Trump vildi þagga niður tal um landamæramúrinn Kjartan Kjartansson skrifar 3. ágúst 2017 18:46 Peña Nieto og Trump hittust á G20-fundinum en þar sagði Trump enn að Mexíkóar skyldu greiða fyrir landamæramúrinn. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti bað forseta Mexíkó um að hætta að neita því opinberlega að Mexíkóar myndu greiða fyrir umdeildan landamæravegg sem Trump lofaði í símtali þeirra í janúar. Landamæramúrinn var eitt helsta kosningaloforð Trump sem sór þess ennfremur dýran eið að Mexíkóar myndu borga fyrir byggingu hans. Eftirrit af símtali hans við Enrique Peña Nieto, forseta Mexíkó, aðeins viku eftir embættistöku Trump bendir til þess að hann hafi sjálfur vitað að múrinn yrði ekki fjármagnaður þannig. „Þú getur ekki sagt þetta við fjölmiðla,“ brýndi Trump ítrekað fyrir Peña Nieto í símtalinu 27. janúar, að því er Washington Post greinir frá. Hótaði Trump meðal annars að loka á öll samskipti við mexíkósk stjórnvöld héldi Peña Nieto áfram að hafna hugmyndum hans um vegginn því „með því gæti hann ekki lifað“. Þess í stað lagði Trump til að þeir myndu þagga málið niður og segjast vera að finna út úr því. Sagði hann að fjármögnun múrsins yrði leysta einhvern veginn. Veggurinn væri minnst mikilvæga málið sem þeir ræddu en pólitískt séð gæti það verið það mikilvægasta.Fannst notalegra að tala við Pútín en einn nánasta bandamann Bandaríkjanna Símtal Trump við Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, daginn eftir var ekki síður þrungið spennu samkvæmt skjalinu sem Washington Post komst yfir. Trump virðist hafa mislíkað sérstaklega samkomulag sem ríkisstjórnir Ástralíu og Bandaríkjanna gerðu áður en hann tók við völdum um að Bandaríkin myndu taka við rúmlega 1.200 flóttamönnum frá Ástralíu. Meðferð Ástrala á flóttamönnunum er umdeild en þeim er haldið í búðum á eyríkinu Nárú og á Manus-eyju við Papúa Nýju-Gíneu. „Þetta á eftir að gera út af við mig. Ég er sú manneskja heims sem er mest á móti því að hleypa fólki inn í landið og nú á ég að samþykkja að taka við 2.000 manns,“ sagði Trump og ýkti fjöldann sem Bandaríkin áttu að taka við. „Mér er nóg boðið. Ég er búinn að standa í þessum símtölum í allan dag og þetta er það ónotalegasta í allan dag,“ hreytti Trump í Turnbull. Fullyrti hann að einhver flóttamannanna gæti orðið hryðjuverkamaður innan fimm ára. Tók Trump sérstaklega fram við Turnbull að símtal hans við Vladimír Pútin, forseta Rússlands, hafi gengið mun betur. „Símtalið við Pútín var notalegt. Þetta er fáránlegt,“ sagði Trump sem batt síðar snögglega enda á símtalið.Malcolm Turnbull fékk að heyra það frá Trump Bandaríkjaforseta.Vísir/Getty„Ég lofa þér að þetta er vont fólk“ Hér fyrir neðan eru nokkrar áhugaverðar tilvitnanir í Trump úr símtölum hans við Turnbull og Peña Nieto. Um fjármögnun landamæraveggsins:„Ég verð að láta Mexíkó borga fyrir vegginn, ég verð. Ég er búinn að tala um það yfir tveggja ára tímabil.“ Um fíkniefnasmygl frá Mexíkó til Bandaríkjanna:„Við erum með meiriháttar fíkniefnavandamál þar sem krakkar eru að ánetjast fíkniefnum vegna þess að þau eru seld ódýrar en nammi. Ég vann í New Hampshire vegna þess að New Hampshire er dópgreni.“ Um harða innflytjendastefnu Turnbull en Ástralar banna flóttamönnum á bátum að koma til meginlandsins:„Þú ert verri en ég.“ Um flóttamenn sem er haldið í fangabúðum utan Ástralíu:„Mér er meinilla við að taka við þessu fólki. Ég lofa þér því að þetta er vont fólk. Þess vegna er það í fangelsi núna. Þetta verður ekki yndislegt fólk sem fara að vinna fyrir mjólkurfólk.“ Donald Trump Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti bað forseta Mexíkó um að hætta að neita því opinberlega að Mexíkóar myndu greiða fyrir umdeildan landamæravegg sem Trump lofaði í símtali þeirra í janúar. Landamæramúrinn var eitt helsta kosningaloforð Trump sem sór þess ennfremur dýran eið að Mexíkóar myndu borga fyrir byggingu hans. Eftirrit af símtali hans við Enrique Peña Nieto, forseta Mexíkó, aðeins viku eftir embættistöku Trump bendir til þess að hann hafi sjálfur vitað að múrinn yrði ekki fjármagnaður þannig. „Þú getur ekki sagt þetta við fjölmiðla,“ brýndi Trump ítrekað fyrir Peña Nieto í símtalinu 27. janúar, að því er Washington Post greinir frá. Hótaði Trump meðal annars að loka á öll samskipti við mexíkósk stjórnvöld héldi Peña Nieto áfram að hafna hugmyndum hans um vegginn því „með því gæti hann ekki lifað“. Þess í stað lagði Trump til að þeir myndu þagga málið niður og segjast vera að finna út úr því. Sagði hann að fjármögnun múrsins yrði leysta einhvern veginn. Veggurinn væri minnst mikilvæga málið sem þeir ræddu en pólitískt séð gæti það verið það mikilvægasta.Fannst notalegra að tala við Pútín en einn nánasta bandamann Bandaríkjanna Símtal Trump við Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, daginn eftir var ekki síður þrungið spennu samkvæmt skjalinu sem Washington Post komst yfir. Trump virðist hafa mislíkað sérstaklega samkomulag sem ríkisstjórnir Ástralíu og Bandaríkjanna gerðu áður en hann tók við völdum um að Bandaríkin myndu taka við rúmlega 1.200 flóttamönnum frá Ástralíu. Meðferð Ástrala á flóttamönnunum er umdeild en þeim er haldið í búðum á eyríkinu Nárú og á Manus-eyju við Papúa Nýju-Gíneu. „Þetta á eftir að gera út af við mig. Ég er sú manneskja heims sem er mest á móti því að hleypa fólki inn í landið og nú á ég að samþykkja að taka við 2.000 manns,“ sagði Trump og ýkti fjöldann sem Bandaríkin áttu að taka við. „Mér er nóg boðið. Ég er búinn að standa í þessum símtölum í allan dag og þetta er það ónotalegasta í allan dag,“ hreytti Trump í Turnbull. Fullyrti hann að einhver flóttamannanna gæti orðið hryðjuverkamaður innan fimm ára. Tók Trump sérstaklega fram við Turnbull að símtal hans við Vladimír Pútin, forseta Rússlands, hafi gengið mun betur. „Símtalið við Pútín var notalegt. Þetta er fáránlegt,“ sagði Trump sem batt síðar snögglega enda á símtalið.Malcolm Turnbull fékk að heyra það frá Trump Bandaríkjaforseta.Vísir/Getty„Ég lofa þér að þetta er vont fólk“ Hér fyrir neðan eru nokkrar áhugaverðar tilvitnanir í Trump úr símtölum hans við Turnbull og Peña Nieto. Um fjármögnun landamæraveggsins:„Ég verð að láta Mexíkó borga fyrir vegginn, ég verð. Ég er búinn að tala um það yfir tveggja ára tímabil.“ Um fíkniefnasmygl frá Mexíkó til Bandaríkjanna:„Við erum með meiriháttar fíkniefnavandamál þar sem krakkar eru að ánetjast fíkniefnum vegna þess að þau eru seld ódýrar en nammi. Ég vann í New Hampshire vegna þess að New Hampshire er dópgreni.“ Um harða innflytjendastefnu Turnbull en Ástralar banna flóttamönnum á bátum að koma til meginlandsins:„Þú ert verri en ég.“ Um flóttamenn sem er haldið í fangabúðum utan Ástralíu:„Mér er meinilla við að taka við þessu fólki. Ég lofa þér því að þetta er vont fólk. Þess vegna er það í fangelsi núna. Þetta verður ekki yndislegt fólk sem fara að vinna fyrir mjólkurfólk.“
Donald Trump Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira