti sér stað á meðan Hertner var í fríi ásamt konu sinni í Durmitor-fjallgarðinum, sem er vinsæll vetrarferðamannastaður í norðurhluta Svartfjallalands, á laugardaginn var. Hertner féll um 70 metra til jarðar úr lyftunni og lést á vettvangi. 30 ára gömul eiginkona hans, sem var með honum, brotnaði á fæti og sat föst í stólnum. Hún þurfti að bíða þess að viðbragðsaðilar björguðu henni úr lyftunni. Að minnsta kosti þrír aðrir ferðamenn sátu einnig fastir í stólum sínum í nokkrar klukkustundir áður en björgunarsveitum tókst að ná þeim niður heilu og höldnu. Skíðalyfta í Savin Kuk í Svartfjallalandi þar sem slysið varð.Mynd/Ski Center Savin Kuk Hertner var fyrrverandi varnarmaður sem var atvinnumaður í Þýskalandi fyrir félög á borð við 1860 München, Erzgebirge Aue og Darmstadt í annarri deild. Hann var síðar fyrirliði ETSV Hamburg í Oberliga, fimmtu deild Þjóðverja. Á unglingsferli sínum var Hertner talinn framúrskarandi efnilegur og spilaði fyrir undir 18 og 19 ára landslið Þýskalands. Hann spilaði með framtíðar landsliðsmönnum, þar á meðal heimsmeistaranum Christoph Kramer. Yfirvöld í Svartfjallalandi fyrirskipuðu tafarlausa lokun stólalyftunnar eftir atvikið og lögregla hóf rannsókn. Engin opinber orsök fyrir slysinu hefur verið staðfest og greint frá því að ítarleg tæknileg skoðun á lyftunni yrði framkvæmd. Þýski boltinn Svartfjallaland Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Sjá meira
Hinn 34 ára gamli Sebastian Hertner lést á skíðasvæðinu Savin Kuk nálægt fjallabænum Žabljak þann 20. desember eftir að tvöföld stólalyfta losnaði frá kapli og rakst á sætið fyrir aftan. Atvikið átti sér stað á meðan Hertner var í fríi ásamt konu sinni í Durmitor-fjallgarðinum, sem er vinsæll vetrarferðamannastaður í norðurhluta Svartfjallalands, á laugardaginn var. Hertner féll um 70 metra til jarðar úr lyftunni og lést á vettvangi. 30 ára gömul eiginkona hans, sem var með honum, brotnaði á fæti og sat föst í stólnum. Hún þurfti að bíða þess að viðbragðsaðilar björguðu henni úr lyftunni. Að minnsta kosti þrír aðrir ferðamenn sátu einnig fastir í stólum sínum í nokkrar klukkustundir áður en björgunarsveitum tókst að ná þeim niður heilu og höldnu. Skíðalyfta í Savin Kuk í Svartfjallalandi þar sem slysið varð.Mynd/Ski Center Savin Kuk Hertner var fyrrverandi varnarmaður sem var atvinnumaður í Þýskalandi fyrir félög á borð við 1860 München, Erzgebirge Aue og Darmstadt í annarri deild. Hann var síðar fyrirliði ETSV Hamburg í Oberliga, fimmtu deild Þjóðverja. Á unglingsferli sínum var Hertner talinn framúrskarandi efnilegur og spilaði fyrir undir 18 og 19 ára landslið Þýskalands. Hann spilaði með framtíðar landsliðsmönnum, þar á meðal heimsmeistaranum Christoph Kramer. Yfirvöld í Svartfjallalandi fyrirskipuðu tafarlausa lokun stólalyftunnar eftir atvikið og lögregla hóf rannsókn. Engin opinber orsök fyrir slysinu hefur verið staðfest og greint frá því að ítarleg tæknileg skoðun á lyftunni yrði framkvæmd.
Þýski boltinn Svartfjallaland Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Sjá meira