Vill ekki lengur fara einn í sturturnar eftir kynferðisáreiti Kjartan Kjartansson skrifar 3. ágúst 2017 20:59 Móðir drengs sem segist hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni manns í sturtuklefa Breiðholtslaugar á mánudag gagnrýnir að börn séu látin fara eftirlitslaus í gegnum klefana. Hún segir son sinn ekki lengur vilja fara einn í sturturnar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu staðfesti við Vísi í morgun að hún rannsaki mál þar sem karlmaður er sagður hafa brotið gegn ungum dreng í sturtuklefa Breiðholtslaugar á mánudagsmorgun. Drengurinn er sjö ára og var á sundnámskeiði þegar brotið á að hafa átt sér stað, að sögn móður hans sem rætt var við í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún vildi ekki koma fram undir nafni.Vitni gaf sig fram eftir Facebook-færsluHún segir að drengurinn hafi greint henni frá brotinu þegar hún sótti hann af námskeiðinu á mánudag. „[Hann] segir mér þá að maður í sturtuklefanum hafi kysst sig og þegar við erum lögð af stað þá segir hann mér sem sagt að þessi maður hafi líka kysst á honum kynfærin,“ segir móðirin.Sjá einnig:Sagður hafa brotið gegn dreng í sturtuklefa Breiðholtslaugar Hún tók frásögn drengsins upp og afhenti lögreglu upptökurnar þegar hún lagði fram kæru gegn manninum. Vinkona móðurinnar skrifaði færslu á Facebook um málið og segir móðirin að maður hafi í kjölfarið gefið sig fram sem taldi sig hafa séð manninn sem á að hafa áreitt drenginn. Hann lýsi manninum sem undir tvítugum að aldri. Lýsing hans sé í aðalatriðum svipuð þeirri sem drengurinn gaf.Lögreglan er með málið til rannsóknar en hún er á frumstigi.Vísir/EyþórSagðist líða illa um kvöldiðSpurð um líðan sonar síns segir móðir drengsins að honum hafi liðið skringilega. Hann hafi ekki áttað sig á hvað hefði gerst en vitað að það sem maðurinn hefði gert væri bannað. „Það var í raun ekki fyrr en um kvöldið sem hann var að fara að sofa og allur þessi erill sem var yfir daginn hafði róast að hann kom til mín og tjáði mér það að þessi dagur hefði verið svolítið leiðinlegur og að honum liði svolítið illa yfir að þetta hafi gerst og var mjög dapur,“ segir móðirin. Hann geri sér hins vegar ekki alveg grein fyrir alvarleika málsins eða að það sé kynferðisbrot. „Það er kannski bara gott að honum líði ekki eins illa og okkur foreldrunum,“ segir hún.Eftirlitslaus í gegnum klefanaMóðir drengins kallar eftir auknu eftirliti á sundstöðum. Sonur hennar hafi sagt henni að það hafi aðeins verið fyrsta daginn á sundnámskeiðinu sem börnunum hafi verið fylgt í gegnum klefana. „Það skipti rosalega miklu máli að krakkar, sérstaklega svona ungir, þetta er kannski í fyrta skipti sem þau fara ein í klefa, að einhver sé að fylgjast með þeim,“ segir hún. Drengurinn hefur haldið áfram á námskeiðinu eftir uppákomuna en faðir hans hefur fylgt honum í laugina. „Hann er ekki hræddur við að fara í sund en hann vill ekki fara einn í klefa,“ segir konan. Reykjavík Sundlaugar Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Móðir drengs sem segist hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni manns í sturtuklefa Breiðholtslaugar á mánudag gagnrýnir að börn séu látin fara eftirlitslaus í gegnum klefana. Hún segir son sinn ekki lengur vilja fara einn í sturturnar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu staðfesti við Vísi í morgun að hún rannsaki mál þar sem karlmaður er sagður hafa brotið gegn ungum dreng í sturtuklefa Breiðholtslaugar á mánudagsmorgun. Drengurinn er sjö ára og var á sundnámskeiði þegar brotið á að hafa átt sér stað, að sögn móður hans sem rætt var við í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún vildi ekki koma fram undir nafni.Vitni gaf sig fram eftir Facebook-færsluHún segir að drengurinn hafi greint henni frá brotinu þegar hún sótti hann af námskeiðinu á mánudag. „[Hann] segir mér þá að maður í sturtuklefanum hafi kysst sig og þegar við erum lögð af stað þá segir hann mér sem sagt að þessi maður hafi líka kysst á honum kynfærin,“ segir móðirin.Sjá einnig:Sagður hafa brotið gegn dreng í sturtuklefa Breiðholtslaugar Hún tók frásögn drengsins upp og afhenti lögreglu upptökurnar þegar hún lagði fram kæru gegn manninum. Vinkona móðurinnar skrifaði færslu á Facebook um málið og segir móðirin að maður hafi í kjölfarið gefið sig fram sem taldi sig hafa séð manninn sem á að hafa áreitt drenginn. Hann lýsi manninum sem undir tvítugum að aldri. Lýsing hans sé í aðalatriðum svipuð þeirri sem drengurinn gaf.Lögreglan er með málið til rannsóknar en hún er á frumstigi.Vísir/EyþórSagðist líða illa um kvöldiðSpurð um líðan sonar síns segir móðir drengsins að honum hafi liðið skringilega. Hann hafi ekki áttað sig á hvað hefði gerst en vitað að það sem maðurinn hefði gert væri bannað. „Það var í raun ekki fyrr en um kvöldið sem hann var að fara að sofa og allur þessi erill sem var yfir daginn hafði róast að hann kom til mín og tjáði mér það að þessi dagur hefði verið svolítið leiðinlegur og að honum liði svolítið illa yfir að þetta hafi gerst og var mjög dapur,“ segir móðirin. Hann geri sér hins vegar ekki alveg grein fyrir alvarleika málsins eða að það sé kynferðisbrot. „Það er kannski bara gott að honum líði ekki eins illa og okkur foreldrunum,“ segir hún.Eftirlitslaus í gegnum klefanaMóðir drengins kallar eftir auknu eftirliti á sundstöðum. Sonur hennar hafi sagt henni að það hafi aðeins verið fyrsta daginn á sundnámskeiðinu sem börnunum hafi verið fylgt í gegnum klefana. „Það skipti rosalega miklu máli að krakkar, sérstaklega svona ungir, þetta er kannski í fyrta skipti sem þau fara ein í klefa, að einhver sé að fylgjast með þeim,“ segir hún. Drengurinn hefur haldið áfram á námskeiðinu eftir uppákomuna en faðir hans hefur fylgt honum í laugina. „Hann er ekki hræddur við að fara í sund en hann vill ekki fara einn í klefa,“ segir konan.
Reykjavík Sundlaugar Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira