Þau temja tófur sem gæludýr í Arnarfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 3. ágúst 2017 21:30 Á afskekktum sveitabæ við Arnarfjörð hafa menn tekið upp á því að ala refi sem gæludýr. Bóndinn segir að eftir nokkrar vikur í tamningu fylgi refurinn þér eins og hundur. Frétt Stöðvar 2 með myndum Egils Aðalsteinssonar kvikmyndatökumanns má sjá hér að ofan. Á íslenskum sveitabæjum í gegnum tíðina hefur tófan iðulega verið talin hið versta óhræsi. En ekki á Laugabóli við Arnarfjörð. Árni B. Erlingsson og fjölskylda stunda þar hrossarækt og leigja út gistiherbergi fyrir ferðamenn og njóta þess að hafa heitt vatn í sundlaug og til húsahitunar. En það eru yrðlingarnir sem jafnan stela senunni. „Við höfum bara oft haft yrðlinga hér sem gæludýr og við höfum oft getað haft þá í nokkur ár,” segir Árni bóndi á Laugabóli. Árni B. Erlingsson, bóndi á Laugabóli við Arnarfjörð. Fyrir aftan er hin finnska Mari að sinna yrðlingunum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Yrðlingarnir tveir, sem nú eru á bænum, komu úr greni sem refaskyttur unnu í vor, - þeir einu sem fengu að lifa af sjö. „Við biðjum nú bara refaveiðimenn, sem eru að vinna greni, um að hlífa einum eða tveimur fyrir okkur. Og þeir færa okkur þetta. Svo höfum við þá bara hér eins og gæludýr, núna aðallega fyrir ferðamennina, því núna erum við komin í ferðaþjónustu. Ásamt lauginni hefur þetta bara töluvert aðdráttarafl,” segir Árni. Finnsk vinnustúlka á bænum, Mari Kemppainen, segist hafa mikla ánægju af yrðlingunum og hún laugar þá reglulega með vatni úr heita pottinum. Hluti tamningarinnar er að lauga yrðlingana. Baðið er jafnframt til halda þeim hreinum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hún segir það hluta af tamningunni að baða þá en einnig til að kenna þeim að þetta sé allt í lagi, það sé ekki sárt. „Líka til að hafa þá hreinni, - í smástund,” segir Mari. -En er ekkert mál að temja villtan ref? „Nei, það er ekkert mál. En þetta temst aðeins verr en hundur. Við skulum segja að þetta sé eins og lélegur hundur í tamningu. Eftir að við erum búnir að hafa þá í taumi í tvo-þrjá mánuði, þá getur þetta fylgt okkur bara eins og hundur,” segir Árni. Stöð 2 heimsótti Árna á Laugabóli einnig haustið 2010 en þann þátt má sjá hér. Dýr Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Eitt stærsta hrossabú landsins í vestfirskum afdal Á sama tíma og hefðbundin sveitabyggð er brostin við norðanverðan Arnarfjörð hefur í einum afskekktasta dal landsins, lengst vestur á Vestfjörðum, byggst upp eitt veglegasta hrossabú landsins, með reiðhöll, skeiðvelli og öðru sem tilheyrir. Eigandinn, sem er líka með einkasundlaug og hefur svín á beit útí haga, segist vera að fjárfesta í skemmtilegum stundum og minningum. 22. september 2010 18:46 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Á afskekktum sveitabæ við Arnarfjörð hafa menn tekið upp á því að ala refi sem gæludýr. Bóndinn segir að eftir nokkrar vikur í tamningu fylgi refurinn þér eins og hundur. Frétt Stöðvar 2 með myndum Egils Aðalsteinssonar kvikmyndatökumanns má sjá hér að ofan. Á íslenskum sveitabæjum í gegnum tíðina hefur tófan iðulega verið talin hið versta óhræsi. En ekki á Laugabóli við Arnarfjörð. Árni B. Erlingsson og fjölskylda stunda þar hrossarækt og leigja út gistiherbergi fyrir ferðamenn og njóta þess að hafa heitt vatn í sundlaug og til húsahitunar. En það eru yrðlingarnir sem jafnan stela senunni. „Við höfum bara oft haft yrðlinga hér sem gæludýr og við höfum oft getað haft þá í nokkur ár,” segir Árni bóndi á Laugabóli. Árni B. Erlingsson, bóndi á Laugabóli við Arnarfjörð. Fyrir aftan er hin finnska Mari að sinna yrðlingunum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Yrðlingarnir tveir, sem nú eru á bænum, komu úr greni sem refaskyttur unnu í vor, - þeir einu sem fengu að lifa af sjö. „Við biðjum nú bara refaveiðimenn, sem eru að vinna greni, um að hlífa einum eða tveimur fyrir okkur. Og þeir færa okkur þetta. Svo höfum við þá bara hér eins og gæludýr, núna aðallega fyrir ferðamennina, því núna erum við komin í ferðaþjónustu. Ásamt lauginni hefur þetta bara töluvert aðdráttarafl,” segir Árni. Finnsk vinnustúlka á bænum, Mari Kemppainen, segist hafa mikla ánægju af yrðlingunum og hún laugar þá reglulega með vatni úr heita pottinum. Hluti tamningarinnar er að lauga yrðlingana. Baðið er jafnframt til halda þeim hreinum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hún segir það hluta af tamningunni að baða þá en einnig til að kenna þeim að þetta sé allt í lagi, það sé ekki sárt. „Líka til að hafa þá hreinni, - í smástund,” segir Mari. -En er ekkert mál að temja villtan ref? „Nei, það er ekkert mál. En þetta temst aðeins verr en hundur. Við skulum segja að þetta sé eins og lélegur hundur í tamningu. Eftir að við erum búnir að hafa þá í taumi í tvo-þrjá mánuði, þá getur þetta fylgt okkur bara eins og hundur,” segir Árni. Stöð 2 heimsótti Árna á Laugabóli einnig haustið 2010 en þann þátt má sjá hér.
Dýr Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Eitt stærsta hrossabú landsins í vestfirskum afdal Á sama tíma og hefðbundin sveitabyggð er brostin við norðanverðan Arnarfjörð hefur í einum afskekktasta dal landsins, lengst vestur á Vestfjörðum, byggst upp eitt veglegasta hrossabú landsins, með reiðhöll, skeiðvelli og öðru sem tilheyrir. Eigandinn, sem er líka með einkasundlaug og hefur svín á beit útí haga, segist vera að fjárfesta í skemmtilegum stundum og minningum. 22. september 2010 18:46 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Eitt stærsta hrossabú landsins í vestfirskum afdal Á sama tíma og hefðbundin sveitabyggð er brostin við norðanverðan Arnarfjörð hefur í einum afskekktasta dal landsins, lengst vestur á Vestfjörðum, byggst upp eitt veglegasta hrossabú landsins, með reiðhöll, skeiðvelli og öðru sem tilheyrir. Eigandinn, sem er líka með einkasundlaug og hefur svín á beit útí haga, segist vera að fjárfesta í skemmtilegum stundum og minningum. 22. september 2010 18:46